<$BlogRSDURL$>

föstudagur, ágúst 12, 2005

Chocolat 

Ummm... sa ta mynd um daginn, og gud hvad mig langadi i allt tetta sukkuladi sem konan var ad bua til. Vildi ad eg gaeti einhvertiman hitt hana. En eg, Erin og Jack vorum ad bua til mega girnilega sukkuladikoku. Ferlega stor, tokst mjog illilega ad dreyfa kreminu yfir hana tannig ad tad er ogedslega mikid odrumeginn og mjog litid hinu megin og svo fekk Jack tad verkefni ad setja M&M a kokuna. Tetta verdur gridaleg sukkuladi veisla. Jammy!!! :D Vona bara ad tetta smakkist vel. For ut i bud med Jack adan, medan kakan var ad kolna (erin var farin til pabba sins, pabba helgi) og eg for ad leita af einhverskonar sudusukkuladi. Fann alskonar dot, en samt litid og vissi ekki alveg hvad eg aetti ad kaupa. Akvad svo ad kaupa eitthvad sukkuladi tarna, naeldi mer svo i uppahaldssukkuladid mitt rautt Lindt og M&M poka. Svo tegar eg var komin heim og byrjud ad malla kremid akvad eg ad smakka tetta sukkuladi og gud minn almattugur hvad tad var eitthvad ekki gott, als ekkert i likingu vid goda sudusukkuladid og tad voru meira ad segja einhver korntarna... Mer leist als ekkert a tetta eftir ad vera buin ad setja fullt af sukkuladi tarna ofani svo eg fornadi Lindt sukkuladinu minu i von um ad tetta myndi verda gott, hraerdi svo vatn og florsykur og egg saman og skellti tessu ollu i eina skal og volla, tetta er bara hid besta krem. Thorsmerkur-krem-uppskriftin okkar sidan i sumar klikkar aldrei. Svo kremid vard gott, nuna er bara ad vona ad kakan standi sig. Hef bakad tessa koku adur herna og hun var god, svo kross mae finger... :)
Og eg hef barasta ekkert ad gera tvi Jack er svo duglegur ad leika ser sjalfur. Svo eg er bara ad hanga herna a netinu og bid eftir tvi ad restin af folkinu komi heim og smakki kokuna mina :p En tau aettu ad koma eftir rumlega 2 tima. Eg bara meika ekki ad fara ut, tad er svo rakt og ogedslegt uti ad eg vil vera inni i svona vedri tar sem er gott loft og kaldara en uti.
Svo er bara spurning hvad madur gerir um helgina. Omurlegt ad tekkja ekki neinn herna. Langar svo ad kikja a bar eda eitthvad eitthvert kvoldid en I'm just al a lone... :p held ad annad hvor hjonin muni ekki koma... spyr kannski... se til... don't know... well see...
oh ja verd ad segja ykkur mega fyndi sem Jack gerdi i gaer. Mick og Jack voru ad bida eftir ad Erin vaeri buin a fotboltaaefingu. Rett hja teim er kona ad kassta a milli med 12 ara dottur sinni. Jack labbar upp ad konunni, rettir henni i adra hendina dotid sem hann helt a og tok boltan ur hinni. Segir sidan hae eg heiti Jack og eg tala 4 tungumal, ensku, spaensku, thysku og islensku. :p
For med Jack a Mcdonalds i gaer, forum a Navy Pier, tegar hann fattadi hvar hann var dregur hann mig afram og segir I'm gona show you the burger place, OK! we can have hot weel there (svona bila dot) svo vid lobbudum ad kassa sem synir hvad er i barnamaltidinni og hann vildi tannig. Svo reyndi eg og reyndi ad fa ut ur honum hvad hann vildi borda med tessu, Chicken nuggets eda hamborgara, og fekk ekkert svar, honum var alveg saman langadi bara i bil. Og klukka half 9 i morgun stekkur hann upp ur stolnum fyrir framan sjonvarpid og kallar, Maria we have to go to Burger king to day to get this thing. Spurdi hann seinna hvad hann vildi gera i dag, go to Burger king. Ferlega fyndinn gaur hann Jack... hehehe...
jaeja aetla ad haetta nuna... hef tvi midur ekkert fleira ad segja...
over and out...

|

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

kalt, kalt, kalt... 

úff... já ótrúlegt að segja það en mér er ferlega kalt. Það er svo kalt í kjallaranum, sem er ágætt nema þegar maður situr við tölvuna og hreyfir sig afskaplega lítið. :( svo ég sit núna í peysu og stuttbuxum ferlega kalt. Ferlega fyndið að þegar manni er kalt inni (að því að loftkælingin er svo góð) að þá fer maður út að hita sér :p
Nú ég fékk svona fortíðar tilfinningu á sunnudagskvöldið þegar ég færði allt dótið mitt yfir í gamala herbergið mitt. Lisi sem sagt farin og ég fæ að sofa í viku í gamla herberginu mínu. :D (svaf áður í svefnsófa í kjallaranum). Sá fyrir mér allt eins og það var áður, en það var ekki þannig og svo byrjaði ég að "vinna" daginn eftir og alveg eins og í gamla daga :p ferlega kósý. Oh, það er svo gaman að vera komin hingað aftur, trúi því varla. Og Kathy sagði mér frá frænku sinni sem var að fá finnu fyrir ABC (eða eitthvað á líka) í L.A. og ég get vonandi talað við hana og fengið upplýsingar um skóla þarna. :) That would be sweet. ;) (eins og Jack segir)
En Erin er að koma eftir smá stund, ætlum að kíkja sama á Sims Deluxe Edition sem hún á... :D he... allt of mikill Sims fíkill...
and the storm is coming in... það er eitthvað svo heillandi við þetta allt saman, þrumur og eldingar og svo helli, helli rigning.
hræðilegt, hræðilegt, hræðilegt... var að komast að ferlega ömurlegu. Ég var búin að finna svona sjittý súpermarkað hérna þegar ég var hérna um árið yfir árið. :p Það skemmtilega við hann var að ég fann þarna ágætis pólsakn bjór (drakk hann þegar ég var út í Póllandi um árið). Nú í dag fór ég að sækja filmur úr framköllun (heilar 3 filmur og nokkuð góðar myndir frá Wisconsin, sýni ykkur seinna) og ætlaði að koma við í supermarkaðinu og kaupa bjór þar sem þetta er allt saman hlið við hlið, þið vitið slá tvær flugur í einu höggi. Ég sé þá allt í einu risaskilti þar sem supermarkaðurinn var. Ég hugsaði með mér, hva rosalega er þetta orðinn allt í einu fannsý súpermarkaður, þangað til ég fór að lesa. ÓNEI!!! Supermarkaðurinn er horfinn og í staðinn er komin einhver húsgagnaverslun :( ójjjj...

|

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

heitt, heitt, heitt... 

úff það er sko heitt, ferlega fegin að búa í kjallaranum þar sem alltaf er kallt, samt ekkert sérlega gaman á veturnar :p
En ég var náttúrulega að tölvunördast núna áðan. Mick er snillingur í að setja mig í einhver svona verkefni, og þar sem ég þekki afskaplega fáa hérna að þá tek ég bara allt að mér :p nú, tölvan hérna er alveg að fyllast 12% eftir af harðadisknum eða eitthvað álíka lítið og ég ætlaði að taka mig til og losa af honum en, ég bara veit ekki alveg hvar ég á að byrja svo það bíður betri tíma. Í staðinn fékk ég það verkefni að tengja nýjan prentar við tölvuna, svaka flottur litprentari sem prentar myndir og hvaðeina. Nú ég byrja á að færa þetta ferlíki framar á borðið til að aftengja og annað og því líkt og annað eins ryk. Svo í kvöld hef ég eitt tímanum mínum í að drekka bjór og þrýfa hundrað ára gamalt ryk og tengja nýjan prentara. :) Held þó að ég hafi ekki lært neitt nýtt í þessu djobbi mínu í kvöld, en svona er þetta. Sem sagt búin að taka til og finnst að ég ætti að fá bónus fyrir þetta ;) :p tí hí... en farin að sofa, eða reyna það. Ferlega erfitt að vakna í morgun klukkan 7 :s eftir alla afslöppunina. En over and out...

|

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Bærinn 

Súper dúper... í smá tíma var ég búin að tína öllu hérna á lykklabordinu. Tókst einhvernvegin að aftengja íslensku stafina en eins og þið sjáið hefur það allt saman reddast ;)
Nú þetta byrjaði allt saman heldur snemma í dag. Vaknaði um níu leitið til þess að skutla Lisi út á lestarstöð því hún er að fara í ferðalag í rúmar 2 vikur. Nú ég var ekkert á þeim buxunum að fara aftur að sofa þegar ég kom heim svo ég... man ekki alveg, fór í tölvuna og eitthvað. :p Já kláraði að þvo smá þvott fyrir rúmið hennar Lisi, náði greyið ekki að klára það :p Svo var náttúrulega komið að því að kíkja í bæinn svo ég skellti mér í strætó, kíkti í uppáhaldsbúðina mína á Bellmont en mér hefur aldrei tekist að kaupa mér neitt þar nema eina tösku. Þetta er allt svona sjittý föt og dýr og bara ferlega asnalegt. En held að það sem ég fýla svo við þessa búð er að hún minnir mig pínulítið á Spútnik heima. Svo eftir einn hring á öllum 3 hæðunum skellti ég mér í lestina á leið niður í bæ. Verst hvað það er oft svo vond lykt þarna. Ruslið örugglega að mygla 100x hraðar í öllum þessum hita, en samt ekki það er allt sama ógeðslega ælufýla sem ég finn... humm? Í þessari bæjarferð var H&M fyrir valinu þar sem ég fann mér pils (já ég keypti mér pils, ýkt ánægð :D), bol og buxur. Svo var ferðinni heitið í Virgin Mega Store og kíkt í Levis þar sem ég mátaði tonn af gallabuxum og fór tómhennt út. Var orðin svoldið þreytt og svöng sko og líka bara heitt, svitnaði og svitnaði við að máta allar þessar buxur, erfitt líf. ;) En ég stefni á að fara þangað aftur því ég ætla mér að finna mér allavegana einar gallabuxur í þessari búð. Ég var orðin svo þreytt að ég var næstum búin að gleyma því að ég ætlaði í Virgin þegar ég sá allt í einu gaur með poka úr þeirri búð á leið minni út. Svo ég gekk pínu oggu ponsu lítið lengra og þarna var uppáhaldsbúðin mín í öllum heiminum. Sá náttúrulega fullt af diskum sem mig langaði í um leið og ég gekk inn, en ákvað að kaupa ekkert af þeim þar sem ég fæ þá bara hjá Kathy og Mick :) Svo ég dreif mig bara upp á aðrahæð þar sem allir DVD diskarnir eru því ég ætlaði alltaf að kaupa Apocalypse now. Nú stóra leitin hófst og á meðan ég var að leita fann ég Alfred Hitchcock safn(The 39 Steps, Rich and Strange og Young and Innocent). Svarthvítar myndir eftir hann frá árunum 1931, 1935 og 1937. Nú svo rakst ég á Casablanca specialedition og tók það með mér, góð og klassísk mynd. Og mitt í öllu þessu gífurlega DVD flóði þar sem ég sá fullt af myndum sem mig langaði í mundi ég allt í einu eftir að mig langaði alltaf að eiga Dolls (Kitano) svo ég skellti mér í International deildina. Og sá náttúrulega fullt af myndum þar og meðan ég var þar mundi ég eftir að það var líka ein mynd sem mig langaði í City of God. Nú fór skinsemin að segja til sín og ég fór með 5 myndir út úr Virgin. Það er svo hættulegt að fara inn í þessa búð þið trúið því ekki. Sá tvær myndir sem mig langaði að kaupa líka mynd eftir Bunuel; Belle de jour og Fellini; La Dolce vita. Allt of mikið af myndum sem mig langar í. Nú svo var bara tími til að koma sér heim... Subway í kvöldmatinn og viðbjóðslegt Pepsi, Pepsi er ekki gott en þetta var hrillingur, eitthvað að vélinni þarna. Og núna er það bara hangs á netinu og e.t.v. meira video gláp. ;) Heyrumst...

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?