<$BlogRSDURL$>

föstudagur, desember 12, 2003

hitti ólöglegan innflytjenda í dag, hún er búin að vera hérna í 16 ár. Pælið í þessu 16 ár. Og hún getur aldrei farið heim því þá gæti hún ekki komið aftur. Mér finnst þetta svakaleg tilhugsun og er þakklát fyrir árið mitt hérna. Reyndar ætlaði systri hans pabba að vera í ammeríku í eitt ár, hún kom aldrei aftur. Gifti sig og eignaðist fjölskyldu! ;) en ég ætla mér nú ekki að gera það nema ég finni einhvern sjúklega ríkan sem getur borgað fyrir mig flugmiða til Íslands hvenær sem ég vil og ég gæti verið þar eins lengi og ég vil og ég gæti boðið eins mörgum og ég vil í heimsókn ;) hehe... like that will ever happen!

Helgin
Já þá er helgin enn og aftur komin. Enn ein vikan sem hefur flogið áfram. Það er aldrei að vita hvað gerist um þessa blessuðu helgi. Það er svo gaman að hafa þetta óráðið :) En ætla að skella mér á kaffihús á eftir, það eitt er víst. Svo var reyndar vinkona mín hérna að bjóða mér í partý á morgun á einhverjum skemmtistað hérna. Frítt áfengi frá 21-22 svo ég er ekki vafa um að ég fari þangað og ég get boðið eins mörgum og ég vil. Mick var að segja mér að þetta er ekkta amerískur sportbar, stór sjónvörp út um allt, enda er hann staðsettur beint fyrir aftan Wrigley Field sem er hafnaboltaleikvangurinn hérna. Svo fer sunnudagurinn bara í leti og hreingerningarstad. hehe... en segi bara seinna frá helginni... það er aldrei að vita hvað gerist ;)

Tilvitnun dagsins: (vitnað í fyrsta íslenska og flottasta júróvissionlag ever...)
,,Tíminn líður hratt á gervihnattar öld. Hraðar sér hvern dag, hraðar sér hvert kvöld."

|
Sjónvarpsþættir
Allveg hef ég fundið uppáhalds teiknimynda þáttinn minn, SpongeBob Squarepants. Hann slær Simpsonfjölskyldunni allveg við og... (og ég man ekki fl. nöfn á teiknimyndaþáttum). En allvegana, þetta er brjálæðiselga fyndið og snilldarlega vitlaust, bara að láta sér detta þetta í hug. Ætla að finna þann sem semur þetta og giftast honum. (en hann lýtur örugglega allveg eins út og SpongeBob svo ég ætla bara að finna hann). Þetta er næstum því jafn gott og Bóla (OMG sagði ég þetta... :S)

Jólin
Já nú er svona orðið næstum óhætt að tala um jól án þess að helmingjur þjóðarinnar hoppi upp í loft og fari yfir um af æsingi yfir að þetta tal sé of snemmt. ,,Það væri réttast að sekta fólk sem talar eða gerir nokkuð með jól fyrir 1. des." Og sumum finnst meira að segja 1. des. vera of snemmt. Persónlega finnst mér það OK! þá er ekki mánuður til jóla. En allavegana þá er sko orðið jólalegt hérna. Jólasnjór í gær, en er samt að mestu farinn í dag. Nágrannarnir eru búinir að skreyta allt hátt og lágt, ljós í hverjum glugga, ljósahreyndýr í garðinum, þakbrúninn ljósum prídd, trén fá líka ljós og svo væri hægt að telja lengi lengi, og ekki má gleyma hallærislegu jólaskreytingunni sem ég sá í gær. Upplýstar plastbrúður, María, Jósef, Jesú og allt það... Já mörg húsin hérna minna á Grisvold jólamyndina þegar hann þekur húsið ljósum. Þetta er náttúrulega bara snilldarlegt. Og allt í takt við það sem kananum er einum lagið, of mikið af öllu! Svo hafa sumir meira að segja sett upp jólatrén og skreytt inni hjá sér. En "fjölskyldan" mín á eftir að kaupa tré og það mun ná allveg upp í loft. Sem minnir mig enn og aftur á Grisvold þar sem þau urðu að vera með stærsta tréð í götunni.

Ammerískt -íslenskt já takk!
Mér finnst svo æðislegt að sjá þetta allt saman og virkilega verða vitni af því að allt sem maður sér í bíómyndunum er satt. :) Lífið mitt er ein stór ammerísk bíómynd. Raðmorðingjar í næsta hverfi, mannræningjar, brjálaðir fjölmiðlar, hjálpræðisherinn á hverju götuhorni með jólabjöllur að snýkja pening, sóðalega fáttækt fólk og sóðalega ríkt fólk, klikkað fólk, yfirborðslegar samræður og... hvar er venjulega fólkið? Þetta er barasta snilld...

Tilvitnun dagsins; (sponseruð af Forest Gump)
,,Live is like a box of chocolate. You never know what´re gona get."

|

þriðjudagur, desember 09, 2003

Snilldarlegt! 

Ég var ekki meiri snillingur en það í dag tókst mér að aka á sprungnu dekki án þess að fatta´ða. Og þegar ég fattaði eftir svolítinn tíma og lítill vinur minn sagði mér að dekkið værið bilað úff... þá leið mér allveg sjúklega asnalega... svo ég fór á dekkjaverkstæði og skipti um og sem betur fer reyndi ég ekki að skipta sjálf því dekkið var ónýtt! :s

Spurning dagsins er í boði Hillu!
,,Afhverju er ekki búið að gefa út frímerki af Davíð Oddsyni ennþá?"

,,Því Sjálfstæðismenn mindu ekki vita hvora hliðina þeir ættu að sleikja." ;) hehehehehe... :D

|

mánudagur, desember 08, 2003

Löng helgi 

...en samt svo stutt.
Fór í bíó á föstudaginn og sá love acually og hún var æði.
Datt svo í´ða með þýsku vinkonu minni á þýskajólamarkaðnum á laugardeginum. Nokkuð skemmtilegt. Sá góða blöndu af þýskum og amerískum hallærisleika. Sítt að aftan eða túberaður toppur! ;) Og Þjóðverjinn var að skemmta sér konunglega yfir þýskri sveitatónlist frá Munchen eða eitthvað þannig...
Svo í dag fór ég á það allra skemmtilegasta. Það var gospel show í House of Blues. Þetta var geggjað. Matur eins og maður gat í sig látið, fékk jólasveinahúfu og nammi. Og sýningin var æði. Svona týpískt, svertingjar í kyrtli að syngja og dansa og allir í húsinu svaka glaðir. :)

Tilvitnun helgarinnar;
,,Hello you Icelandic ladies." ;)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?