þriðjudagur, desember 12, 2006
Draumar
Draum farir mínar hafa ekki verið sléttar upp á síðkastið. Mig hefur verið að dreyma hvert áfallið á fætur öðru og alltaf hafa draumarnir verið tveir. Síðast voru hlutir sem bökkuðu hvorn annan upp en núna er ég ekki viss. Mig dreymdi að það væri verið að nudda mig og það var alveg ferlega vont (venjulega er finnst mér frábært að fá nudd). ,,Fái menn nudd í draumi boðar það ánægju en hugsanlega einnig tap eða missi." Þetta er minn annar draumur sem fjallar um eitthvað svona. Í næsta draumi var ég stödd á bráðamóttökunni og segji í gríni en þetta var alvara að ég væri bara alltaf þarna. Engin bráðamóttaka er til í ráðningu hjá mér en sjúkrahús. ,,Dreymi menn að þeir séu á spítala munu þeir fá langvarandi sjúkdóm innan tíðar eða lenda í erfiðleikum. Séu menn útskrifaðir af sjúkrahúsi fullbata munu þeir sigrast á erfiðleikum sínum í vöku." Ég held að ég hafi ekkert verið að útskrifast þarna... og þetta hljómar mjög svipað og síðasti draumur sem mig dreymdi fyrir nokkru. Það sem er öðru vísi við þessa drauma og hina er að í hinum átti ég vini sem boða gott, nú var ekkert þannig. Sem segjir mér kannski að vinar missirinn hefur átt sér stað. En mér var hóttað því í ,,öllum draumu". En svo er þetta kannski bara allt saman bull og vitleysa og ekkert að marka þetta. En ég vona það svo innilega! :)
Braveheart
Horfði á þessa mynd í fyrsta skipti í gær og sumir halda að ég sé eitthvað klikk. Svona góð mynd... blabla bla... Já þarna fari þið með rétt, ég er eitthvað klikk. Þetta var frábær mynd en ég er samt fegin að hafa ekki verið búin að sjá hana. :) Þá átti ég eitthvað frábært eftir. Langaði bara svona að deila þessu með ykkur. Ég er ekki alveg viss um hvað það var sem hreif mig við hana. Mel Gibson gat þá leikstýrt góðri mynd. Leikurinn var frábær og myndatakan skemmtileg. Fyrsta ástar senan í myndinni (með krökkunum) var næstum of væmin og í svona amerískum dúr, en samt sæt. Hefði gert hana öðru vísi, en hún náði mér samt og ég vissi að þau áttu að vera saman ,,for ever". Önnur ástarsenan og já, hinar tvær, voru mjög fallegar. Eða kalla þetta bara kynlís senurnar tvær. Allt í skjóli nætur burt frá allt og öllum og yfir máta leynilegar sem gerði þetta mjög spennandi. Það var bara koss og svo búið, allt sem segja þar, engin óþarfa nekt til spillingar, enda var það ekki aðal atriðið heldur að standa á sínu. Lifa frjáls, vera fjáls, eiga land og fjölskyldu. Og slagorð myndarinnar slær öllu við hvort sem í alvöru eða gríni og drap meira að segja konginn ,,Every man dies, not every man really lives". Ef þú ert eins og ég var í gær, ekki búin að sjá þessa mynd, endilega drífa sig. :)
|
Braveheart
Horfði á þessa mynd í fyrsta skipti í gær og sumir halda að ég sé eitthvað klikk. Svona góð mynd... blabla bla... Já þarna fari þið með rétt, ég er eitthvað klikk. Þetta var frábær mynd en ég er samt fegin að hafa ekki verið búin að sjá hana. :) Þá átti ég eitthvað frábært eftir. Langaði bara svona að deila þessu með ykkur. Ég er ekki alveg viss um hvað það var sem hreif mig við hana. Mel Gibson gat þá leikstýrt góðri mynd. Leikurinn var frábær og myndatakan skemmtileg. Fyrsta ástar senan í myndinni (með krökkunum) var næstum of væmin og í svona amerískum dúr, en samt sæt. Hefði gert hana öðru vísi, en hún náði mér samt og ég vissi að þau áttu að vera saman ,,for ever". Önnur ástarsenan og já, hinar tvær, voru mjög fallegar. Eða kalla þetta bara kynlís senurnar tvær. Allt í skjóli nætur burt frá allt og öllum og yfir máta leynilegar sem gerði þetta mjög spennandi. Það var bara koss og svo búið, allt sem segja þar, engin óþarfa nekt til spillingar, enda var það ekki aðal atriðið heldur að standa á sínu. Lifa frjáls, vera fjáls, eiga land og fjölskyldu. Og slagorð myndarinnar slær öllu við hvort sem í alvöru eða gríni og drap meira að segja konginn ,,Every man dies, not every man really lives". Ef þú ert eins og ég var í gær, ekki búin að sjá þessa mynd, endilega drífa sig. :)
mánudagur, desember 11, 2006
Rólegt
Svei mér þá ef ég get ekki bara sagt að það sé rólegt núna og ég hreinlega veit ekki hvað ég á af mér að gera í dag! En það fer að koma að því að ég fái mér eitthvað að gera.
Helgin var líka afskalega róleg. Föstudagurinn fór í að hjálpa niður í Kvikmyndaskóla þar sem Irma og hennar önn var að taka upp skemmtiþátt. Ég fór í hlutverk skriftu og það var allt í lagi. Var þó búin að gleyma helmingnum af því sem ég átti að gera, sem rifjaðist þó hægt og rólega upp og einnig stressið sem þessu fylgir :p En þetta var bara gaman og eftir tiltekt enduðum við Irma bara á djamminu og hittum og vorum með nokkrum frábærum einstaklingum. Laugardagurinn var svo ekkert merkilegur fyrr en ég fór að bagsla við konfekt gerð. Ætluðum í nýja saumaklúbbnum að gera konfekt um helgina eftir námskeiðið í síðustu viku en svo var Sandar bara veik og gat ekki boðið heim til sín. En Tinna lét það ekki á sig fá og ég fór þangað og gerðum konfekt fram eftir kvöldi. Afi hefði svo átt afmæli í dag og í tilefni þess kemur alltaf fyrsti jólasveinninn :p En í gær héldum við upp á það. Heljarinnar boð hérna á bæ með fullt af yndislegum mat og góðu fólki. Við frænkurnar fjórar skelltum okkur í Hættuspilið þar sem ég gerðist svo kræf að vinna það í fyrsta skipti :) Afskaplega skemmtilegt, bæði að vinna og spila!
Nú þetta var aldeilis merkilegt og þá er ég bara búin í bili!
...over...
|
Helgin var líka afskalega róleg. Föstudagurinn fór í að hjálpa niður í Kvikmyndaskóla þar sem Irma og hennar önn var að taka upp skemmtiþátt. Ég fór í hlutverk skriftu og það var allt í lagi. Var þó búin að gleyma helmingnum af því sem ég átti að gera, sem rifjaðist þó hægt og rólega upp og einnig stressið sem þessu fylgir :p En þetta var bara gaman og eftir tiltekt enduðum við Irma bara á djamminu og hittum og vorum með nokkrum frábærum einstaklingum. Laugardagurinn var svo ekkert merkilegur fyrr en ég fór að bagsla við konfekt gerð. Ætluðum í nýja saumaklúbbnum að gera konfekt um helgina eftir námskeiðið í síðustu viku en svo var Sandar bara veik og gat ekki boðið heim til sín. En Tinna lét það ekki á sig fá og ég fór þangað og gerðum konfekt fram eftir kvöldi. Afi hefði svo átt afmæli í dag og í tilefni þess kemur alltaf fyrsti jólasveinninn :p En í gær héldum við upp á það. Heljarinnar boð hérna á bæ með fullt af yndislegum mat og góðu fólki. Við frænkurnar fjórar skelltum okkur í Hættuspilið þar sem ég gerðist svo kræf að vinna það í fyrsta skipti :) Afskaplega skemmtilegt, bæði að vinna og spila!
Nú þetta var aldeilis merkilegt og þá er ég bara búin í bili!
...over...