<$BlogRSDURL$>

mánudagur, febrúar 14, 2005

Atferli 

Það er svona þegar maður ferðast um í strætó, þá hugsar maður kannski of mikið! En ég fór aðeins að pæla í atferli strætómannsins í morgun. Þegar vagninn er fullur af fólki og þeir sem koma inn neyðast til þess að standa eða sitja hjá einhverjum ókunnugum þá fer ýmislegt í gang. Fólk sest ekki hjá hverjum sem er, leitar úti fólkið sem er ekki vondlykt af eða ekki of ljótt. Þeir sem geta ekki ákveðið sig standa. Svo fer að minnka í strætó og þeir sem hafa sest hjá einhverjum ókunnugum standa sumir hverjir upp og setjast annar staðar þar sem bekkurinn er laus. En afhverju gerir fólk þetta? Er þetta ekki svoldið dónalegt? Gerir fólk þetta því það vill ekki sitja við hliðina á ókunnugum? Er þetta hræðsla? En þeim sem finnst þetta dónalegt, afhverju? Þeim finnst kannski ekki fallegt að setjast við hliðina á einhverjum, því þar með er hann búinn að segja "hey I like you" en standa síðan upp því hann fattaði að það væri fýla af manneskjunni. Og þeir sem sitja sem fastast við hliðina á ókunnu manneskjunni og ákveða að standa ekki upp þó þau séu tvö ein í vagninum, hvernig ætli þeirri manneskju líði? Hugsar örugglega að hún hefði nú bara átt að setjast einhverstaðar annarstaðar.... jájá...

|

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Úti er alltaf að snjóa 

Hellú...
veit nú ekki hversu mikið ég get skrifað hérna... verð nú samt að segja frá African Sanctus sem ég fór á í gær hjá Háskólakórnum og Vox Femmen (eða hvernig sem þetta nú skrifast). Mér fannst þetta alveg frábært. Var ekki alveg viss í fyrstu hvað ég væri að fara að hlusta á, en þetta var brill. Takk fyrir mig, Hilla! Nú svo var bara partý og stuð hjá Eyrúnu og Ásgeir. Og það var nú bara ágætt að koma heim og fara að sofa edrú svona á laugardagskvöldi. ;)
Pabbi kom fussandi og sveijandi einn morguninn í vikunni inn í eldhús þar sem ég var nývöknuð! Þá var hann nýbúinn að lesa að í Viginíu í USA var verið að setja lög sem banna það að það megi sjást í nærbuxur undan buxum. Ég er alveg sammála honum að þetta er nú meiri vitleysan og þetta eru meiru vitleysingarnir. Og ég get ekki annað en hlegið að þessu fólki :D :D :D híhíhí... Pældu í því ef löggan kemur allt í einu upp að þér og sektar þig fyrir að það sjáist í nærbuxurnar þínar. Og ef maður vill vera geðveikt vondur við einhvern þá lætur maður bara lögguna vita að sást í nærbuxurnar hjá viðkomandi og þá verður hann sektaður, og lendir kannski í fangelsi. :) hehe...

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?