<$BlogRSDURL$>

laugardagur, maí 05, 2007

Tilkynningarskyldan ,,breytingar" tilkynnir; 

Ég hef ákveðið að lífga upp á bloggheiminn minn!
Það má alltaf ath. hvort að fjöllin séu ekki blárri hinu megin og leita á önnur mið!
Ég er ekki að gefast upp!
Ég er ekki að hætta!
Ég ætla bara að breyta til!
Ég vil kanna nýja heima!
Ég er orðin hrifin af öðrum!
Ég er ekki að dissa þig, endanlega segja þér upp, við getum alltaf verið vinir!
Bless!

|

öðru vísi heimur 

datt inn í blogg heiminn og á vegi mínu varð einn fyndnasti bloggari sem ég hef "lesið af" ...ég hef þegar gifst honum í huganum - eins og svo mörgum öðrum, enda er ég hlint fjölkvæni...
hérna er hann

|

fimmtudagur, maí 03, 2007

hvaða hvaða 

Ég er oft að velta því fyrir mér hvað ég eigi að setja hérna inn. Svona eins og hvað á ég að skrifa. Dettur svo ekkert í hug þegar ég sit við tölvuna, nokkru seinna eftir að hún er "off" þá fæ ég flugu í höfuðið. En það er svo margt í kringum mann sem hægt væri að skrifa um, eitthvað sem bara, það er oft svo sjálfsagður hlutur en hversvegna ekki að segja eitthvað um hann. T.d. bara hvað sólin er sæt. Þegar ég leit út um stofugluggann í ákveðna átt var alveg eins og það væri komið hásumar. Allt grænt og sólin hlý.
Það er eitt sem ég hef verið að spá smá í upp á síðkastið. Hvers vegna ratar neikvæðni oftar upp á yfirborðið en jákvæðnin? ...veit það ekki en mér finnst neikvænin vera ofar en jákvæðni í mörgu sem fólk gerir...

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?