<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Orðið um seinan? 

Ég ætla ekki að afsaka eitt eða neitt. Lærði einhvertíman í æsku að það á ekki að afsaka sig. Það sem að gert er gert og hver og einn verður að læra að taka afleiðingum gjörða sinna. En samkvæmt öðrum hliðum lífsspekinnar er hægt að fara fram á fyrirgefningu. Því óska ég eftir að þið fyrirgefið mér fyrir að hafa ekki skrifað hér nema að mjög svo takmörkuðu leiti. Ég geri mitt besta í að bæta úr þessu, og reyni eftir fremsta megni að skrifa og segja frá einhverju skemmtilegu. En lífið er svo ófyrirséð, að hver veit nema ég lendi ekki í neinu skemmtilegu ...
Neikvæðin tekur stundum völdin en þess er ekki þörf núna. Margt í gangi og margt hefur gerst, og kannski ég segi ykkur stuttlega frá því.
Nóg hefur verið í gangi síðstu vikur og mánuði, og næstum yfir drifið nóg, þar sem ég hef næstum ekkert átt líf, eins og svo flestir vinir og kunningjar hafa tekið eftir. En nú sigli ég lignan sjó, því klukkan 3:30 kláruðum við Latabæ í gær. :) Þetta var rosaleg törn, og ekki fyrir séð hvort okkur tækist þetta, en allir lögðust á eitt og þetta náðist. Og í rauninni fyrr en nokkurn grunaði. :p Vegna mikillar vinnu í Latabæ hvefur lítið gengið á annað en vinna, djammið hefur verið lagt út í horn ásamt ferðalögum, en þetta tvennt var sameinað um verslunnarmannarhelgina, og þótti það fínt. Síðustu helgi, var svo aðeins slett úr klaufunum þar sem Maggi bauð í partý og svo kíktu allir á Stebba á Stuðmannaball út á Gróttu. Feikna mikið fjör og gaman að sjá vinnufélagana upp á dressaða. Svipað verður upp á teningnum í kvöld, þar sem wrap/lokapartý verður haldið. Og það verður sko slett úr klaufunum, og ærlega skemmt sér. Næstu daga blasir svo við undirbúningur fyrir ferðalag. En ég fer til London 10. sept. og næsta dag til Chicago þar sem ég dvel í nokkrar vikur. :) Þetta verður alverg yndislegt og kærkomið frí. Vonin er sú að næla sér í gott veður, alla vegana, hlýrra veður en hefur verið hér. :)
Við sjáum til hvað setur. Ég boða hér með komum mína aftur í bloggheiminn og vona þið njótið góðs af. Því enginn er vitur nema vitrari sé! ;)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?