<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Einhvertíman verður allt fyrst 

Já þá er vikan byrjuð að rúlla og ýmislegt á döfunni meðal annars Dægurmála útvarp rásar 2 en skellti mér í smá viðtal þangað í dag og sagði pínulítið af Á flótta leiknum ásamt Þóru. Mjög áhugavert og ferlega skrítið að hlusta á sig í útvarpinu! (þeir sem eru mega forvitnir klikkið hér)
Var á foreldra fundi forvitna foreldra barna sem taka þátt í næsta flóttaleik. En hann verður einmitt núna um helgina. Þetta var bara mjög gaman og alltaf lúmskt skemmtilegt að vera miðja athygglinnar og vera ógeðslega klár ;) :p
Já svo er leiðbeinendafundur og Gambíu fundur á morgun og eitthvað á fimmtudaginn og afmæli á föstudaginn og leikur um helgina og bara fullt að gerast! ;)
Og lokaverkefnið í skólanum er að riðja sér til rúms í lífinu og tökur á því á fimmtudaginn eftir hádegi. Er einmitt að leyta af góðu fólki í þetta... sennilega komnir... á eftir að heyra af einum.
Já... held að ég segi bara ekkert fleira...
áf víder sæn ;)

|

mánudagur, nóvember 21, 2005

Hummm... 

jájá... afmæli urkí var um helgina... ungmennahreyfingin loksins orðin 20 ára. Þetta var bara mjög næs en það hefði verið skemmtilegra að sjá fleirri og fleirri fyrrum sjálfboðaliða. En svona er þetta. Já já... var að bæta inn 2 linkum...

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?