föstudagur, janúar 05, 2007
Kvöldið
Að undan förnu hefur allt verið heldur tíðindalaust þó það sé nóg að gera. Það er bara svona... En þá er bara að slá á net þráðinn eða tenginguna hjá fólki og smala saman í eitthvað skemmtilegt. Eftir jóla frí Bíódaga og endurnæringu eftir að hafa séð Hrafninn flýgur rétt fyrir jól var tilvalið að sjá Kalda slóð. Við skelltum okkur í Háskólabíó á 8 sýningu og höfðum gaman af. Þegar í salinn var komið, leyt ekki út fyrir að 5 þús. mans hafi séð þessa mynd og þangað til rétt fyrir sýningu var 5 manna hópurinn þau einu í salnum. Og þá kemur gagnrýnin; Myndin hélt dampi og var spennandi. Hugmyndin um draugagang hélt sér alveg, og passar vel fyrir Íslendinga og örugglega öðrum þjóðum. En mér fannst leysast heldur snemma úr því. Mér fannst hálf óþægilegt að fá hlé, og þó, það bara kom á röngum tímapunkti í myndinni. En þá kom tvistið og undir lokin hélt ég að þetta yrði Hollýwúd endir en annað kom á daginn og kláraðist myndin frábærlega. Leikstjórinn Björn kom mér á óvart og ég bjóst ekki við miklu þar sem það síðasta sem ég sá eftir hann var Njálssaga sem var mjög dræm 20 mín. útgáfa af risasögu. Frægasti kynnhestur Íslandssagnanna og vendi punktur sögunnar var eins og létt stroka. En betur má ef duga skal og Björn stendur núna með ágætis mynd. Leikurinn var góður og persónu sköpunnin ágæt. Mér fannst týpan hans Þrastar (Baldur) vera alveg eins í útliti og klæðaburði og Björn en fyrirmyndin er kannski ekki slæm þar sem Björn er upprunalega blaðamaður. Mér finnst ekki mikill leiksigur vera hjá neinu leikaranna nema þó hjá Hönnu Maríu sem lék gömlu konuna stór vel. Enda er hún frábær leikkona. Helgi Björns er líka að sjást meira á hvítatjaldinu. Hann er jú leikari en þegar leikarar hafa ekki leikið mikið eins og hann missa þeir ,,sjarman" og það hefur gerst hjá honum og lýðst fyrir. En hann hafði útlitið í týpuna sína og það var OK. Annars voru flestir leikararnir köflóttir eins og sagt er og sérstaklega Þröstur og ég held t.d. að fyrir vikið hafi verið erfitt fyrir Elvu að leika á móti honum. Annars var handritið fínt og samtölin lítið sem ekkert ,,klén". Myndatakan var með afburðum góð og fékk landslagið að njóta sýn, enda afskaplega fallegt. Klippingin var einning mjög góð og fyrir hana varð þetta stór góð mynd. Gef ég henni 3 stjörnur.
Að sjálfsögðu verða allir að sjá þessa mynd. Ekki bara að því hún er íslensk heldur einnig vegna þess að núna síðasta árið frá því Blóðbönd komu eru að koma alveg brilljant myndir. Það er greinilegt að það er mikil gróska og fólk farið að læra og kunna að gera bíómynd. Því ættu allir að sjá þessa mynd og allar hinar til þess að vera með í framþróunninni. Við viljum jú öll að það séu framleiddar íslenskar myndir, er það ekki? Kvikmyndir eru nútíma menningar arfleið þjóðarinnar.
Og það er eitt, myndin gerist í virkjun og á dagblaði. Þessi tvö málefni hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. Flestir muna eftir DV (sem er þó í endurlífgun) og öllu því hneiksli sem þar fylgdi og svo þekkja flest allir virkjana umræðurnar. Þessir hlutir er ja, frekar ópólitískur í myndinni og passað er að fara ekki út í eitthvað ,,klént" um þetta mál. Það er enginn lummuleg baraátta sem á að endurspegla eitthvað. ...
Kaffihús og löggan.
Það verður nú að segja frá þessu því þetta var stór skemmtilegt. Eftir bíó ákváðum við að kíkja á Vegamót að hitta Hillu og Fanný. Þegar þangað var komið var allt troðfult, enda klukkan rúmlega 10 á fimmtudags kvöldi. Við ákváðum því að fara á Segafredó því þar er enginn. Rauninn var önnur, en þó pláss fyrir okkur. Og þessi ríflegi hópur hitti fyrir gamlan URKÍ félaga. Við sátum þarna heillengi og skyndilega byrtist félaginn í löggubúning ásamt löggufélaga sínum (örugglega svona partner eins og er í bíó). ...Kannski átti að reka okkur út? Vorum við með of mikil læti? Leist afgreiðslu stúlkunni ekki á okkur? eða... Nei, okkur var boðið í bílferð. :) Við settumst öll upp í stóra stóra löggubílinn (svona eins og margir gerðu í leikskólanum) og hlustuðum á Faithless (nei man ekki alveg, eitthvða F og less). Tvö lög sem voru mjög svona Rauða kross lög. Þetta var algjör snilld og frábært og ferlega skemmtilegt og svo var okkur skuttlað í bílana og hver fór til síns heima. Svei mér þá ef þetta bara gaf manni ekki eitthvað.
Jæja, styttist í að fara í pásu í vinnunni enda klukkutími þangað til ég á að vera mætt í klippingu! :) Oh, hvað mér verður létt seinni part dagsins. Ekki gott fyrir sálina að vera með ömó hár.
En segjum það í bili og góða helgi. :)
|
Að sjálfsögðu verða allir að sjá þessa mynd. Ekki bara að því hún er íslensk heldur einnig vegna þess að núna síðasta árið frá því Blóðbönd komu eru að koma alveg brilljant myndir. Það er greinilegt að það er mikil gróska og fólk farið að læra og kunna að gera bíómynd. Því ættu allir að sjá þessa mynd og allar hinar til þess að vera með í framþróunninni. Við viljum jú öll að það séu framleiddar íslenskar myndir, er það ekki? Kvikmyndir eru nútíma menningar arfleið þjóðarinnar.
Og það er eitt, myndin gerist í virkjun og á dagblaði. Þessi tvö málefni hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. Flestir muna eftir DV (sem er þó í endurlífgun) og öllu því hneiksli sem þar fylgdi og svo þekkja flest allir virkjana umræðurnar. Þessir hlutir er ja, frekar ópólitískur í myndinni og passað er að fara ekki út í eitthvað ,,klént" um þetta mál. Það er enginn lummuleg baraátta sem á að endurspegla eitthvað. ...
Kaffihús og löggan.
Það verður nú að segja frá þessu því þetta var stór skemmtilegt. Eftir bíó ákváðum við að kíkja á Vegamót að hitta Hillu og Fanný. Þegar þangað var komið var allt troðfult, enda klukkan rúmlega 10 á fimmtudags kvöldi. Við ákváðum því að fara á Segafredó því þar er enginn. Rauninn var önnur, en þó pláss fyrir okkur. Og þessi ríflegi hópur hitti fyrir gamlan URKÍ félaga. Við sátum þarna heillengi og skyndilega byrtist félaginn í löggubúning ásamt löggufélaga sínum (örugglega svona partner eins og er í bíó). ...Kannski átti að reka okkur út? Vorum við með of mikil læti? Leist afgreiðslu stúlkunni ekki á okkur? eða... Nei, okkur var boðið í bílferð. :) Við settumst öll upp í stóra stóra löggubílinn (svona eins og margir gerðu í leikskólanum) og hlustuðum á Faithless (nei man ekki alveg, eitthvða F og less). Tvö lög sem voru mjög svona Rauða kross lög. Þetta var algjör snilld og frábært og ferlega skemmtilegt og svo var okkur skuttlað í bílana og hver fór til síns heima. Svei mér þá ef þetta bara gaf manni ekki eitthvað.
Jæja, styttist í að fara í pásu í vinnunni enda klukkutími þangað til ég á að vera mætt í klippingu! :) Oh, hvað mér verður létt seinni part dagsins. Ekki gott fyrir sálina að vera með ömó hár.
En segjum það í bili og góða helgi. :)
miðvikudagur, janúar 03, 2007
Gelðilegt nytt ar!
...þakka allt gamalt og gott og þeim diggu lesendum mínum...
Það er ekki sérlega mikið í fréttum og rólegt í vinnunni svo ég sé mér ekki annað fært en að blogga smá.
Helst til blogg-unnar eru þá bara jólin og áramótin. Þetta heppnaðist allt mis vel. Maturinn stendur að sjálfsögðu upp úr og samveran með fjölskyldu og vinum. Hefði þó viljað vera í aðeins lengra fríi og sofið aðeins meir. Alveg hreint ótrúlegt hvað maður er með svefn á heilanum, en ég hef þó fundið út úr því að því minna sem hugsað er um svefn því betur er sofið.
...annars var ég að fá símtal og það er að aukast í verkefnum. Er að fara að fá eitthvað inn á borð til mín. Sem er og mjög gott. Það er mis þreytandi til lengdar að sitja bara og skrifa dvd eða hlaða inn efni. En ég geri það að mikilli gleði, þetta er jú vinnan mín. Svo er alltaf gaman að Irma er komin í hús að vinna. Gott að vita af einhverju til að spjalla við. Félagsleg einangrun mín hefur nefnilega tekið sig upp og ég ,,akta" mjög feimnislega. En tala við fólk þegar þess þarf, er lítið í óþarfa spjalli því ég veit ekkert hvað skal ræða bara svona upp úr þurru þegar ég þekki ekki fólkið. En þetta er allt í lagi, ekki vera að eyða vinnu tíma í spjall, það þurfa allir að vinna :p
...annars ætla ég að deila með ykkur kvíða mínum yfir á flótta verkefninu. Smá svona hugsun í kollinum og ég verð bara að segja að ég er nett stressuð yfir þessu verkefni og þunglynd barasta að segja... ...þetta er nefnilega aðeins meira að segja það og dræmur skilningur að baki... ...hvað þolir maður við lengi? ...þetta er ekkert vandamál bara svona það sem leynist bak við búin í heilanum.
En það er allt að koma og lýk þessari færslu á orðunum ,,allt hefur sinn tíma"
|
Það er ekki sérlega mikið í fréttum og rólegt í vinnunni svo ég sé mér ekki annað fært en að blogga smá.
Helst til blogg-unnar eru þá bara jólin og áramótin. Þetta heppnaðist allt mis vel. Maturinn stendur að sjálfsögðu upp úr og samveran með fjölskyldu og vinum. Hefði þó viljað vera í aðeins lengra fríi og sofið aðeins meir. Alveg hreint ótrúlegt hvað maður er með svefn á heilanum, en ég hef þó fundið út úr því að því minna sem hugsað er um svefn því betur er sofið.
...annars var ég að fá símtal og það er að aukast í verkefnum. Er að fara að fá eitthvað inn á borð til mín. Sem er og mjög gott. Það er mis þreytandi til lengdar að sitja bara og skrifa dvd eða hlaða inn efni. En ég geri það að mikilli gleði, þetta er jú vinnan mín. Svo er alltaf gaman að Irma er komin í hús að vinna. Gott að vita af einhverju til að spjalla við. Félagsleg einangrun mín hefur nefnilega tekið sig upp og ég ,,akta" mjög feimnislega. En tala við fólk þegar þess þarf, er lítið í óþarfa spjalli því ég veit ekkert hvað skal ræða bara svona upp úr þurru þegar ég þekki ekki fólkið. En þetta er allt í lagi, ekki vera að eyða vinnu tíma í spjall, það þurfa allir að vinna :p
...annars ætla ég að deila með ykkur kvíða mínum yfir á flótta verkefninu. Smá svona hugsun í kollinum og ég verð bara að segja að ég er nett stressuð yfir þessu verkefni og þunglynd barasta að segja... ...þetta er nefnilega aðeins meira að segja það og dræmur skilningur að baki... ...hvað þolir maður við lengi? ...þetta er ekkert vandamál bara svona það sem leynist bak við búin í heilanum.
En það er allt að koma og lýk þessari færslu á orðunum ,,allt hefur sinn tíma"