<$BlogRSDURL$>

laugardagur, nóvember 29, 2003

Menningarleg 

já gleymdi allveg að segja frá því að ég fór á málverkasýningu í gær. Manet and the Sea. Fékk ókeypis miða á sýninguna og eyddi rúmum klukkutíma á safninu í að fræðast um málverk. Mjög áhugavert og alltaf gaman að vera menningarlegur.

Tilvitnun dagsins;
,,Are you stupid or did you take lesson?"

|

Vá vá vá...  

sjái þið... :) ég er ekkert smávegis stolt af mér :) ég gat ég gat... nú vantar mig bara slóðina að commenta-kerfinu og þá er þetta fínt. Svo þarf ég bara að taka myndir og fl. og skella þeim á disk :) og setja inn á myndasíðuna! :) en þessi teljari er allveg á afleitum stað, veit ekki hvernig ég á að breyta því :s

|

Afsakið hlé 

Vegna tæknilegraörðuleika hefur Commenta-kerfið dottið niður en vonandi bregst Hilla fljótt við og skellir því inn! Annars vona ég að nýja lúkkið reynist vel og ég geti farið að gera eitthvað skemmtilegt hérna. Myndir, linkar og svona.

|
ekkert...

|
oh væri ég til í heitt kakó og arineld... :)

|

föstudagur, nóvember 28, 2003

Þokkaleg jólastemmning 

Vá það er sko jólalegt hérna núna. Það byrjaði að snjóa í dag :) og ég er svo happy!!! og svo er fullt af jólaskrauti út um allt... Fór í bæinn í dag, allt brjálað, geggjuð jólastemmning, allir að kaupa jólagjafir og svona. Fór í North Face búðina og þokkalega missti mig, ef ég ætti fullt af pening hefði ég sko keypt næstum allt þarna :) Hitti tvo Íslendinga í búðinn sem búa hérna, spjallaði aðeins við þau og það var nú heldur erfitt að skipta yfir í íslensku! Hálf skammaðist mín! :s Oh ég er að hlusta á íslensk jólalög og mér finnst þetta svo æðislegt lag með Diddú, "Það minnir svo ótal margt á jólin" :)

Tilvitnun dagsins:
,,Laxafiskarnir hlaupandi úpp um mann allann. Og danska kvinna, oj oj oj..."

|

Happy Thanksgiving 

Úff... er ég södd eða hvað. Kalkúnn og gularbaunir, kartöflumús, beja e-h sullta (hehe hljómar skemmtilega, ætla að lemja einhvern hungraðan), og bara neim it... og svo var auðvitað pæ í eftirmat, eplapæ og eitthvað annaðpæ og svo var pumpkinkaka ummm... ekkert smá vegis gott og svo sykur sjokk! Æðislegur dagur :) Slappað af, borðað og borðað og fullt af "ættingjum".
Allveg steingleymdi ég að ættleiðasjóliða... darn it... :s
Fyrsta Thanksgiving ever og þetta var sko ljúft! :) Besti dagurinn hingað til...
Tilvitnundagsins;
,,Vandamálin eru til þess að leysa þau."

|

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Tilvitnun; 

,,passaðu bara að þú forskalist ekki"
...svona við hæfi þar sem það er frost heim ;)
Vinnu vikan senn á enda! jibbý!!!!!!! :D og átdagur á morgun... kalkún í tonna vís... en ég er bara að láta mér leiðast... jack er sofandi svo ég er hér! en það er enginn annar hér. allir heima að borða :( (meina á netinu!)
en þarf að fara að ath. með hvernig maður linkar myndir hérna því ég er með fullt af myndum sem ég get framkallað á disk og sett þannig í tölvuna! ;)
...enginn snjór í dag, ekki einu sinni kalt!

|

mánudagur, nóvember 24, 2003

Jóla hvað, ekki er allt sem sýnist! 

já ég er orðin heldur suspisious um þennan jólasvein. Var að horfa á jólamynd í gær og hvernig stendur á því að það vinna bara börn fyrir jólasveininn? Jú, ódýr vinnukraftur. Og ég komst líka að því að hann stiður animal testing. Álfur jólasveinsins, sem er barn, fann upp vél sem getur fjölfaldað hluti og fólk og fyrsta tilrauninn var mús. Ég held að það sé ekki allt "hreint" þarna á norðupólnum!

|

sunnudagur, nóvember 23, 2003

Jólin jólin og allt kreisý!  

Já nú er byrjað að skreyta fyrir jólin þótt margar búðir hafi byrjað að selja jólaskraut frá byrjun nóv. og enda okt. Í dag var risastór skrúðganga á Michican Av. sem er "aðal" verslunargatan hérna og svo voru fullt af flugeldum... Það er stórt jólatré þarna líka með fullt af jólaljósum, svaka flott. En flottasta jólaskrautið sem ég hef sé hérna er jólalestin. Vá því líkt og annað eins hef ég bara ekki séð. CTA er lestakerfið hérna og þeir hafa skreitt eina lest með jólaljósum svo allir gluggar og endar á lestini eru með marglitaðri jólaseríu, svo eru gluggarnir með gerfisnjót og ljósin inn í lestinni eru hvít og rauð og haldföngin eru skreitt hvít og rauð eins og jólabrjóstsykur og meðfram loftinu eru seríur og englahár og jólatónlist glymur um allt og þegar maður fer inn í lestina tekur jólasveinaálfur á móti manni og gefur manni jólastafabrjóstsykur ;) og svo á milli vagnana sem eru ca. 6 og 6 saman, á milli þeirra er jólasveinn og jólaálfar að spila... þetta er sjúkt... Og það var allt kreisý niður í bæ í dag. Lestin var troðin það gátu ekki allir farið inn hún var svo þétt skipuð og hurðirnar lokuðust varla og þegar þær opnuðust val fólk út. Jólatónlist glumdi svo í öllum búðum og fólk á hverju götuhorni að boða boðskap guðs og spila jólatónlist og svo sá ég svona fólk sem hefur bauk sem maður gefur pening í og það klingir lítill bjöll stannslaust. Það var svo mikið fólk í bænum að það mindaðist röð fyrir utan búðirnar og mollin til þess að komast inn og það var röð upp rúllustigan. Já jólin eru sko á næsta leiti hérna. :) Þessi jól verða ekkert smávegis skrítin ekki nóg með það að ég sé í öðru landi heldur eru engin próf í desember sem ég þarf að læra fyrir svo ég byrja í jólastuði frá og með deginum í dag ;) Sem sagt eina sem ég get sagt um daginn er kreisý!!! Svo endaði kvöldið á Hard Rock þar sem ég rifjaði upp gamla dönsku kunnáttu ;) yfir Corona!!!!

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?