sunnudagur, janúar 14, 2007
Nýtt
Svei mér þá alltaf verið að betrum bæta og svona! Bloggarar á blogspot.com eru komnir með gmail akkánt! :p
Vikunni lauk á skemmtilegri vinnu, þar sem ég sat og klippti Stelpurnar allan föstudaginn og hló endalaust. Þær eru svo frábærar. Fór svo á kaffihús með ný stofnuðum saumaklúbb. Nokkrar vinkonur úr FÁ ætla að hittast reglulega og gera eitthvað skemmtilegt! Hlakka til næst! :) Laugardagurinn rann svo inn fallegur og mildur. Fjöldahjálparæfing neyðarvarna Rauða krossins fór fram í Varmárskóla. Þar lékum við Eyrún blaðamenn og var þetta bara skemmtilegt. Alltaf gaman að taka þátt í þessu. Kannski ég taki upp á því að endurnýja fjöldahjálparstjóra skírteinið mitt. Svo var von á ömmu og Ólafíu í mat og gæddum við okkur á pizzu, hrúguðum svo nammi í skál og horfðum á Memory of Geisha en flest allir í fjölskyldunni voru búnir að lesa bókina. Ég var að horfa á hana í 3 skiptið og finnst hún allataf jafn góð. :)
|
Eins og mér fannst ég vera sniðug og hafa mynd vikunnar þema hérna, þá ætla ég að leggja það niður, allavegana um tíma.
Yndisleg helgi tekur rólegan enda.

Mikið afskaplega var gott að sofa út :) Það er ekki margt upp á teningum og bíð ég bara eftir að komast á hitting Bíódaga í kvöld en Eins og skeppnan deyr er sýnd. Ég veit ekkert um hvað myndin er en búin að bíða eftir að sjá hana! :)