<$BlogRSDURL$>

föstudagur, nóvember 04, 2005

ÞETTA ER ÞVÍ MIÐUR EKKI BRANDARI. 

Eftirfarandi upplýsingar eru ógeðfeldar en áríðandi að komist til skila.
Eftirfarandi gerðist í París nú á dögunum. Það gerðist í leikhúsi að manneskja sem settist í sæti sitt fann að eitthvað stóð upp úr setunni og stakkst í hana .. Þegar hún stóð upp til að athuga málið kom í ljós nál og lítill miði sem á stóð: " Þú hefur hér með smitast af HIV" Rannsóknasetur smitsjúkdóma (Í París) hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að þetta er ekkert einstakt dæmi heldur hefur þessum tilfellum verið að fjölga jafnt og þétt. Allar þær nálar sem hafa fundist á þennan hátt hafa ALLAR reynst HIV jákvæðar. Auk þess sem þessar nálar finnast í leikhúsum og kvikmyndahúsum hafa þær líka verið að finna þar sem maður tekur út peningaseðlana í hraðbönkum !!! Við viljum byðja alla að sýna ítrustu varúð við þessar aðstæður. Öll almenningssæti hvar sem þau eru að finna ætti að skoða varlega áður en sest er í þau. Þeir vilja ennfremur byðja þig að koma þessari tilkynningu áfram til allra sem þú þekkir til að koma í veg fyrir að fleiri smitist á þennan hátt. Þessar upplýsingar hafa verið sendar til allra lögregluembætta í Frakklandi og þeir verið beðnir um að koma þeim áleiðist í sínum heimabæjum.Við höfum einnig verið beðin um að koma þessu áleiðis til eins margra og við getum og vonumst til að þú gerir slíkt hið sama. Með því að taka nokkrar sekundur til að koma þessu áfram getur ÞÚ bjargað mannslífum.

|

Fílingurinn 

Það er ekki sama föstudags fílingurinn í mér eins og í gær. Þá var ég ekkert smávegis til í að það væri föstudagur. En dagurinn er runninn upp og afskaplega rólegt hérna ákkúrat þessa stundina. Ég byrjaði á því að vera geðveikt vinsæl í dag þar sem það var slegist um að fá mig. Ég var komin í tvö verkefni og er í þeim enn. Annað er afskaplega rólegt og tekur jafnlangan tíma og það tekur að hlaða inn spólum í tölvuna. 15 spólur takk fyrir sinnum 60 og reykniði nú! :) Já, þetta tekur nefnilega sinn tíma. En meðan spóla er að rúllast í gegn og fara inn í tölvuna þá fer ég upp í ris og klippi skettsa fyrir Edduna með leikstjóranum. Hún er nú samt upptekin núna í pródusjón fyrir Stelpurnar svo því sit ég hér og hef ekkert að gera nema að blogga einhverja vitleysu. En ekki er öll vitleysan eins. Og svona af því ég er að þessu þá langar mig að segja ykkur frá mjög svo skemmtilegu atviki sem átti sér stað á miðvikudaginn. Sem sagt á þriðjudaginn hringdi mín ástkæra frænka, Kristín, og bauð mér í bíó á miðvikudaginn. Hún og vinkona hennar höfðu unnið miða á myndina, In her shoses. Ég var sótt og við komnar snemma, en í bíóinu hittum við fyrir vinkonu hennar Kristínar, sem vill ekki láta nafn síns getið hér. Við vorum kynntar með virtum og tókumst í hendur eins og vera ber. Ég ákveð síðan að skella mér á klósettið og þegar ég kem til baka er búið að hleypa inn í salinn. Ég stend þar í dágóða stund að leita að stelpunum sem var afskaplega erfitt sökum ljósleysis. Kristín vinkar mér síðan og kem til þeirra. Þær voru að taka frá ein 9 sæti þar sem við voru, það mörg, að fara í bíó. Vinkona Kristínar stendur þeim megin sem ég kem að sætunum en Kristín hinu megin við. Ég svona reyni að smegja mér fram hjá henni og segi ,,fyrirgefðu" Þá er ég bara frontuð og segir ,,þessi sæti eru upptekin" , ,,já er það" segi ég, ,,ég ætla samt að setjast hérna" ,,Nei þau eru upptekin" og ég geri mér grein fyrir því þarna að hún er ekkert að grínast með þetta (lélegt minni, eða hvað?) ,,Jú ég ætla að setja þarna" ... og svona gengur þetta örlitla stund og ég spila bara með henni (nema hvað að hún var ekki að spila, og ég var bara að djóka) Núna er hún búin að snúa baki í mig og fylla ganginn. Kristín kemur að og sér að vinkona sín er eitthvað að misskilja og reynir að bjarga henni úr þessu á þægilegan hátt. Og segir við mig ,,eigum við ekki bara að setjast hérna í miðjuna?" Og vinkona hennar heldur áfram að tyggja á því að sætin séu upptekin. Ég held bara áfram að bulla og segi ,,fyrirgefðu ég er aðeins að tala við hana" og síðan allt í einu æpir hún uppfyrir sig ,,María!! Djók, ég vissi ekki að þetta varst þú" og fór í algjöran kúk. hehehe... ég verð nú bara að segja að ég hef aldrei hitt jafn skemmtilega manneskju, og svona skemmtileg fyrstu kynni. Þetta var alveg magnað. Frá og með þessum degi er þessi vinkona Kristínar mín uppáhald frænku vinkona (finnst samt allar hinar æðislegar, það er bara engin eins og hún) og ég óska mér þess að fá að hitta hana aftur.
Og það er ekkert útlit fyrir að ég sé að fara að klippa aftur, svo kannski ég þýði þessar sögu mína yfir á ensku... því hvað annað getur maður gert þegar maður er að lóda spólum. Allavegana er spóla 2 komin í tækið... úff... too many to go!
En góða helgi! ;)

|

mánudagur, október 31, 2005

Geggjað flott... 

Var svona í seinni kanntinum á leiðinni heim úr vinnunni... er að labba upp að húsinu þegar mér er litið upp í himininn og VÁÁÁ!!! Ég hljóp inn og kallaði ,,Komi þið út, það eru mega flott norðurljós hérna" Það ruku allir upp til handa og fóta og hlupu út. Þetta voru flottustu norðurljós sem ég hef séð. Hvít, græn, bleik og fjólublá og rosalega stór og út um allt! Og dansandi alveg á fullu. :)
Langaði að deila þessu með ykkur, "it made my day" þó hann sé næstum liðinn.

|

Spenna dagsins 

Spenna dagsins var þegar húfan hans Óla festist á þakinu á Naustinu um hádegið. Hann fór sem sagt og keypti sér að borða en í bakaleiðinni fauk húfan af honum og upp á þak. Það tók liðlegan hálftíma að fá húfuna til að koma niður, en það gerðist með hjálp vindsins. Svo síðustu mínóturnar sýndi ég honum smá stuðning og stóð spennt með honum og biðum eftir því að húfan kæmi. Svaka spennó! :D

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?