fimmtudagur, mars 17, 2005
norðan kaldi og stinnings vindur
eða segir maður þetta ekki einhvern vegin svona?
segi farir mínar ekki sléttar, heldur eins og hrufóttur veggur með djúpristuðum holum og háu kletta bjargi.
Nú eins og þessi rosa vindur hafi ekki farið framhjá neinum hérna á suðvestur og suðurlandi og kannski annarstaðar líka. En ég vaknaði í sakleysi mínu í morgun og við mér blasti grámyglulegt útsýn. Ég sá að það var mikið rok en datt ekki í hug eins og ég komst að þegar ég labbaði út að það væri sandstormur í götunni minni og reyndar alla leiðina í strætó. Ég var því guðs lifandi fegin að vera fyrir það fyrsta með gleraugun á mér og síðan að hafa ekki sett í mig linsurnar eins og ég mundi eftir að hafa ætlað að gera þegar ég kom upp í skóla í morgun. Nú annars er ég bara búin að vera á fullu að undirbúa árshátíðina fyrir skólan sem er um helgina. Safna fullt af flottum vinningum og hitta skrítið fólk. Verð að segja ykkur aðeins frá Kringluferðinni minni frá því í gær. Sem sagt þá fór ég í Kringluna með Irmu til þess að snýkja vinninga fyrir árshátíðina. Við gengum búð úr búð og fórum meðal annars á Hard Rock Caffee. Við gengum þarna inn og vorum hálf ringlaðar, horfðum í kringum okkur og vissum ekki alveg... alla vegana þá stendur einhver gaur þarna og er að tala í síman, sér okkur og segir; ,,Opnar ekki, it doesn´t open until 11:30." Við horfum á hann en þá rugglaðari og Irmar segir þegar við löbbum út ,,erum sko Íslendingar." Nú svo fórum við í fleirri búðir og kíktum líka í Pennan. Gengum inn í búiðina til þess að finna einhvern þar og sáum konu sitjandi á hækjum sér að raða í hillur. Ég reyni að kynna mig pent og í miðri setningu segir hún ha? Svo ég byrja aftur. Ég er ekki komin lengra en ,,Er frá kvikmyndaskóla Íslands og við erum að fara halda árshátíð." En hún segir ,,So what?" með mjög svo dónalegri röddu. Við þetta sá ég allt svart og heyrði ekki meir... og hugsaði bara nú labba ég út. En þá heldur Irma áfram. Oh, ég var svo reið að ég versla aldrei aftur við Pennan, bara Eymundsson (djókur, ef þið fattið ekki). Já svona er fólk, óttalega skrítið og dónalegt. En þessi kringluferð gekk vel og við fengum fult af dóti. Og höfum fengið fult af dóti annarsstaðar og svona! :)
En bið ykkur vel að lifa í þessu óveðri sem herjar á landsmenn!
pís át man
|
segi farir mínar ekki sléttar, heldur eins og hrufóttur veggur með djúpristuðum holum og háu kletta bjargi.
Nú eins og þessi rosa vindur hafi ekki farið framhjá neinum hérna á suðvestur og suðurlandi og kannski annarstaðar líka. En ég vaknaði í sakleysi mínu í morgun og við mér blasti grámyglulegt útsýn. Ég sá að það var mikið rok en datt ekki í hug eins og ég komst að þegar ég labbaði út að það væri sandstormur í götunni minni og reyndar alla leiðina í strætó. Ég var því guðs lifandi fegin að vera fyrir það fyrsta með gleraugun á mér og síðan að hafa ekki sett í mig linsurnar eins og ég mundi eftir að hafa ætlað að gera þegar ég kom upp í skóla í morgun. Nú annars er ég bara búin að vera á fullu að undirbúa árshátíðina fyrir skólan sem er um helgina. Safna fullt af flottum vinningum og hitta skrítið fólk. Verð að segja ykkur aðeins frá Kringluferðinni minni frá því í gær. Sem sagt þá fór ég í Kringluna með Irmu til þess að snýkja vinninga fyrir árshátíðina. Við gengum búð úr búð og fórum meðal annars á Hard Rock Caffee. Við gengum þarna inn og vorum hálf ringlaðar, horfðum í kringum okkur og vissum ekki alveg... alla vegana þá stendur einhver gaur þarna og er að tala í síman, sér okkur og segir; ,,Opnar ekki, it doesn´t open until 11:30." Við horfum á hann en þá rugglaðari og Irmar segir þegar við löbbum út ,,erum sko Íslendingar." Nú svo fórum við í fleirri búðir og kíktum líka í Pennan. Gengum inn í búiðina til þess að finna einhvern þar og sáum konu sitjandi á hækjum sér að raða í hillur. Ég reyni að kynna mig pent og í miðri setningu segir hún ha? Svo ég byrja aftur. Ég er ekki komin lengra en ,,Er frá kvikmyndaskóla Íslands og við erum að fara halda árshátíð." En hún segir ,,So what?" með mjög svo dónalegri röddu. Við þetta sá ég allt svart og heyrði ekki meir... og hugsaði bara nú labba ég út. En þá heldur Irma áfram. Oh, ég var svo reið að ég versla aldrei aftur við Pennan, bara Eymundsson (djókur, ef þið fattið ekki). Já svona er fólk, óttalega skrítið og dónalegt. En þessi kringluferð gekk vel og við fengum fult af dóti. Og höfum fengið fult af dóti annarsstaðar og svona! :)
En bið ykkur vel að lifa í þessu óveðri sem herjar á landsmenn!
pís át man
mánudagur, mars 14, 2005
...ég veit, ég veit, ég veit...
Ég er alveg hræðileg, lagðist bara í bloggþunglyndi. Nennti hreinlega ekki að skrifa. En núna er þetta búið að liggja þungt á mér og ég tók mig því til, þar sem ég er að bíða eftir strætó, og ákvað bara að skrifa, áður en ég færi að dreyma um þetta. Annars er nú ekkert spes í fréttum. Hreynlegar ekki fréttir á ferð. En þær eru eins og ,,gerði ekkert um helgina", ,,datt í´ða á föstud.", ,,sofnaði um miðnætti á laugard." ,,og hékk heima hjá mér og fór í heimsókn til Ásgeirs og Eyrúnar á sunnud." Já það er svona about it! Var samt að hugsa eitthvað í um daginn/gær sem ég gæti skrifað en er náttúrulega búin að gleyma því. En annars er ég stödd upp í skóla og klukkan er19:07. Er búin að vera að skreyta fyrir árshátíðina sem er um helgina og er enganvegin að nenna heim. En á samt ekki pening fyrir kaffihúsi og því um líku. :( svo staðan er vond. Svo er spurning ef ég get verið eitthvað lengur hérna upp í skóla að byrja bara að lóda dótinu mínu sem ég tók upp á föstud. inn á tölvuna og byrja að klippa það til og svona. En þá þarf ég að fara og leita að DV (díví) tækinu, nenni því ekki alveg strax. Yes, segjum það þá bara, over and out...
|