föstudagur, september 29, 2006
Ekki alveg búið
Og ég er mjög ánægð því það verður hlýtt og gott hérna eftir helgina! Get þá dregið stuttbuxurnar upp úr töskunni aftur! :D
...en segjum það...
fimmtudagur, september 28, 2006
Chicago myndir
Millenium park - hluti tileinkaður þeim sem hafa dáið úr krabbameini
Ég í Millenium Park
Lake Michigan - Og fl. bátar
Lake Michigan - Bátar
Lake Michigan - María og Scout
Lake Michigan - Montrose bryggjan séð yfir og niður í bæ
Kvöldverður snæddur í góðu veðri
miðvikudagur, september 27, 2006
Fyrir sögu bækur eftir 100 ár?
Skurðaðgerð gerð við aðstæður líkar þyngdarleysi
Rakst á þetta á mbl.is -og síðasta málsgreinin vakti hjá mér ugg. Hvers vegna?
Hópur franskra skurðlækna ætlar að gera skurðaðgerð á manni á miðvikudaginn við aðstæður sem verða svipaðar þyngdarleysi. Skurðaðgerð hefur aldrei verið gerð við slíkar aðstæður áður, en hún er liður í undirbúningi fyrir skurðaðgerðir í geimnum. Sérstök Airbus-þota, Airbus A300 Zero-G, mun flytja læknana og sjúklinginn upp í mikla hæð yfir suðvestur-Frakklandi og verður þar fituæxli fjarlægt.
Aðgerðin mun að öllum líkindum taka þrjár klukkustundir. Airbus A300 Zero-G er sérstaklega hönnuð til flugs þannig að farþegar og áhöfn upplifi ástand nærri þyngdarleysi, en fljúga þarf vélinni í fleygboga til þess.
CNES, geimrannsóknarstofnun Frakka, stendur fyrir þessari tilraun sem nýtur stuðnings Evrópsku geimferðastofnunarinnar ESA. Menn þar sjá fyrir sér að vélmenni geri í framtíðinni einfaldar skurðaðgerðir á mönnum úti í geimnum, þar sem slíkt gæti orðið nauðsynlegt.
Hvers vegna gæti orðið nauðsynlegt að framkvæma skurðaðgerðir út í geimnum í framtíðinni? (er sjúklega forvitin)
þriðjudagur, september 26, 2006
Andfúl og lausnir
Annars er ýmislegt að frétta úr borg glæpa og vinda. Í nokkra daga hef ég lesið það ógeðslegasta glæpamál sem ég hef nokkur tíman séð í blaði. Þetta glæpamál hefur undið upp á sig og byrjaði saklaust lítið en er nú risa stór og óhugnarlegt. Það byrjaði allt á því að kona hringdi á sjúkrabíl til að tilkynna fæðingu barn síns. Barnið var andvana og næsta dag fór fram jarðaför. Að lokinni jarðaför segir konana við vin sinn að hún hafi ekki verið ólétt heldur skar hún móður barnsins á kvið og stal barninu. Vinurinn hringdi umsvifa laust í lögregluna sem hóf leit að móðurinni. Hún fannst næsta dag upp við vegg hulin ýmiskonar rusli. Á maganum var hún með sár og dó vegna blæðinga frá því. Daginn eftir fær lögreglan að vita af því að konan á þrjú börn fyrir. Upphefst mikil leit af þeim sem spannar mjög stórt svæði, vegna ýmiskonar upplýsinga frá fólki sem hafði séð konuna með börn þeirrar látnu. Leitað var allt frá svæði í kringum heimilið upp í garð og skóglendi marga kílómetra í burtu. Leitin endaði síðasta laugardag, heima hjá börnunum þar sem þau höfðu verið drepin og komið fyrir í þvottavél og þurkara heimilisins. Það sem er einning sláandi í þessu máli er að sú látna og konan voru mjög góðar vinkonur og kölluðu sig oft frænkur. Þær höfðu báðar orðið mæður mjög ungar (sú látna var 23 ára og átti 7, 2 og 1 árs gamlar stelpur) og höfðu passað fyrri hvor aðra, farið út að borða saman og verið saman með börnunum sínum. Enn liggur ekki fyrir hvernig börnin dóu eða hver tilgangur morðsins var.