fimmtudagur, janúar 15, 2004
bara "alvöru"
Mikið er alvöru kók miklu betra en eitthvað diet sull. Er búin að vera að drekka diet kók því ég hélt að allvöru kókið væri búið. Komst svo að því í dag að það hefur bara enginn nennt að filla á.
?
Hvort er alvöru skrifað með tvem ellum eða einu??? Nei það lítur betur út með einu og það hljómar ekki rétt ef maður setur tvö. Eða hvað? -segir maður ekki annars tvem, eða tveimur, eða tveim? Úff... allveg þoli ég ekki svona stafsetningar dæmi.
jæja þá kláraði þvottavélin, og stutt í að hléið mitt verði búið.
Fór og skoðaði gítar í gær. Oh það var svo gaman. Sá einn á $280 á reyndar eftir að kíkja á annan stað, vona að þeir séu ódýrari. Já loksins loksins er ég að fara að gera eitthvað í gítarkaupunum :) Kannski maður geti spilað eitthvað skemmtilegt þegar maður kemur heim... Svo sá ég líka trommur í gítarbúðinni. Oh hvað mig langar að læra á trommur. Verst bara að ég get ekki lært á trommur hérna og keypt, þá yrði ég að pannta sérstakan gám fyrir dótið mitt þegar ég færi heim. Held ekki allveg... Stefni á það að í fertugs afmælisgjöf til mín fæ ég mér trommur og stofni bílskúrsband. Verð eins og gellan í Freaky Friday. ;) En nóg af bulli... þarf að fara að gera mig reddý og það sittist í að vekja guttan.
Spekidagsins; Úr einhverju lagi með Stjórninni eða eitthvað allavegana glymur rödd Siggu Beinteins í hausnum á mér... ;)
,,Láttu þér líða vel, því leikur einn það er..."
|
?
Hvort er alvöru skrifað með tvem ellum eða einu??? Nei það lítur betur út með einu og það hljómar ekki rétt ef maður setur tvö. Eða hvað? -segir maður ekki annars tvem, eða tveimur, eða tveim? Úff... allveg þoli ég ekki svona stafsetningar dæmi.
jæja þá kláraði þvottavélin, og stutt í að hléið mitt verði búið.
Fór og skoðaði gítar í gær. Oh það var svo gaman. Sá einn á $280 á reyndar eftir að kíkja á annan stað, vona að þeir séu ódýrari. Já loksins loksins er ég að fara að gera eitthvað í gítarkaupunum :) Kannski maður geti spilað eitthvað skemmtilegt þegar maður kemur heim... Svo sá ég líka trommur í gítarbúðinni. Oh hvað mig langar að læra á trommur. Verst bara að ég get ekki lært á trommur hérna og keypt, þá yrði ég að pannta sérstakan gám fyrir dótið mitt þegar ég færi heim. Held ekki allveg... Stefni á það að í fertugs afmælisgjöf til mín fæ ég mér trommur og stofni bílskúrsband. Verð eins og gellan í Freaky Friday. ;) En nóg af bulli... þarf að fara að gera mig reddý og það sittist í að vekja guttan.
Spekidagsins; Úr einhverju lagi með Stjórninni eða eitthvað allavegana glymur rödd Siggu Beinteins í hausnum á mér... ;)
,,Láttu þér líða vel, því leikur einn það er..."
miðvikudagur, janúar 14, 2004
ekkert
jæja nú sést ekkert athugavert við þetta... bloggið tók bara allt í einu upp á því að byrta ekki íslenskastafi... :( en sýnist að þetta hafi reddast... ;)
|
ömurlegt
mikið hræðilega er þetta blogg stundum glatað og leiðinlegt og ömurlegt...
ætla að gera aðra tilraun til byrtingar.
|
ætla að gera aðra tilraun til byrtingar.
o.fl.
Var að setja inn fl. myndir. Fór loksins út og bjó til snjókall. :)
humm ef ég ætti að segja eitthvað spekingslegt þá mindi ég vitna í bókin sem ég fékk í jólagjöf frá ömmu. Og þar sem ég er mjög hamingjusöm þessa dagan því það eru bara 80 dagar í hana Önnu mína ;) þá ætla ég að vitna í eitthvað hamingjusamlegt! ,,Að vera án þeirra hluta sem þú telur þig þarfnast, er óaðskiljanlegur hluti þess að vera hamingjusamur." Bertrand Russell) Í ljósi þessarar speki verð ég ekki fullkomlega hamingjusöm fyrr en ég sé hana Önnu mína. Og hamingjan mun dvína þegar hún fer en eykst aftur þegar ég hitti fleirra fólk t.d. hana Fríðu frænku í Orlando í mai. Svo þegar heim er komið í haust munu hlutir í Ammeríkunni vera hlutir af hamingju minni og ég mun ekki verða fullkomlega hamingjusöm fyrr en ég fer aftur til Ammeríkunnar. Og þá vantar mig hlutina heima á Íslandi og verð því ekki fullkomlega hamingjusöm. Þetta leiðir til þess að lífið mitt verður einn stór vítahringur. Svo ég mæli ekki með svona löngum utanlandsförum ef þið viljið ekki lenda í vítahring hamingjunnar. En þar sem þessi bók er svo spekingsleg fann ég lausn á vanda mínum. Ég þurfti reyndar að leita alla leið til Kína en það tókst, bara verst að það er vetur núna. ,,Viljirðu vera hamingjusamur einn dag, drekktu þig fullan. Viljirðu vera hamingjusamur í þrjá daga, slátraðu grísnum þínum og borðaðu hann. Viljirðu vera hamingjusamur í eina viku, giftu þig. Viljirðu vera hamingjusamur alla þína daga, ræktaðu blóm." En maður verður að fara vel með gæfun og hamingjuna. Svo fyrir þá sem eru þegar hamingjusamir og hafa fundið gæfuna. Við ykkur vil ég segja... ,,Gæfan er eins og kona; þeim mun meira sem hún gerir fyrir okkur, því meira heimtum við af henni." (Napóleon Bónaparte, en hann var líka bara fífl...) Svo kemur eitt mjög skáldlegt, íslenskt, viturlegt og ef til vill satt
,,Það er gæfa sem segir sex
ef í sífellu vex hún og vex;
en ýmsa mun gruna
að gott sé að muna
að gæfan er brothætt sem kex." (Hrólfur Sveinsson) (hvað ætli hann sé að meina með sex, ætli þetta sé enskusletta? eða þurfti hann bar eitthvað sem rímaði við kex?)
Já og þar hafi þið það. Hér með líkur hugveltu minni um hamingjuna, gæfuna og lífið.
Lifið heil. :)
|
humm ef ég ætti að segja eitthvað spekingslegt þá mindi ég vitna í bókin sem ég fékk í jólagjöf frá ömmu. Og þar sem ég er mjög hamingjusöm þessa dagan því það eru bara 80 dagar í hana Önnu mína ;) þá ætla ég að vitna í eitthvað hamingjusamlegt! ,,Að vera án þeirra hluta sem þú telur þig þarfnast, er óaðskiljanlegur hluti þess að vera hamingjusamur." Bertrand Russell) Í ljósi þessarar speki verð ég ekki fullkomlega hamingjusöm fyrr en ég sé hana Önnu mína. Og hamingjan mun dvína þegar hún fer en eykst aftur þegar ég hitti fleirra fólk t.d. hana Fríðu frænku í Orlando í mai. Svo þegar heim er komið í haust munu hlutir í Ammeríkunni vera hlutir af hamingju minni og ég mun ekki verða fullkomlega hamingjusöm fyrr en ég fer aftur til Ammeríkunnar. Og þá vantar mig hlutina heima á Íslandi og verð því ekki fullkomlega hamingjusöm. Þetta leiðir til þess að lífið mitt verður einn stór vítahringur. Svo ég mæli ekki með svona löngum utanlandsförum ef þið viljið ekki lenda í vítahring hamingjunnar. En þar sem þessi bók er svo spekingsleg fann ég lausn á vanda mínum. Ég þurfti reyndar að leita alla leið til Kína en það tókst, bara verst að það er vetur núna. ,,Viljirðu vera hamingjusamur einn dag, drekktu þig fullan. Viljirðu vera hamingjusamur í þrjá daga, slátraðu grísnum þínum og borðaðu hann. Viljirðu vera hamingjusamur í eina viku, giftu þig. Viljirðu vera hamingjusamur alla þína daga, ræktaðu blóm." En maður verður að fara vel með gæfun og hamingjuna. Svo fyrir þá sem eru þegar hamingjusamir og hafa fundið gæfuna. Við ykkur vil ég segja... ,,Gæfan er eins og kona; þeim mun meira sem hún gerir fyrir okkur, því meira heimtum við af henni." (Napóleon Bónaparte, en hann var líka bara fífl...) Svo kemur eitt mjög skáldlegt, íslenskt, viturlegt og ef til vill satt
,,Það er gæfa sem segir sex
ef í sífellu vex hún og vex;
en ýmsa mun gruna
að gott sé að muna
að gæfan er brothætt sem kex." (Hrólfur Sveinsson) (hvað ætli hann sé að meina með sex, ætli þetta sé enskusletta? eða þurfti hann bar eitthvað sem rímaði við kex?)
Já og þar hafi þið það. Hér með líkur hugveltu minni um hamingjuna, gæfuna og lífið.
Lifið heil. :)
þriðjudagur, janúar 13, 2004
Snilldin ein
þar sem ég hef ekkert mikið að segja... og ekkert margt tækt gerst í nokkurn tíma... þá... Sá líka þessar snilldar konu um daginn. Þetta var svertingjarkona svona um fimmtugt, lítil og þybbin. Hún var með dreddlokka og svona þykka ullarhúfu sem maður fær í Spútnik, töffaragleraugu (silfurumgjörð) sem lágu framan á nefninu og í gráum jogginggalla. Í annari hendinni hélt hún svo á trommukjuðum. Þessi var sko töffari. Í eftir dragi var kona á svipuðum aldri, samt ekk eins kúl í klæðaburði og dró í sífellu upp tissjú úr úlpuvasanum. Töffarakonan var í sífellu að kalla á hana að drattast úr sporinu því hún labbaði svo hægt. Þessar tvær voru sko flott teimi. Ég er allveg viss um að þær séu í hljómsveit, tommukjuðarnir benda til þess og svo var hæga konan að syngja eitthvað lag... :D oh, bara að ég hefði verið með myndavélina :(
Gleðifréttir í dag...
Anna systir er að koma í apríl... Jahúúúú... 2. - 12. apríl. Oh ég er svo glöð... :) ég hreinlega bara trúi þessu ekki... :D :D :D :D :D :D :D :D svo er planið að skella sér til Orlando í mai að hitta Fríðu frænku! ;)
Tilvitnun dagins; (sem hefur ekki enþá hlotið nýtt nafn) og er mjög spekingslegt í dag...
,,Þeim var ég verst er ég unni mest." -Og hver fór með þessi fleygu orð?-
|
Gleðifréttir í dag...
Anna systir er að koma í apríl... Jahúúúú... 2. - 12. apríl. Oh ég er svo glöð... :) ég hreinlega bara trúi þessu ekki... :D :D :D :D :D :D :D :D svo er planið að skella sér til Orlando í mai að hitta Fríðu frænku! ;)
Tilvitnun dagins; (sem hefur ekki enþá hlotið nýtt nafn) og er mjög spekingslegt í dag...
,,Þeim var ég verst er ég unni mest." -Og hver fór með þessi fleygu orð?-