þriðjudagur, október 12, 2004
Yfirlit
Enn þá er þungt yfir höfuðborg norðsins. En hlýtt er í veðri og þessa stundina er voðalega notarlegt að lýta út um gluggan. Laufin á trjánum fyrir utan húsið hennar Þóru eru næstum allveg farin og mér finnst eins og það sé nóvember. En látum það ekki rugla okkur og förum yfir glæsta helgi. Verð að segja að helgin var með eindæmum góð. Á föstudagskvöldinu kíkti ég í mat til Tinnu og þetta átti að vera stelpu kvöld. En Alli og vinur hans voru heima næstum allt kvöldið og því lítið úr stelpukvöldinu hjá mér, Tinnu og Rannveigu sem kom svo seinna um kvöldið! Við horfðum á IDOL sem var allveg brill og hló ég og hló. Svo eftir nokkra bjóra kíktum við á rúntinn, fengum smá nostalgíju þó við værum ekki á gamla góða Mustangnum eins og í gamla daga. :) En við sökknum hans allar. Nú laugardagurinn fór í ekki neitt og um kvöldið skellti ég mér á ball með Ólafíu sem var skemmtileg afþreying. Þegar ég kom heim upp úr 10 leitinu settist ég fyrir framan imban og glápti endalaust á hann. Sunnudagurinn var bestur allra. Allan daginn sat ég og las Urðarbrunn sem er snilldar bók. Fór svo í ísbíltúr með stelpunum um kvöldið og vollla, helgin búin! ;)
|