<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Það sem þú veist ekki vita aðrir? 

Langaði svo í svona líka þar sem ég nennti ekki alveg strax í háttin.
Það sem þú veist ekki vita aðrir?

|

mánudagur, apríl 25, 2005

Helgin... 

Jæja helgin að baki og spennandi vika framundan. Æi, má nú vera pínu bjartsýn. :p En helgin var góð. Tók föstudaginn rólega, svo rólega að ég man ekki hvað ég gerði nema að um kvöldið kíkti ég í bíó með Þóru og Hillu. Fórum að sjá Der Untergang eða Downfall eins og það útlistast á enskri tungu. Þessi mynd var mjög góð og hafði mikil áhrif. Svo mikil að við gátum ekki sagt neitt í nokkurn tíma eftir á, svona eins og restin af bíóinu sem þagði því allir voru að mellta þessi ósköp. Kíktum síðan í smá bjór á rólegt kaffihús eftir smá labb í bænum. Svo á laugardeginum ákvað ég að skella mér bara í bústaðinn sem Erla og Biggi voru í. Stebbi og Dóri frændi (eins og allir kalla hann) sóttu mig um miðjan daginn og skutumst við inn í Hvalfjörðin þar sem hið besta veður beið okkar. Þarna áttum við ágætis stundi í Pictionary og actionary og heitapottinum. Sé eftir að hafa gleymt myndavélinni minni því það hefði verið hægt að taka fullt af fallegum myndum! :/ Svo fórum við í smá bíltúr á heimleiðinni á sunnudaginn. Skellti mér svo út á vídeóleigu og heim til ömmu til að horfa á spóluna sem ég leigði en ég er gera ritgerð fyrir skólanu um North by Northwest eftir Hitchcock. Nú dagurinn búinn að vera langur, var að koma af fjöldahjálparnámskeiði hjá Rauða krossinum og því tími til að fara að halla sér því morgundagurinn verður á líka krefjandi, námskeiðslok og svona! Bið ykkur bara vel að lifa þar til næst! ;)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?