þriðjudagur, apríl 04, 2006
Baywatch
Alltaf nóg að gera... er nú orðin smá strand með klippið mitt, veit ekki alveg hvað ég á að gera næst. Þarf sennilega bara að fara heim, sofa á þessu og síðan kemur Elísabet Ronalds vonandi bráðum og dæmir og leiðbeinir með fyrsta klipp. En það er ýmislegt fleira, árshátíðin í skólanum á föstudaginn og þetta verður eflaust rokkna stuð. Þemað er ströndin og ýmislegt svona í pokahorninu. Hver önn á að koma með skemmtiatriði og auðvitað verður önnin mín með flottast ;) Við ætlum að setja okkur inn í Baywatch mynd og klippa við Baywatch lagið, audda! :) Þetta verður ótrúlega gaman. En svo hangir alltaf eitthvað á spítunni. Fattaði í gær að þetta er sama helgin og mamma er búin að bjóða okkur í bústað til að halda upp á afmælið sitt! Tja nú er ég í vondum málum. Ég get ekki alveg bakkað út úr árshátíðar nefndinni núna, þar sem ég er svona ein af mjög fáum sem er að skipuleggja og svo langar mig ekkert að hætta við. En þá kemur babb í bátinn, ég get ekki hætt við bústaðarferðina sem búið er að bjóða mér fyrir lifandis löngu. Svo hér með leita ég eftir yndislegum vin sem er að fara út fyrir bæjarmörkin á laugardaginn og er á suðurleið, eða einhverjum frábærum sem langar að skjótast út fyrir bæjinn í frábæran laugardagsbíltúr! :D Er ekki einhver hérna sem ég þekki sem langar í smá ferðlag. Flest ykkar vita hvar þetta er, þetta er Stóra hof. Og ykkur er eflaust boðið í pottinn og fínerí ef ykkur langar! :) HA, HVAÐ SEGI ÞIÐ? EINHVER? HALLÓ!!!? :)
|
sunnudagur, apríl 02, 2006
Fréttir og tónlist
Án efa gerði ég fréttalesninguna mín mun dramatískari áðan þegar ég vitjaði frétta á mbl.is og í eyrunum var tregafullt og tilfinningaþrungið lag ,,Adagio eftir Albinoni" Þótt hluti af fréttunum hafi ekki verið gleðilegur þá var þetta mjög áhrifamikið að lesa yfir fréttir með þessa tónilst.
|