<$BlogRSDURL$>

föstudagur, febrúar 04, 2005

Stjörnuspeki eða skemmtispeki?  

Já það er spurningin. Ég les þetta mér nú bara til dundurs og yndisauka. Ekki eins og konan sem amma sagði mér frá sem tók þetta allt mjög alvarlega. Einn föstudaginn las hún að draumaprinsinn kæmi til hennar. Svo hún snarhætti við öll plön og sat heima hjá sér og beið. Hún ætlaði sko ekki að missa af þessum. En það gerðist náttúrulega ekki neitt. En fyrir daginn í dag hljómar mín stjörnuspá á þessa leið: ,,Staða himintunglanna gerir að verkum að þú gengur vel í augun á náunganum um þessar mundir. Öllum finnst þú frabær. Af hverju ekki að nýta sér þennan meðbyr?" Ég náttúrulega tek þessu sem von og vísa og skelli mér á mannmót um helgina til að sína skemmtileika minni. En ég held bara að spáin hafi ekki tekið með hversu kvefuð og mygluð ég er þessa dagan, svo hver fer að falla fyrir horslefandi hálsbólgnandi manneskju sem heyrir ekki neitt nema of vel vegna eyrnaverkja, eða bara ekki neitt vegna hellu? Held að þetta sé ekki alveg minn tími. Og kannski gott því planið var, vegna fátæktar, að hýsa hlýja húsið heima og glápa á spólur. En það er samt gaman að lesa svona stjörnuspár því þær eru alltaf svo fræðilegar/yfirnáttúrulegar, veit ekki allveg hvernig á að orða þetta. Svona eins og fyrstu setningarnar hérna að ofan ,,Stað himintuglanna" hefur alveg spes áhrif á mann. Og fleirra eins og, ,,venus hefur ekki verið svona áberandi í 20 ár..." ,,plútó er í réttstöðu gagnvart mars og því..." Magnað allveg hreint... brill!!!
En nógu um stjörnuspeki. Ég er allveg viss um að ef ég hefði lesið stjörnuspána mína á miðvikudaginn hefði hún ekki getað sagt mér fyrir um lok þeirra dags. Málið var nefnilega að við Hilla fórum saman á kaffihús. Veðrið var búið að vera gott og Hilla mætti í fínu nýju stígvélunum sínum, gallapilsi og sumarjakka. Ég var ekki allveg eins grand á því en var líka í sumarjakka í tilefni af hlýjindunum. (Fatalýsingarnar meika sens, lestu bara lengra) Þegar klukkan fer að nálgast ellefu ákváðum við að fara heim, svona einu sinni snemma, því mæting í skóla var eld snemma næsta morgun. Nú við röltum að fínu rútunni "minni" og ætlum að leggja í ´ann. Mér fannst heldur skrítið hversu mikil torfæra það var að bakka úr þessu stæði en held áfram. Ég var ekki búin að keyra langt þegar við förum út og tékkum á þessu. Allan tíma var ég að spá hvað í ósköpunum er að bílnum. Haldið þið ekki að það hafi bara verið sprungið! Nú ég legg valdmannlega í tvö stæði þarna og við út úr bílnum í leit að vara dekki og græjum. Þetta tók allt sinni tíma þangað til við hringdum í pabba. Sem betur fer var Hilla með því ég átti ekki inneign. Nú pabbi segir mér hvar allt dótið sé og hvað gerir hvað og hafði afskaplega litla trú á mér í þetta verk. Sem ég skil nú ekki, átti bara að skipta um dekk. Kommon, losa boltana, tjakka upp bílinn, losa boltana allveg, taka dekkið af, setja nýtt dekk, festa, bílinn niður og festa betur. En allavegana eftir hálftíma var allt dótið komið í leitirnar og við byrjuðum að bjagast eitthvað við að losa þessa "!$$&#&"$%/%/"& bolta. Þetta gekk allt ákaflega brösulega og engir sætir strákar á ferð sem gætu hjálpað okkur. Eftir þó nokkrar tilraunir ákváðum við að hringja í einn myndarlegann mann sem var ekki lengi að koma sér á vettvang og þakka ég honum kærlega fyrir :) Hann var heldur fljótur að með smá hjálp frá okkur því þetta var svo asskoti fast, riðgað og eitthvað... En ég var loksins komin heim tveim tímum seinna. Og skalf af kulda þegar ég var komin upp í rúm. Þá hefði nú verið gott að eiga einhvern myndarlegan til að hlýja sér.
Kæru lesendur! Það er komið helgar frí... stefnan tekin í átt að sjónvarpinu og heimakjæru. Kannski verður partý, kannski ekki. En ef fólk ætlar að hafa partý hjá mér í sveitrarsælunni þá er það velkomið svo framlega sem það kemur með bjór handa mér! :)
Knús... og góða helgi!

|

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Milli lífs og dauða!  

Já ég var víst hálf slöpp í gær og var ekkert betri í morgun en fór þó í skólan. Meikaði ekki enn einn daginn að gera ekki neitt. Svo var líka svo skemmtilegt í morgun. Því kennarinn okkar í Pro Tools bauð okkur heim til sín í kjallaran þar sem hann er með lítið stúdíó! Nokkuð kúl. Fengum að skoða og svona... (Hann á sem sagt heima í Fossvoginum).
Það er alveg ótrúlegt hvað tónlist getur gert fyrir mann. Hún getur fengið mann til þess að gráta, hlægja, brosa, líða vel o.s.frv. Ef maður er eitthvað órólegur róar hún mann, fær mann til að hugsa eitthvað fallegt, eða kemur skipulagi á óreiðu hugans. Eða gerir mann allveg kreisý!!! Hoppar út um allt eða fær brjálæðislegar hugsanir.
Við systurnar vorum að tala um munntóbak og þá kom að sögu um mann sem var með gat allveg upp að augum eftir munntóbak. Hugsuðum okkur þá ef það kæmi gat á milli, það yrði allveg hræðilegt, augað myndi bara detta oní munn. En þá gæti það kannski verið eina skiptið sem maður virkilega sægi sjálfan sig í sínu ljósi. (Augsins forsendum). Og þá kom upp þetta skemmtilega orð augntúttur :p en það á víst að vera augntóftir... :p
En, eigið gott kvöld... ég ætla að detta í´ða því mér voru sagðar nokkra kvefsögur í dag þar sem fólk hætti að vera kvefað eftir fyllerí... ætla að prófa það einhvertíman...
over and out...

|

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Mega pirrandi!!!  

Vaknaði frekar slöpp í morgun með hausverk, hálsverk og bakverk, leið sem sagt ekkert mjög vel. Ákvað því að fara ekki í skólan. En núna er ég bara orðin mega pirruð og því full hress í allar gjörðir. Mikið er ömurlega leiðinlegt að hanga svona heima hjá sér. Svo ég vona að ég komist eitthvað út í kvöld, í smá heimsókn eða eitthvað.

|

mánudagur, janúar 31, 2005

Nýtt-Nýtt-Nýtt!!! 

...var að setja inn myndir síðan á fimmtud. í síðustu viku af hverfisbarnum...

|

ekkert bara...  

Það er nú svona mest lítið í fréttum verð ég nú bara að segja. Gasalega erfiður dagur í dag, fer allveg með mann þegar það er svona þungt úti, alskýjað og rigning. Helgin var allt í keyinu bara. Fór til Tinnu og Alla að horfa á Idol og við fengum okkur pínu of marga bjóra. Kvöldið endaði svo að morgni dags með strætóferð úr bænum. Svaf ekki lengi og var þreytt og þunn allan laugardaginn. Fór til ömmu sem er á leið í áttræðisafmæli systur sinnar í Danmörku. Hún átti að fara með pakka frá Ólafíu til Ólafíu. ;) Um leið og ég var komin heim skellti ég mér til Þóru og þar át ég og át pizzu og horfði yfir mig á Friends sem leiddi til þess að ég var með Friends á heilanum allan sunnudaginn. En sá dagur fór í mest lítið. Aðalega fílu því mömmur eru snillingar í að tuða í manni á vitlausum tímum. Rétt eftir að ég vaknaði eftir góðan svef fékk ég að heyra það! :( Og mundi þá hversvegna ég hafði farið til USA og afhverju mig langaði að flytja að heiman. Og ekki bætti úr því heldur blaðriði hún eitthvað um hversu "erfitt" það sé að flytja að heiman. Nú dagurinn endaði svo vel því ég fór í bíó á Alfie, gaman að horfa á mynd um misheppnaðan hór-dreng. :p
Lifið heil!

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?