<$BlogRSDURL$>

laugardagur, október 22, 2005

Bara fyndið!!! :D 

Kathy sendi mér góða auglýsingar... "US states have these events to promote agriculture and farming"
L.A county fair...
Út í búð
Leikskólinn

og svo bara eitthvað fl.
http://www.visit4info.com/details.cfm?adid=3421
http://www.visit4info.com/details.cfm?adid=8648
afhverju ekki að æfa ballett strákar?
Viagra
:D:D:D best
Dodge Best friends

|

föstudagur, október 21, 2005

Einu sinni var... 

Endur fyrir löngu, í landi langt langt í burtu, rakst falleg, sjálfstæð og sjálfsörugg prinsessa á frosk þar sem hún sat og velti vöngum yfir vistfræðilegum álitamálum við bakka ómengaðrar tjarnar á fagurgrænu engi nálægt kastalanum sínum. Froskurinn stökk upp í kjöltu prinsessunnar og sagði: Fagra frú, ég var eitt sinn gjörvilegur prins en grimm norn lagði á mig álög. Ef þú smellir á mig einum kossi mun ég aftur verða að þeim snotra prinsi sem ég raunverulega er. Þá getum við, mín kæra, gifst og stofnað heimili í kastalanum þínum. Þú getur framreitt málsverði fyrir mig, þvegið klæði mín, alið börnin mín og fundið til þakklætis og hamingju um alla eilífð.
Sama kvöld sat prinsessan yfir málsverði sínum - léttsteiktum froskalöppum - og hló lágt með sjálfri sér: Ég held nú fokking síður!
MUNUM EFTIR KVENNAFRÍDEGINUM Á MÁNUDAGINN.......

|

fimmtudagur, október 20, 2005

Ástin og Tyrkland 

Og þá er maður komin heim úr stór skemmtilegri ferð frá Tyrklandi. Ég náði pínu lit á síðustu sólardögu Tyrklands áður en veturinn kemur. :) Þetta var skemmtilegt, krefjandi og rosalega lærdómsríkt. Eins gott að þetta var lærdómsríkt því til hvers er starfsnám. Svo er það skemmtilegasta við þessa ferð er að ég get ofsalega lítið sagt ykkur frá henni þið verðið bara að horfa á Ástarfleyið sem hefst einmitt í kvöld á Sirkus og verður alla fimmtudaga. Ég mæli með þessum þætti því þetta eru frábærir krakkar og það sem hefur ekki gerst þarna, ó boy ó boy... :)
En ég ætla að halda áfram í vinnunni... see ya...

|

miðvikudagur, október 19, 2005

Jafnrétti 

Konur - leggjum niður störf
Jafnrétti núna!

Nú gefst kjörið tækifæri til að taka þátt í að skapa kvennasögu Íslands og láta til sín taka í baráttunni fyrir jafnrétti því hinn 24. október næstkomandi verður kvennafrídagurinn endurvakinn en þá eru liðin 30 ár frá kvennafríinu 1975.
Konur eru hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:08 en þá hafa þær unnið fyrir launum sínum, ef litið er til munar á atvinnutekjum karla og kvenna sem eru 64,15% af launum karla. Samkvæmt þessu eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum, eftir fimm tíma og átta mínútur (miðað er við vinnudag kl. 9-17).

Kröfuganga verður farin frá Skólavörðuholti klukkan 15, niður Skólavörðustíg og að Ingólfstorgi. Yfirskrift göngunnar er ,,Konur höfum hátt" og eru konur hvattar til að taka með sér eldhúsáhöld, svo sem potta og járnsleifar eða ásláttarhljóðfæri til að framkalla hávaða. Hugmyndin er sú að konur hafa verið hljóðar of lengi og nú er kominn tími til að við látum í okkur heyra og krefjumst jafnréttis núna! Til að kröfugangan verði litrík og áhrifamikil, er fólk eindregið hvatt til að mæta með kröfuspjöld, fána og hvaðeina.

Á Ingólfstorgi verður baráttufundur kl. 16, þar sem haldnar verða stuttar barátturæður og flutt menningardagskrá.

Markmið kvennafrísins er það sama og fyrir 30 árum, að sýna fram á verðmæti vinnuframlags kvenna fyrir íslenskt efnahagslíf. Hvergi í heiminum er atvinnuþátttaka kvenna jafnmikil og hér á landi.

Þau samtök sem eiga aðild að því að undirbúa viðburði til að minnast merkisviðburða í sögu íslenskra kvenna á þessu ári eru: Femínistafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennakirkjan, Kvenréttindafélag Íslands, Kvennasögusafn Íslands, Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands, Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, Samtök um kvennaathvarf, Stígamót og UNIFEM á Íslandi. Kvennafundurinn á Þingvöllum 19. júní var afrakstur þessa samstarfs. Heildarsamtök launamanna koma einnig að undirbúningi kvennafrídagsins 24. október. Þau eru: ASÍ, BHM, BSRB og KÍ.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?