<$BlogRSDURL$>

laugardagur, mars 20, 2004

Ekta íslenskt sumar veður í Chicago 

Já hérna er sko mergjað veður og ég sit náttúrulega inni... :p en í dag og í gær hefur verið svona ekta íslenkst sumar veður. Og ég sagði Kathy og Mick það í gær og þau bara áts... this is chilly... :D hehe... og núna skilja þau afhverju ég er alltaf í flís ;)
Hey Britney átti að vera með tónleika hérna í gær en greyið meiddi sig á hnénu svo hún gat ekki haldið sjóvið sitt. Svo er Prince á leiðinni hingað í júní og mig langar geggjað, þarf bara að finna fólk en það ætti ekki að vera svo erfitt þetta er Prince og Madonna er að byrja tónleikaferðina sína ég krosslegg bara fingur og PLÍS!!!!!!!!!!!!!!! komdu til Chicago :)
Já ég fór í skólann í dag. Sem er algjör pína næstu 7 vikur. Tímar hverja laugardaga frá 9-2:40 böhö... Ég fór aftur í spænsku, gítar og svo píanó. Nú ég fór í skólan í dag sem sagt og allt bara ágætt þangað til ég átti að fara í gítar (sem er eftir spænsku) og ég beið í 20 mín. þangað til ég fór að spyrjast fyrir og hvað haldi þið tíminn byrjar ekki fyrr en í næstu viku, kennarinn breytti því :s nú svo ég fór heim og mætti svo kl.1 í píanó sem var nú ekkert spes. Hefði allveg getað sagt mér það sjálf því þetta er fyrir byrjendur og ég var að læra allt sem ég kunni. En það sem mér fannst mesta snilldinn er að við erum að spila á svona píanó eins og kallinn er að kenna á í Með allt á hreynu myndinni. Sat með hedfón og var að spila :) heeh... nú svo er bara rólegt kvöld framundan. Ætla að hitta stelpurnar á Hard Rock í kvöld og fá mér eitthvað djúsý í goggin og bjór. Og Iris vinkona mín er á leiðinni til Florida á eftir og verður þar í viku, lukkunnar pamfíll. Ætlar að hanga í Disney landi alla dagana og hitta Ariel og allar þessar prinsessur því hún er að fara með host fjölskyldunni og stelpan er fimm og því er allt um prinsessur ;)
En ætli ég segi þetta ekki gott.
Þið, skemmtið ykkur um helgina :)
Og Anna kemur eftir 13. daga :D:D:D:D:D:D:D:D:D:D

Tilvitnun dagsins; (Greifarnir því það er svo mikið "sumar" hérna)
,,...skiptir engu máli hvort þó þú sért úr stáli. Þú kveikir ástar eld í mér..."

|

föstudagur, mars 19, 2004

Stórskemmtilegt... 

Fór með Mick og krökkunum á Mushcis í gær sem er svona einskonar Bæjarins bestu í Chicago nema það er borðað inni og þeir selja fl. en bara pylsur. Nú þegar við vorum á leiðinni heim vorum við að pirrast á bíl sem keyrði heldur skringilega fyrir framan okkur. Nú svo þegar Mick flautaði á hann sá ég að þetta var heyranlaus kona að keyra svo... þetta var mjög fyndið. Af og hverju fóru hendurnar af stýrinu og á flug því hún var svo mikið að tala við sessunaut sinn. Svo lentum við næstum í árekstri því það var "blyndur" maður að keyra bíl sem kom á móti okkur...

Annars var kvöldið rólegt. Lofaði sjálfri mér að fara í ræktina á laugardaginn beint eftir skóla. Svo ég leigði mér bara spólu, Monalisa smile. Nokkuð góð eða bara svona venjuleg mynd.

Í dag er sjúklega gott veður og ég er inni að hanga í tölvunni... :s ekki nógu gott... Jack fór með afa sínum og pabba í hádegismat svo ég er í fríi til ca.2 en veit ekki hvað ég á að gera... Pabbi hans Micks er ekta kani, eitt af því fyrsta sem hann sagði þegar hann kom inn var ,,Er ekki verið að horfa á leikinn, hann var að byrja." :)

Tilvitnun dagsins; (því ég elska þessa hljómsveit og þær gleðja mig alltaf. Mine dame und herre ég vil kynna HEIMILSTÓNA!!!!).
,,Þú veist ég elska að fara á fætur þegar sólin kyssir mig... aaaa..."

|

fimmtudagur, mars 18, 2004

Kröfuharði neitandinn o.fl. 

Ekki málið Hilla mín skellti þessu inn fyrir þig. Já þakka þér allveg kærlega fyrir að setja inn kommenta-kerfið :D þú ert æði!

Anna til hamingju með afmælið! :D Og 15 dagar í Önnu.

Annars er lítið í fréttum hérna snjóar og rignir og er slydda til skiptis. Fór í blak í gær og stóð mig hryllilega, annars voru flest allir mjög góðir :þ svo...

Tilvitnun dagsins: (Cardigans)
,,Love me, love me, say that you love me..."

|

Commentakerfi að nýju 

Sæl verið þið!

Fyrir hönd Maríu þá vil ég tilkynna ykkur, kæru lesendur, að commentakerfið er komið upp að nýju!

Njótið!
Hilla

|

miðvikudagur, mars 17, 2004

Comments 

Afsakið þetta með kommenta kerfið. En vonandi bregst Hilla skjótt við hjálpar beiðni minni og kippir þessu í liðinn því hún er með allar kommenta dóts upplýsingarnar mínar. Og takk Hilla... þú ert æði að nenna þessu :D
Var að skella inn link U.S.A. Rauða kross deildarinnar í Chicago. Skrifaði þeim mail á mánudaginn til að spyrjast fyrir um hvað væri að gerast hjá þeim. En hef ekki fengið neitt til baka. :( heldur lélegt finnst mér.
Bætti líka við link þar sem fólk getur fylgst með því helsta í Chicago. :D

Tilvitnun dagsins; (ný dönsk svona í anda þessara ,,vandræða" sem ég er í).
,,Hjálpaðu mér upp mér finnst ég vera að drukkna." ... ,,Hjálpaðu mér upp ég get það ekki sjálf/ur."

|

þriðjudagur, mars 16, 2004

Magnaðar fréttir :)  

Já allveg steingleymdi ég að segja ykkur að enginn önnur er Britney Spires ættlar að halda tónleika í Alstade e-h á föstudaginn en það er hérna í Chicago! :) Því miður eru allir miðar uppseldir svo ég kemst ekki... :( æi, æi...

|

Gamalt og gott... 

Uss þessi græni litur var algjör hörmun ákvað því að skella þessu í sama gamla... Afsakið bloggið síðustu daga... þetta var stórskrítið... allt í einu voru allir linkar og allt það horfið. Skil þetta ekki. En settist niður í gær og grúskaði að eins í HTML kennslu svo vonandi... ;)
En hérna er snjór og það mun snjóa næstu daga. Sennilega af því ég setti öll vetrar fötin mín inn í skáp um helgina nema góðu úlpuna mína ;) Og það var snjóbylur í Iowa í nótt svaka mikill snjór þar í dag eða feed long hvað sem það er nú mikið...
Annars var dagurinn í gær hreint stór góður. Vaknaði á venjulegum tíma. En Mick var lasinn heima og Jack var aðalega með honum svo þetta var rólegur dagur. Fór í Shedd Aqarium með Jack rétt fyrir hádegi sem var bara fínt. Og svo ekki meir. Svo vikan er í rauninni að byrja hjá mér í dag.

|

mánudagur, mars 15, 2004

Jæja núna ætti þetta að vera grænt og myglað. Allveg ótrúlegt að þau geti ekki boðið upp á almennilega liti hérna...

|

#@%$@#%^#$()^#)% 

Þetta blogg gerir mig stundum allveg gráhærða... ="#$("%(%"=Ö%"#Ö")Ö=)($!!($("#)% dem it...
Ætli ég breyti því ekki eitthvað... gef mér svo einhvern tíma til þess að læra almennilega á HTML svo það sé hægt að gera þetta flott... ;)

,,I´m falling apart al around you."

|

sunnudagur, mars 14, 2004

Helgin 

Já þessi helgin endað bara ágætlega eða um 7 leitið í morgun. Fyrst átti þetta bara að vera rólegt kvöld og bíóferð á 50 first dates. Sem var mjög góð. En undir lokin þurfti ég svo mikið að pissa að ég mátti halda mér allri við við að pissa ekki á mig. Því ég fékk mér large kók og large popp (allt of mikið, borðarði svona helminginn af poppinu...) og því var klósett þörfin mín svona mikil undir lokin. En eftir þetta sótti vinkona mín okkur og við fórum í Brasilíkst partý sem var nú frekar dauft en við fórum samt ekki þaðan fyrr en um 5 leytið og þá á kaffihús. En það var frítt áfengi svo... ;) En þetta voru allt voða heimskir Brassar. Vita ekkert í landfræði og ég hélt að ég væri slæm. Allavegana setti ég mér það markmið og hljómar kannski að ég sé með einhvern hroka en þeir sem vissu ekki neitt um eða hvar Ísland, Grænland eða Skandinavia væri yfir höfuð talaði ég ekkert við. Reyndi að dissa þá en samt var einn þarna sem reyndi við allt, oh þú ert svo sæt þú ert svo falleg, var ég búin að segja að þú ert svo... sæt... og svo fram vegis... Já that´s beisikklý it! Og í dag er ég bara að láta mér leiðast... Rok úti svo ég nenni varla að fara út og ná mér í spólu... sé til... annars eru alltaf einhverjar bíómyndir í sjónvarpinu sem maður getur hangið yfir allan sunnudaginn... sem og hefur komið nokkrum sinnum fyrir... sé til...

Tilvitnun dagins;
,,Why live life from dream to dream."

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?