föstudagur, febrúar 11, 2005
Þegar Unnur hitti stokerinn sinn!
Förum nú aðeins aftur í tíman, eða fram á miðvikudagskvöld. Fólk í bænum að fagna öskudegi og margir orðnir ansi léttir. Ég sit með Unni, Ara og Steinunni á Ölstofunni og höfum það gott. Ég og Steinunn örugglega búnar að slá met í miðvikudagssetu enda búnar að vera þarna síðan hálf níu og klukkan er tvö. (Búnar að sitja af okkur ansi margt fólk). Það er tími á heimferð með viðkomu í Lélegt í Öskjuhlíðinni þar sem skrítnafólk næturinnar safnast saman. Steinunn og Ari hlaupa inn enda orðin svöng og ég og Unnur löllum á eftir þeim. Þegar inn er komið tekur á móti Unni stór skrítinn strákur með sólgleraugu og mænir á hana. Sem von og vísa lýst Unni ekkert á þetta. Hann segir þá við hana ,,ég veit hver þú ert." Og Unnur yfir sig hissa því hún kannast ekkert við skrítna kauðann. ,,Þú heitir Unnur" Unnur spyr þá hvernig hann þekki sig. ,,Þú panntar oft pizzu á Dominus, ég er sendill." Ekki lengi eftir þetta förum við Unnur út á meðan hin klára matinn. Unni lýst nú ekkert á manninn og segir að það séu allavegana 3 mánuðir síðan hún panntaði pizzu síðast á Dominos. En ég veit ekki hvað hún hefur gert til þess að heilla ansans pizzusendilinn upp úr skónum. Hún á greinilegan aðdáanda sem heimsækir hana oft. :p En fjárans pizzusendill, þetta verður ekki til þess að hún pannti pizzu á næstunni hjá þeim...
|
þriðjudagur, febrúar 08, 2005
Saltkjöt og baunir 3000 kall!
Veit ekki alveg hvað mér á að finnast um þessa 3 tilefnisdaga sem umlykja okkur í dag á Þorranum. Nú í gær var bolludagur og allir landsmenn flykkjast út í bakarí til að kaupa bollur eða þeir efnilegustu baka þær sjálfir. Þessi dagur hefur alltaf verið skemmtilegur í minningunni. Á þessum degi er í lagi að lemja fólk og maður fær laun fyrir! Nee ekki alveg maður fær tilefni til þess að flengja alla í því skyni að fá bollu að laun. :) Skemmtilegt bara, en mér hefur aldrei fundist neitt spennandi að borða þessar bollur nema það að á þeim er súkkulaði, en ég borða yfirleitt ekki rjóma. Síðan í dag fær maður yfirmátalega salt kjöt... og það er svona la la... en skemmtilegast af öllu þessu er morgundagurinn. Hérna í gamla daga tókum við vinkonurnar þennan alltaf með trompi og fórum út í öllum veðrum í allskonar búningum. Hérna var sko lagt á sig að vakna fyrir allar aldir á frídegi! Já svona er þetta... :) skemmtið þið ykkur!
|
Íslensk náttúra
Ef að gengur illa þér
urtarnöfnin muna,
skaltu bara blaða í mér
bæta þekkinguna.
Göngumanninn gleðja hér,
grösin, blóm og runna.
Fjallajurtin fegurst er
í faðmi náttúrunnar.
Veitið aldrei vinjum sár
verndið skógarrjóður.
Þá mun dafna um ótal ár
okkar jarðargróður.
Svo fallegt. Þegar ég les þetta ljóð yfir þá sé ég alla íslensku náttúruna fyrir mér og langar bara út í græna fallega grasið og fríska fjallaloftið. Sé Þórsmörk eða Hornstrandir í hyllingum... oh hvað ég er með sumarið á heilanum... Get heldur ekki beðið til sumarsins þar sem ég var eiginlega að fá vinnu í Chicago/Wisconsin í nokkrar vikur í lok sumarsins. Get ekki beðið eftir að sumarið byrjar með ferðum um landið og löngu nóttunum... :) úff vá, verð að hætta þessu áður en ég verð geðveik!
|
urtarnöfnin muna,
skaltu bara blaða í mér
bæta þekkinguna.
Göngumanninn gleðja hér,
grösin, blóm og runna.
Fjallajurtin fegurst er
í faðmi náttúrunnar.
Veitið aldrei vinjum sár
verndið skógarrjóður.
Þá mun dafna um ótal ár
okkar jarðargróður.
Svo fallegt. Þegar ég les þetta ljóð yfir þá sé ég alla íslensku náttúruna fyrir mér og langar bara út í græna fallega grasið og fríska fjallaloftið. Sé Þórsmörk eða Hornstrandir í hyllingum... oh hvað ég er með sumarið á heilanum... Get heldur ekki beðið til sumarsins þar sem ég var eiginlega að fá vinnu í Chicago/Wisconsin í nokkrar vikur í lok sumarsins. Get ekki beðið eftir að sumarið byrjar með ferðum um landið og löngu nóttunum... :) úff vá, verð að hætta þessu áður en ég verð geðveik!
mánudagur, febrúar 07, 2005
Í sól og sumar yl...
...ég samdi þetta lag. Í sól og sumar yl...
Já þegar svona er statt á veðrinu, hver hlakkar þá ekki til sumarsins? Íslenskasumarnóttin eru engu lík. Hvar annarstaðar í heiminum er hægt að rugla deginum komplet? Hvar annarstaðar er hægt að vera úti í náttúrunni á hvaða tíma dags og sjá alltaf jafn vel? Þegar svona er statt þá hugsar maður aftur í tíman til gömlu góðu sumardagana og þunglyndis skýjið víkur fyrir sólinni. :) já mikið hlakka ég til. Og mikið vona ég að þetta verði gott sumar.
Það er nú svo sem ekki mikið í fréttum. Helgin var ósköp róleg... Gerði nánast ekki neitt, vídeógláp á föstud., og gestir á laugard.kvöldið, kíkti í bæinn á sunnud. með Hillu og Þóru. Þetta átti að vera bíóferð sem endaði á Vegamótum og í ísbíltúr því við komum of seint í bíó og það var röð út úr dyrum. Við kíktum líka á útsöluna í skífunni og misstum okkur þar, fult sem hægt er að kaupa, verst að vera fátækur námsmaður. En ég leifði mér að kaupa 2 diska. Samtals kostuðu þeir 1500 kr. Sem er fínt verð. Það er allveg ótrúlegt þetta með útsölur. Vörur almennt kosta mjög mikið hérna, föt, skór, geilsadiskar, DVD og margt fl. Svo koma útsölur og þær eru rosalegar. 50% afsláttur, 75% afsláttur, en málið er bara að búðirnar hafa allveg efni á þessu því þegar þessi afsláttur er veittur að þá er varan komin niður í verðið sem hún á að kosta. Verst bara að það er ekki hægt að hafa útsölur á mat!
Góður: http://www.hugi.is/hahradi/bigboxes.php?box_id=51208&f_id=1253
|
Já þegar svona er statt á veðrinu, hver hlakkar þá ekki til sumarsins? Íslenskasumarnóttin eru engu lík. Hvar annarstaðar í heiminum er hægt að rugla deginum komplet? Hvar annarstaðar er hægt að vera úti í náttúrunni á hvaða tíma dags og sjá alltaf jafn vel? Þegar svona er statt þá hugsar maður aftur í tíman til gömlu góðu sumardagana og þunglyndis skýjið víkur fyrir sólinni. :) já mikið hlakka ég til. Og mikið vona ég að þetta verði gott sumar.
Það er nú svo sem ekki mikið í fréttum. Helgin var ósköp róleg... Gerði nánast ekki neitt, vídeógláp á föstud., og gestir á laugard.kvöldið, kíkti í bæinn á sunnud. með Hillu og Þóru. Þetta átti að vera bíóferð sem endaði á Vegamótum og í ísbíltúr því við komum of seint í bíó og það var röð út úr dyrum. Við kíktum líka á útsöluna í skífunni og misstum okkur þar, fult sem hægt er að kaupa, verst að vera fátækur námsmaður. En ég leifði mér að kaupa 2 diska. Samtals kostuðu þeir 1500 kr. Sem er fínt verð. Það er allveg ótrúlegt þetta með útsölur. Vörur almennt kosta mjög mikið hérna, föt, skór, geilsadiskar, DVD og margt fl. Svo koma útsölur og þær eru rosalegar. 50% afsláttur, 75% afsláttur, en málið er bara að búðirnar hafa allveg efni á þessu því þegar þessi afsláttur er veittur að þá er varan komin niður í verðið sem hún á að kosta. Verst bara að það er ekki hægt að hafa útsölur á mat!
Góður: http://www.hugi.is/hahradi/bigboxes.php?box_id=51208&f_id=1253