<$BlogRSDURL$>

laugardagur, desember 20, 2003

Lord of the Ring, The return of the King!  

Jess loksins loksins er förinni lokið. Sá Lord of the Ring í gær og mikið er hún góð. Heilir 3 tímar af góðri skemmtun. Ég bara trúi ekki að þetta sé búið. Og ég verð að segja að mér finnst síðasta myndinn lang best. Hún byrjar allveg svakalega óhugnalega en endar ,,And they lived happilly ever after." :) Þið verðið bara að drífa ykkur og sjá hana! :)

|

Fáránleiki kanaveldisins! 

Gæludýr
Ameríkanar eru löngum þekktir fyrir yfirdrifna ást sína á gæludýrunum sínum. En mér finnst nú allveg nógum þegar þeir eru með risastóraverlsanir fullar af dóti fyrir gæludýrinn. Jólaskraut og jólagjafir. Og í dag er hægt að fara í Petmart (eða hvað sem þetta nú heitir) og láta taka mynd af gæludýrinu sínu með jólasveininum. Mér finnst þetta nú allveg vera hámark geðveikinnar!

Tilhugalíf
Var að spjalla við kana á djamminu síðustu helgi og hann var að segja mér frá því hvernig fólk nælir sér í maka hérna ;) Hérna eru það strákarnir sem eiga að spyrja og bjóða stelpunum út. Ef stelpa tekur fyrsta skrefið þá er hún álitin drussla. Það er allt í lagi að strákur labbi á milli 1000 stelpna á kvöldi og reyni við þær en ef stelpa gerir hið sama, sorry hún er álitin hóra! :) Mér finnst þetta allveg glatað. Það er voða fínt ef strákarnir stíga fyrsta skrefið en ef þú sérð einhvern strák sem þig langar í, neibbb ekki reyna einu sinni að taka af skarið drusslan þín. Þú verður bara að bíða og sjá hvort hann hafi áhuga á þér!

Íslenska
Allveg er það að fara með mig hversu lítið ég tala íslensku, ég er farin að furða mig á því að ég skuli enþá skilja hana. Ég tala íslensku svona ca. 4x í mánuði í nokkrar mín. í senn. En allvegana þá var ég að tala við sjálfa mig um daginn (og það á íslensku sem gerist ekki oft) og var að spá í hvort ég nennti í sturtu. Og ég fór að tala tóma steypu! Fór að tala um að taka sturtu og eitthvað þannig sem er náttúrulega bara ruggl. Ég er allveg farin að blanda íslensku og ensku saman! :s

Tilvitnun dagsins; (í boði Stellu í orlofi sem rúllar (vel) þrátt fyrir að vera orðin 18 ára)
,,Is this the right way to Selá?"

oh já mikið sakkna ég hennar Stellu! :)


|

föstudagur, desember 19, 2003

Frægafólkið í USA!
Held að ég hafi verið búin að segja einhvertíman áður frá Hollywoodleikkonunni í götunni minn. Allavegana þá heitir hún Joan Cusack (kann ekki allveg að skrifa´ða) og hún á bróður sem heitir John Cusack og er líka leikari og hann er að deita Britney Spires svo jahúúú, ég vona svo ynnilega að einn daginn komi bleik limma í götuna og út úr henni muni stíga enginn önnur er sjálf Britney. Svo þessa dagana er ég að gera mig reddý til þess að vera alltaf tilbúin með myndavél. Ég er að hanna svona hatt þar sem myndavélin situr föstu á og svo þarf ég bara að toga í spott og flass búin að taka mynd. :) Þá þarf ég ekkert að vera að vesenast í að leyta af vélinni í töskunni og svona. Heldur verður hún alltaf tilbúin á hausnum á mér. :) hehehehehehehehehehe... :D

Burrr...
Kallt, kallt kallt. Mikið svaklega hata ég hitunnar kerfið hérna. Þetta blæs heitu lofti á hálftíma fresti eða eitthvað í nokkrar mínótur. Og hitar ekki rassgat (allvegana er minn alltaf frosinn). Og það er sama hitastig allstaðar í húsinu. Ef mig langar að hafa extra heitt í herberginu mínu þá er það ekki hægt því þá myndi allur kjallarinn og 1. hæðin vera extra heit. Mikið lifandi skelfingar ósköp sakkna ég heita vatnsins og ofnanna. Og hér er ekki opnaður gluggi yfir vetrartímann því það má ekki missa heitaloftið úr húsinu. Þetta er glatað. Og svo langar mig svo að fara í heitt baðkar. Oh ég sakkna svo að geta ekki legið í heitu baði og haft það kósý, sérstaklega ef manni er kalt. Hérna er bara sturta og einn stillir á vatnsrennslinu. Oh hvað mig langar að fara í sturtu án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að ég gæti verið að klára heitavatnið fyrir næstu manneskju. :( Já Ameríka er sko ekkert dans á rósum...

Tilvitnun dagsins;
,,Einhver tilllaga?"

|

miðvikudagur, desember 17, 2003

/((%/(%%"#$%"%%&/( 

Djöfullsins blogg, þetta virkar ekki rassgat... :(

Banki
Ég hélt alltaf að ameríka væri svo tæknivædd og nýjungagjörn, ó nei. Þegar ég fer í bankann og legg inn á reikninginn minn, sem ég geri í hverri viku, þá þarf ég fyrst að fylla út blað með dagst., Nafni, heimilsfangi og "kennitölu". Þetta er eitthvað sem bankar á Íslandi eru löngu hættir að gera, þeir eru allir með tölvu. Meira að segja minnstu útibúinn eru ekki með pappírsdrasl. Já svona er ameríka, ekki tæknivæddari en þetta. ;) Svo er fólkið í bankanum yfirmáta vitlaust. Ég sótti um bankareikning í byrjun október. Strax sama dag fékk ég bráðabirgða debetkort þangað til "allvöru" kortið væri tilbúið. Ég fékk þetta kort í síðustu viku því bankinn sendi það til Íslands! HALLÓ!!!! Hvað er að? Héldu þau að ég hafi skroppið til Ameríku til þess að opna bankareikning sem ég ætla síðan að nota í allt öðru landi???!!!??!?!?!?! Þetta er allveg ótrúlegt... Þetta er sko hámarkheimskunnar, það heimskasta sem ég hef lent í hingað til! -Nema þau hafi haldið að Iceland sé eitt af 52 ríkjunum, ja 53 ef Iceland er talið með... eða voru þau 67 ææiii skiptir ekki ég, vinn bara í banka!-

Jólinn jólinn jólinn koma brátt...
Jólatónleikar á eftir hjá 3 bekk. Og svo er jólapakkaskipti á klausturfundinum og bænahald ;) hehe... nei segi svona. Er nú ekki allveg gengin í klaustur.

Tilvitnun dagsins;
(í boði Sódóma Reykjvík)
,,Geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn."
,,Ha?"
,,Æ, bara svona málsháttur, eitthvað."

|

mánudagur, desember 15, 2003

Sá allveg hoppandi verslunar glaðan kana í dag. Var í Levies búðinni í dag í mátunnarklefanum og útúr einum klefanum kemur hoppandi stelpa, hún skokkar út í búðina og kemur skokkandi til baka með buxur. Já það er sko greinilega gaman að verlsa! ;) Keypti mér annars tvennar buxur þarna, loksins. Er búin að leyta og leyta að buxum en fann hvergi. Svo fór ég náttúrulega í Virgin og keypti mér disk, Moby Play og svo DVD West side story. :) Svo fór ég í H&M og keypti mér fullt af glingri! ;)
Annars var helgin brilljant. Djammað á laugardaginn, og ótrúlegt en satt, enginn þynka í dag. Fór aftur á þýskajólamarkaðinn og datt í'ða nei nei, fékk mér þýskt jólaglögg og bjór ;) Hitti svo vinkonu mína á einhverjum sport bar. Var að djamma með henni, kærastanum hennar og vinum hans, frítt áfeng :) og geggjað fjör. Föstudagurinn ekkert spes. Bara hangið á Pick me up kaffihúsinu sem við förum alltaf á! Og við sátum svo lengi að strafsfólkið var farið að horfa á okkur. Vorum að gera grín af vinkonu okkar því hún spurði nágrannan minn um þar síðustu helgi hvort hún væri með feik brjóst. (ein sem var að horfa). Og bara svona spurði, ertu með feik brjóst? Og já nágranninn minn er með feik brjóst, sílikonbrjóstagella. :) Ég gæti aldrei séð hvort brjóst séu feik eða ekki. :s ég er heldur ekkert mikið að spá og horfa og svona.

Tilvitnun dagsins; (fyrir þá sem eru undir löglegum drykkju aldri)
,,U got the right, to fight, for your party." eða sth. like that eitthvað.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?