föstudagur, september 16, 2005
Myndir
Tók smá myndasyrpu í dag. Ferlega skemmtilegt. Þessar myndir komu úr heimi sem maður vill sem minnst vita af vegna ófremdar ástands þar. En engu að síður voru þessar myndir hreynt brilljant. Fjalla um sitthvort efnið en snertu mann alveg gríðarlega.
Fyrsta myndin er sérstök. Leikstjórinn er karlmaður en fjallar mjög kvennlega um kvennlega hluti, sem er ekki algengt að sjá karlmann geta gert það. Myndin heitir Osama og gerist þegar Talibanarnir komast til valda í Afganistan. Hún fjallar um raunverulega atburði, atburði sem gerðust og gerast. Hvernig líf kvenna var og hvernig þær björguðu sér. Það sem gerir myndina svo sterka er upphafs atrðið byrjar á handheldu skoti og lýtur þá út eins og heimagerð mynd. Mynd sem allir verða að sjá.
Seinni myndin sem ég sá heitir á frummáli Rang-e Khoda eða The Color of Paradise. Myndin er afskaplega falleg og príðir mjög fallegar senur... Hún segir sögu af litlum blindum strák sem býr í litlum bæ í Íran. Strákurinn leikur afskaplega vel og sérstaklega finnst mér áhrifa mikið atriðið í myndinni sem fær mann til að tárast og hjartað brestur og fyllist vorkun sem í garð þessa litla drengs sem lítið getur bjargað sér vegna fötlunar sinnar. En það er þegar pabbi hans hefur skilið við hann og hann er spurður að því hvort hann sakni fjölskyldunnar. Hann svara neitandi. Hann sé að gráta af því að það elskar hann genginn. Og svo byrjar hann að tala um guð og óréttlæti í lífinu, sem mér finnst vera vel skrifuð klausa. Mæli alveg með þessari mynd. Áhugavert efni þar sem maður fylgist með manni sem skammast sín fyrir son sinn... (fólk er alltaf svo vanþakklátt).
|
Fyrsta myndin er sérstök. Leikstjórinn er karlmaður en fjallar mjög kvennlega um kvennlega hluti, sem er ekki algengt að sjá karlmann geta gert það. Myndin heitir Osama og gerist þegar Talibanarnir komast til valda í Afganistan. Hún fjallar um raunverulega atburði, atburði sem gerðust og gerast. Hvernig líf kvenna var og hvernig þær björguðu sér. Það sem gerir myndina svo sterka er upphafs atrðið byrjar á handheldu skoti og lýtur þá út eins og heimagerð mynd. Mynd sem allir verða að sjá.
Seinni myndin sem ég sá heitir á frummáli Rang-e Khoda eða The Color of Paradise. Myndin er afskaplega falleg og príðir mjög fallegar senur... Hún segir sögu af litlum blindum strák sem býr í litlum bæ í Íran. Strákurinn leikur afskaplega vel og sérstaklega finnst mér áhrifa mikið atriðið í myndinni sem fær mann til að tárast og hjartað brestur og fyllist vorkun sem í garð þessa litla drengs sem lítið getur bjargað sér vegna fötlunar sinnar. En það er þegar pabbi hans hefur skilið við hann og hann er spurður að því hvort hann sakni fjölskyldunnar. Hann svara neitandi. Hann sé að gráta af því að það elskar hann genginn. Og svo byrjar hann að tala um guð og óréttlæti í lífinu, sem mér finnst vera vel skrifuð klausa. Mæli alveg með þessari mynd. Áhugavert efni þar sem maður fylgist með manni sem skammast sín fyrir son sinn... (fólk er alltaf svo vanþakklátt).
fimmtudagur, september 15, 2005
Blessuð sé minning hans
Ég fór ekki varhuga af því í fréttunum í dag, eins og þorri landsmanna. Að blái fallegi ópallinn er farinn af markaðnum. Ég man óglöggt eftir honum úr barnæsku minni nema þá að amma mín heitin átti oft bláan ópal. Hann var svo góður, hvort sem hann var mjúkur og nýr eða gamall og harður. Hann var svona nammi sem maður lék sér að og hægt að njóta á margan hátt. Það var hægt að bryðja hann eða sjúga, narta í eða naga. Ég finn enþá gamla góða ópalbragðið í munninum. Blái ópallinn var einstakur. Hann var ekki eins strekur og rauði ópallinn og ekki lakkrís bragð af honum eins og þeim græna. Blái ópallinn átti góðan sess í mínu hjarta, sérstaklega þegar hann þaut um æðar mínar og æsti mig upp. Og ekki má gleyma eftir setunni í tönnunum. Það var alltaf gaman að plokka hann úr jöxlunum og njóta leyfanna. :) Ég mun sakna blá ópalsins mjög. Ég get ekki sagt að við höfum verið perlu vinir en þegar lönguni kom til þess að fá hann þá var hann alltaf til staðar eins og góður vinur gerir. Blái ópal, ég mun sakna þín og vona svo heitt og innilega að endurrisun þín verði innan tíðar. Ég skora á Nóa Siríus að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að finna koma honum aftur til lífsins.
|
mánudagur, september 12, 2005
Klikkaðar mömmur!
Var að heyra sögu af klikkuðum nýbökuðum mömmum... eða svona...
Það þarf nefnilega að vera duglegur að drekka þegar kemur að brjóstagjöf og ljósmóðirin segir að það þurfi að vera ca. 2 til 3 lítrar á dag. Ein móðirin tók þessu heldur skringilega og ákvað að drekka 2 til 3 lítra af kóki á dag! Og aumingja barnið varð allveg hæper :) ;) tí hí...
|
Það þarf nefnilega að vera duglegur að drekka þegar kemur að brjóstagjöf og ljósmóðirin segir að það þurfi að vera ca. 2 til 3 lítrar á dag. Ein móðirin tók þessu heldur skringilega og ákvað að drekka 2 til 3 lítra af kóki á dag! Og aumingja barnið varð allveg hæper :) ;) tí hí...
sunnudagur, september 11, 2005
Prinsipissa
Á fimmtudaginn kom lítil prinsipissa í heimin. Hún er rosalega sæt og góð með mikinn svartan lubba svo hún er eins og mamma sín og pabbi. Til hamingju með dótturina, Tinna og Alli! :)
Jamm... fór á djammið eins og endranær og mikið er þetta leiðinlegt og tilgangs laus peninga og tíma eyðsla... oh... oh... ég hata þetta... er ekki hægt að gera eitthvað annað... þyrstir alveg ferlega mikið í tilbreytingu... en samt fer maður alltaf í sama farið... nenni þessu ekki... :( æi, svo þoli ég bara ekki þegar ég held að fólk sé að misskilja mann en samt get ég ekki spurt hvort það sé misskilningur því þá er ég kannski að bridda upp á einhverju sem er bara tilbúningur og þá virka ég geggjað kreisý og vitlaus... og svo mindi ég heldur aldrei þora að spyrja... svo þetta er vandamál sem er ekki auðleyst
|
Jamm... fór á djammið eins og endranær og mikið er þetta leiðinlegt og tilgangs laus peninga og tíma eyðsla... oh... oh... ég hata þetta... er ekki hægt að gera eitthvað annað... þyrstir alveg ferlega mikið í tilbreytingu... en samt fer maður alltaf í sama farið... nenni þessu ekki... :( æi, svo þoli ég bara ekki þegar ég held að fólk sé að misskilja mann en samt get ég ekki spurt hvort það sé misskilningur því þá er ég kannski að bridda upp á einhverju sem er bara tilbúningur og þá virka ég geggjað kreisý og vitlaus... og svo mindi ég heldur aldrei þora að spyrja... svo þetta er vandamál sem er ekki auðleyst