<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, október 10, 2006

STOPP.IS 

Fór í bústað um helgina í "hörrku" afmæli til hans Ara. Eldsnemma á sunnudagsmorgninum lögðum við Unnur og Hilla afstað í bæinn. Þar sem Unnur svaf mesta allan tíman héldum við Hilla uppi skemmtileg heitunum. Það var ýmislegt skrafað og engan veginn hægt að útiloka umræðu efnið þegar við ókum framhjá tölunni 21 á svörtum krossi og bílhræ ofan á. Þegar heim var komið beið mín svo tölvupóstur sem var áminning til allra um töluna 21. Saga sem allir ættu að lesa og því hef ég sent hana til margra á tölvupóst og ætla að setja hana hérna líka.

Subject: Sláandi frásögn systur stúlku sem lést í bílslysi Date: Fri, 22 Sep 2006 09:20:20 -0000 Mennirnir elska, missa, gráta og sakna
Ég fór á borgarafundinn gegn umferðarslysum í gær. Mér finnst þetta átak frábært framtak, þótt auðvitað hefði mátt hrinda því í framkvæmd miklu miklu fyrr.Mér fannst skömm að því hvað það mættu fáir og vona að þrátt fyrir að folk hafi ekki gefið sér tíma til að mæta íhugi það tilefni þessarar herferðar.Á fundinum talaði einn maður um reynslu sína, en 16 ára gamall sonur hans lést í bílslysi fyrir tíu árum. Slysið sem sonur hans lenti í varð rétt hjá sumarbústað fjölskyldu minnar. Ég var ekki á staðnum þegar það gerðist en fjölskyldan mín sá þyrluna koma á slysstaðinn. Við sárfundum til með öllum sem tengdust þessu slysi en þá vissum við ekki að við ættum eftir að standa í sömu sporum.
Ég dáist að því að þessi maður getur talað svona opinskátt um reynslu sína. Ræða hans var þörf áminning sem ég vona að sem flestir taki til sín. Sjálf hef ég aldrei talað beint um reynslu mína á blogginu en nú ætla ég að gera það. Ef það fær einn bílstjóra til umhugsunar er takmarkinu náð. Færslan verður löng, þótt ég undanskilji margt, en ég vona að einhverjir nenni að lesa hana til enda.
Föstudaginn 20. febrúar 2004 var ég á leið á árshátíð stjórnmálafræðinema. Ég hafði látið plata mig í árshátíðarnefnd og fyrir daginn myndaðist mikil stemmning. Ég gróf upp gamlan kjól af ömmu, fékk vinkonu mína í heimsókn til að farða mig og svo voru teknar myndir af okkur Emil skælbrosandi, uppáklæddum og fínum, á leið á skemmtilegt kvöld. Sama dag, fljótlega eftir hádegi, héldu mamma og Sunna, litla systir mín, af stað norður á Ólafsfjörð ásamt nokkrum vinkonum Sunnu og skíðaþjálfaranum þeirra. Stelpurnar voru að fara að taka þátt í fyrsta bikarmóti sínu á skíðum og tilhlökkunin var eðlilega mikil.
Árshátíðin hófst með fordrykk og langdregnum ræðuhöldum en við skemmtum okkur vel.Eftir hann var farið í rútum að Sundahöfn þar sem bátur átti að ferja skarann í hópum út í Viðey þar sem árshátíðin sjálf átti að fara fram. Veðrið var að versna og það var orðið mjög hvasst. Við þurftum að bíða dálitla stund í rútunum og að mér sótti mikil ónotatilfinning. Ég gat ekki útskýrt af hverju hún stafaði en mér fannst hún óeðlilega mikil og fannst hún ekki eingöngu vera til komin vegna kvíða fyrir því að sigla yfir sundið í rokinu. Það lá eitthvað í loftinu. Það var ákveðið að gera tilraun til að sigla út í eyjuna en ég ákvað að fara ekki með fyrstu ferð, sem betur fer.Ég beið því ásamt mörgum öðrum eftir næstu bátsferð og á meðan var talað, hlegið og drukkið. Við vonuðum að báturinn kæmist alla leið enda væri kvöldið annars ónýtt. Allt í einu hringdi síminn minn. Ég heyrði í honum þrátt fyrir hávaðann í glöðum árshátíðargestum en heyrði ekki hvað bróðir minn var að segja hinum megin á línunni. Svo ég fór út fyrir. Þar var hvasst svo enn heyrði ég illa í honum. Ég heyrði samt að hann bað mig að sitja og hann spurði hvort Emil væri hjá mér. Hann hljómaði áhyggjufullur. Hann er útivistargarpur og hjálparsveitarmaður og ég var viss um að hann væri að vara okkur við því að það væri að hvessa og ég hélt að hann væri að biðja okkur Emil að fara saman í bát og passa að sitja meðan á siglingunni stæði. Ég hváði hvað eftir annað, enda heyrði ég illa í honum, og reyndi að útskýra að það yrði allt í lagi með mig. Ég færi varlega. Loksins heyrði ég hvað hann sagði, þótt ég skildi það ekki alveg strax. Það hafði orðið slys. Mamma var á gjörgæslunni og Sunna var látin. *Sunna er látin". Þessi orð hafa síðan hljómað aftur og aftur í huga mér. Sögð af 17 ára bróður mínum um 13 ára systur mína. *Sunna er látin". Hann sagði mér seinna að hann hefði notað orð prestsins sem var kominn heim til hans og pabba. Það var örugglega erfitt að hringja þetta símtal. Ég man restina af kvöldinu eins og þetta hafi gerst í gær, þótt vikurnar og mánuðirnir á eftir liðu hjá í doða. Mér fannst ég varla geta andað, varla grátið og mínúturnar þar til leigubíllinn sótti okkur Emil renna saman. Ég gat varla hugsað rökrétt og ég áttaði mig ekki á að spyrja hvort fleiri hefðu verið í bílnum eða hverjir hefðu verið í hinum bílnum. Þegar ég kom heim fékk ég að vita það. Linda, sem var góð vinkona Sunnu og var með henni og mömmu í bílnum, fór með Sunnu. Tvær fjörugar stelpur, fullar af lífi og orku, voru farnar frá okkur. Allir í hinum bílnum fengu að lifa.
Við fórum á spítalann og þar voru afi og amma og fleiri úr fjölskyldunni. Kvöldið var martröð. Mamma var þróttlítil enda mikið slösuð en ég man að hún tók í hendina á mér, annað hvort þarna um kvöldið eða daginn eftir, horfði í augun á mér og spurði: *Geturðu þetta?". Ég svaraði, *auðvitað," en í því var lítil sannfæring. Mamma þurfti að hvílast og við þurftum að láta ömmu, mömmu hans pabba vita af slysinu og það var ekki hægt að gera í gegnum síma. Svo við fórum til hennar og sögðum henni fréttirnar. Ég man ekki hvernig hann sagði henni þær en ég gleymi aldrei viðbrögðunum. Svo tók ég upp símann. Ég hringdi í afa og konuna hans og fleiri fjölskyldumeðlimi og daginn eftir í alla þá sem ekki náðist í um kvöldið. Endurtók aftur og aftur hvað hafði gerst. Heyrðiaftur og aftur viðbrögð þeirra sem við fréttunum tóku. Ég ætla ekki að ræða hér um öll þau mistök sem urðu hjá þeim sem að málinu koma. Ég held að þeir sem standa að viðbrögðum við alvarlegum slysum hér á landi séu almennt hæfir til að sinna sínu starfi en þessa daga fór allt of margt úrskeiðis. Slysið varð um klukkan hálf fjögur um eftirmiðdaginn. Þá sat ég í förðunarstól vinkonu minnar. Ég fékk símtalið frá bróður mínumekki fyrr en um klukkan hálf átta. Þá voru fjórir klukkutímar liðnir og mamma var ennþá ein. Hvað ef hún hefði dáið á þessum klukkutímum? Viðfréttum líka af slysinu þegar frændi okkar sá það í sjónvarpsfréttunum.Það finnst mér ófyrirgefanlegt. Daginn eftir sátum við á spítalanum og biðum þess að fá að sjá Sunnu. Biðin var erfið en það var gott að sjá hana. Nánustu fjölskyldumeðlimir voru með okkur og við sátum lengi hjá henni í kapellunni á spítalanum. Mamma og pabbi voru samt stutt, mamma var slösuð og gat ekki einu sinni setið upprétt hjá Sunnu. Ég gleymi aldrei svipnum á þeim og heldur ekki hvað litla stelpan okkar var falleg. Í lokin fengum við Freyr að vera ein hjá Sunnu dálitla stund. Það var ómetanlegt. Við tóku skipulagning kistulagningar og jarðarfarar, jarðarför Lindu, ótal heimsóknir, hringingar, kort og blómvendir. Vonin um að mamma næði sér að fullu
Langur tími svefnleysis og þokukenndra daga. Hræðileg eftirköst sem ég kæri mig ekki um að lýsa, blönduð óteljandi fögrum minningarbrotum um yndislega stúlku sem skildi eftir sig stórt skarð. Óendanlega stórt skarð.
Þetta kvöld skar kaldur hnífur stóran hluta úr hjarta mínu og skarðiðverður aldrei fyllt. Aldrei nokkurn tímann. Persónuleikinn breyttist og sýn mín á lífið og tilveruna breyttist. Allt sem ég segi og geri er litað af minningunni um Sunnu. Ég lofaði í minningargreininni um hana að reyna að brosa til sólarinnar í hennar minningu og það stend ég við. Það er hins vegar ekki alltaf auðvelt. Langt því frá. Ég missti góða vinkonu, frábæra systur og líklega einu manneskjuna sem gat skilið mig nánast til fulls.
Við skildum hvor aðra þótt níu ár skildu okkur að. Margir hafa í gegnum tíðina ekkiþekkt í sundur myndir af okkur, en það sem er innan í er ekki síður líkt.*Tvíburar með níu ára millibili," vorum við oft kallaðar. Hún fékk ekki að fermast. Við höldum jól og páska án hennar. Við fyllumst tómleika á afmælisdaginn hennar. Hún og Freyr fá aldrei aftur að stunda útivist saman og ég og hún fáum aldrei að spila körfubolta saman, eins og við ætluðum okkur. Ég fór sem betur fer á eina leikinn sem hún náði að spila.
Hún verður ekki viðstödd mikilvæga daga í lífi okkar Freys og hún fær aldrei aftur að taka þátt í sigrum og sorgum þessa lífs. Pabbi og mamma fá ekki að horfa á litlu dóttur sína eldast og verða að konu. Ég mun alltaf eiga tvö yndisleg systkini en við fáum aldrei að sjá eða heyra Sunnu aftur. Ekki í þessu lífi að minnsta kosti. Hvað gerist eftir það vitum við auðvitað ekki.
Hún skellir aldrei aftur hurðinni og kemur gargandi inn úr dyrunum uppfull af hressilegum, en stundum þreytandi, sögum af því sem gerðist þann daginn. Hún fær aldrei aftur klikkaða hugmynd og framkvæmir hana. Ég fæ aldrei aftur fallegt lítið kort með teiknaðri mynd af mér og lítilli stelpu, sem segir mér að ég sé besta systir í heiminum. Ég fæ aldei aftur að faðma bestu systur í heiminum.
Þið þurfið ekkert að kommenta á þessa færslu. Notið frekar nokkrar>sekúndur til að hugleiða orð mín. Hugsið um þá sem ykkur þykir vænst um og hugsið síðan um hvað þið getið gert. Ef ég fæ einn til að hugsa sig tvisvar um er tilgangnum náð. Skráið ykkur á vefinn http://stopp.us.is/ og hugsiðum hvað þið eruð að skrifa undir. Hafið það síðan á bak við eyrað í umferðinni, alltaf.Kveðja Brynja Guðmundsdóttir

Mynd-ir vikunnar


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?