<$BlogRSDURL$>

föstudagur, apríl 21, 2006

Draumaverksmiðjan 

Ég var að átta mig á því að ég er orðin svo gegn sýrð af öllu Hollywood draumaverksmiðju kjaftæðinu að heilinn er farinn að senda frá sér skrítin rafboð :p Nei, það sem ég á við er að í mörg ár hef ég alist upp við "and they lived happily ever after" myndir og þær myndir sem maður lærir eitthvað vitsmunalegt af og allir breyta betur og þar sem kraftaverkin gerast. Og ég bara hugsa svona stundum, vitlaus rafboð sko... Núna hefur til dæmis verðið smá baggsl í klippivinnslunni og ég er alltaf að bíða eftir því að sá dagur komi að kraftaverkið gerist. Allt í einu fatti ég þetta og bamm ég klippi mig að gull pálmanum. Að ég setjist niður, núna síðustu daga mína, sjái, skilji og læri = það gerðist kraftaverk. En ég var líka að átta mig á því að ég heiti bara María og er venjuleg manneskja sem býr ekki í draumi þar sem öllum líkar vel við góða gæjann og hann fær fallegt handrit. NEIBB! Ég bý í raunveruleika þar sem ég kljáist - þjáist - bágist við að ná pálmanum.

|

mánudagur, apríl 17, 2006

Jájá... 

Var að koma úr fermingu. Litla frænka mín hún Aya var að fermast. Verð að segja að þetta er skemmtilegasta ferming sem ég hef farið í. Sniðið var alþjóðlegt enda pabbi hennar japanskur! Svo veitingarnar voru að hluta til í þeim stíl. Gaman að fara svona í fermingu og borða með prjónum! :) Skemmtilegt að hitta líka fjölskylduna, við hittumst ekki oft og fullt af nýjum börnum komin og önnur á leiðinni. Margir orðnir stærri en síðasta og svona... Hlakka til þegar næsta frænka fermist! :)

|

Hvenær er maður eðlilegur? 

Samkvæmt öllu, og engu, ætti ég að vera sofandi núna. Klukkan er orðin margt og einhverra hluta vegna held ég að ég sé að snúa við sólarhringnum. En þegar allt er hljótt og tækifæri gefst til að vera alein með sjálfri sér þá brýst ýmislegt fram. Við höfu, flest öll, lent í því að allt í einu leitar hugurinn til ákveðnar manneskju, hugsar til hennar. Hún svona skýst upp í kollinn á manni. En það skringilega við þetta er að viðkomandi er látin. Og meðan hún var á lífi áttum við litla samleið. Við hittumst nokkrum sinnum á ári og skutum góðlátlegum kveðju að hvort öðru. Mér var þó aldrei hugsað til hennar. En núna, án nokkurs, hugsa ég til hennar. ????
Það gerðist líka einkennilegur hlutur, og ég veit ég er geðveik. En þar sem ég gekk um húsið, var mér fylgt ...af sjálfri mér. Þetta hljómar ekki eðlilega. Kannski ég ætti að fara í rannsókn. ?

|

sunnudagur, apríl 16, 2006

Djókur... 

Frábærir þessir skopbrandarar sem verið er að teikna. Sá þessa frétt á mbl.is

Nýtt myndamál í uppsiglingu?
Ítalskt tímarit, sem tengist kaþólska félaginu Opus Dei, hefur birt skopmynd af Múhameð spámanni, sem valdið hefur uppnámi meðal múslima á Ítalíu. Teikningin sýnir skáldin Dante Aligieri og Virgil við loga vítis og horfa á Múhameð í logunum en spámaðurinn hefur verið höggvinn í tvennt.
„Er þetta ekki Múhameð?" spyr Virgil í texta með myndinni í tímaritinu Studi Cattolicis. „Jú og hann hefur verið skorinn í tvennt vegna þess að hann hefur klofið samfélagið í tvennt," svarar Dante.
Opus Dei segist ekki bera ábyrgð á tímaritinu og segir að félagar í samtökunum hafi mál- og skoðanafrelsi.
Ítalska fréttastofan ANSA hefur eftir Cesare Cavalleri, ritstjóra tímaritsins, að hann voni að þessi teikning leiði ekki til árása múslima en gerist það sýni það fram á fáránleika íslamskra öfgaskoðana.
Hann vísar einnig til þess að í Guðdómlega gleðileiknum eftir Dante sé Múhameð sagður liggja með innyflin úti.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?