<$BlogRSDURL$>

föstudagur, september 08, 2006

Aftur til fortíðar 

Eins og svo margir vita hef ég eytt miklum af mínum frí tíma í að horfa á fyrstu seríu Baywatch þáttanna og í dag tókst mér að byrja á annari seríunni. Eftir mörg ár hef ég endur vakið aðdáun mína og gömlum vinum sem dvöldu ekki lengi við. Alla vegna ekki jafn lengi og goðið sjálft David Hasselhoff. Þau eru fyrrum sjónvarps parið Shauni & Eddie, eða Erika Eleniak og Billy Warlock. Eftir að þau hættum í Baywatch (annar linkur) missti ég aðeins sambandið við þau, en veit að Erika hefur mikið verið í Playboy og einhverjum sjónvarps þáttum og myndum, og Billy hefur verið í ýmsum sjónvarps þáttum, meðal annars Days of our lives. Endurfundirnir hafa verið stórkostlegir og margt hefur rifjast upp og meðal annars hef ég komist að ýmsu um sjálfa mig. Allavegana nokkra hluti sem ég gæti alveg tengt áhorfs ungs barns á Baywatch, uppvöxt þess og hugmyndir til lífsins ;) T.d. er það hræðsla mín við stóran ógnvekjandi fisk sem býr lengst ofan í djúpu vatni en ég tengi það við hákarla þáttinn ógurlega. Svo er það unun mín á vatni og rauðum fötum, stæltum karlmönnum og brjóst. Mamma kom með góðan punkt áðan, sem hjálpar sumum að skilja áhorf mitt og skildkvenna á þessa þætti. Mamma var að horfa álengdar á sjónvarpið og spyr hvort þetta sé eitthvað grín. Ég sagði henni að þetta væri þáttum gerður af fullri alvör, þetta er Baywatch! :)

Mynd vikunnar
Þar sem ég er á leið til útlanda næstu þrjár vikur, eða svo hef ég ákveðið að birta mynd vikunnar snemma. Ég veit ekki hversu mikinn tíma ég mun gefa sjálfri að vafra á netinu í leit að hugmyndum og því er myndin færir næstu viku hér. Ég fór nokkrar krókaleiðir við að finna réttu myndina en byrjaði á því að slá inn orðið "hairy" á google og fann þá fullt af viðbjóðslegum myndum. Næst datt mér í hug "hippy" og út frá því fann ég þetta; Psychedelic. Nánari upplýsingar má finna hér. Myndin er því tileinkuð minnihluta hópnum, ,,hippar".

|

mánudagur, september 04, 2006

http://video.google.com/videoplay?docid=-4846331842505598082&q=accidents

|

sunnudagur, september 03, 2006

Nýung 

Ætla að kynna hér til leiks, nýjung sem mér var að detta í hug. Ég ætla að vera með vikulega mynd hérna í síðunnni og tileinka hana einhverjum minni hluta hóp.
Og í þessari viku er þetta svolítið kaldhæðnislegt þar sem minnihluta hópurinn er; frjálslega vaxið fólk.

|

,,Ég á líf, mamma. Glaða lund, systir. Ég er ALSÆL..." 

...og útrúlega hress.
Síðastliðinn föstudag, hittumst við fjórar fræknar frænkur og skiptumst á glaðning eftir að hafa setið matarboð hjá ömmu sem kom færandi hendi frá Danmörku, með skinku og spögepölse. Eftir mikið át var svo hladið í nammileiðangur fyrir fyrirhugað imbakvöld okkar frænkna. Við systurnar vorum með glaðning og hinar systurnar líka. Við komum með fyrstu lögregluskólamyndina en þær frænkur voru með fyrstu tvær seríurnar af Baywatch. :)
Í gær var svo Mojo partý, og þar sem þemað var rautt, og ég á lítið sem ekkert rautt og því skellti ég mér í Kringlu í leiðangur. Ég hef ekki farið þangað í marga mánuði, og leið eins og ég væri í útlöndum. Sem var frábær upplifun. Næsta upplifun sem var engu síðri var sú þegar ég beið eftir strætó. Þegar ég kom út á stoppistöð var nokkur tími í að strætó kæmi svo ég sat bara á gras bletti og beið og horfði í kringum mig á allt og ekkert. Þá rann upp fyrir mér að þetta hafði bara ekki gerst lengi og að ég ætti mér líf aftur. Hefði tíma til að slappa af og bíða eftir strætó og vera slétt sama þó síðast vagnin hefði verið ný farin.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?