<$BlogRSDURL$>

laugardagur, maí 01, 2004

Föstudagur.... 

já ætli ég byrji ekki bara að segja ykkur frá helginni þar sem ég hef ekki mikið að gera... :p
Nú dagurinn var hreint yndislegur... fór svo um kvöldið að æðislegan ítalskan veitingastað. Og fékk líka þessa dýrindis súkkulaði köku. Hún var öll um súkkulaði, súkkulaði, súkkulaði... nammm... :D fórum svo í bíó á Lost in Attraction sem er ágætlega fyndinn og bara sæt. Með svona and they lived happily ever after ending! En besti James Bond ever (allavegana sætasti) og Julianne Moore leika í þessari mynd og gera það bara ágætlega.
En off I go... Ætla að halla mér aðeins fyrir kvöldið. Er nefnilega að fara að passa og svo ætla ég að hitta Iris og við ætlum að fá okkur bjór saman eftir vinnu því við erum báðar að passa!

Tilvitnun dagsin; (Kravitz)
,,I whant to get away, I wanna fly away..."

|

föstudagur, apríl 30, 2004

ekkert... 

oh allveg er ég tóm... þegar ég gekk framhjá tölvunni áðan vissi ég að ég hafði eitthvað að segja en nú er það bara farið... :p En eitt sem ég man... er að spá hvort ég eigi að halda úti English version. Er ekki allveg viss hversu margir eru að skoða þá síðu og hvort hún sé eitthvað skemmtileg yfir höfuð! Það allavegana nennir enginn að kommentera á henni :(

Tók nýja stefnu í lífinu í dag...
Ég er nefnilega búin að vera að hugsa svo mikið um heim heim heim... síðustu vikur að ég er allveg að fara yfir um. Held bara að það sé þessi tími ársins og dvalarinnar. Bráðum fæ ég sendingu um það hvernig og hvenær ég þurfi að pannta flugið heim og svona. Og svo er veðrið upp og ofan (og skapið fylgir því), maður er feginn að kaldi veturinn sé búinn og er að þrýsta á sumarið og hitann að koma. Nú svo ég sagði við sjálfa mig í dag að þetta heim heim heim... dót gengi ekki lengur. Ég gæti ekkert notið þess sem væri eftir ef ég væri alltaf að hugsa um þetta. Og ætti ekkert að hafa áhyggjur ég kemst bráðum heim. Bara 4 mánuðir eftir. Svo núna í bili, er ég búin að leggja þessa hugsun til hliðar og ætla bara að einbeita mér að því að hafa þann "litla" tíma sem ég á eftir í að hafa það gaman! :D jhá bara varð að deila þessu með ykkur.

Nýr bloggari!
Já Þóra vinkona er dottin í bloggið... Velkomin! Endilega tékkið á blogginu hennar hérna til hliðar. Var búin að gleyma því að þú værir snillingur, Þóra, og fyndinn (sorry þ.e. að ég væri búin að gleyma þessu)! :D

Tilvitnun dagins; (í tilefni þess að ég er að hlusta þetta snilldar sænksa band... engir aðrir en ABBA)
,,Money, Money, Money..." honey, honey, honey... yes it´s al about money!!!!!!!!!

|

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Peninga eyðsla... 

Já fór með Jack í Target áðan og ég keypti mér heila 4 diska og bók! Keypti mér #1 Hits of the ´50´s, #1 Hits of the ´60´s, ABBA gold og Lenny Kravitz greatest hits... og svo bók eftir Noru Roberst man ekkert hvað bókin heitir ákkúrat núna en þetta ætti að vera ágætis dægra stytting. :þ Annars ekkert spes í fréttum nema veðrið er æði... sól og hiti en þetta fjand. rok alltaf hreynt. Já það er nú það...

Tilvitnun dagsins; (Mr. Tamborine Man, The Byrds)
,,Hey Mr. Tambourine Man play a song..."

|

Fínt? 

já þá eru smá útlitsbreytingar komnar. En þetta verður vonandi meira með næstu dögum... tékkið á kommentarnum... hann er rosalega sætur ;)
luv... María :)

|

miðvikudagur, apríl 28, 2004

ýmislegt svona... 

Já hvar ætti ég að byrja... eitt og annað sem mig langaði að minnast á. Nú ætli ég byrji ekki á sýklahræðslu. Sagði eitthvað um hana hérna fyrir svo litlu síðan og svo hef ég ekkert verið að pæla í því fyrr en ég var úti á róló með krökkunum um daginn. Þá var einhver barnapía með 2 litla krakka, undir 1 árs. Þau voru að fara að róla en áður en hún setti krakkana í róluna fór hún með klút um róluna. Það eina sem mér datt í hug var að þetta var svona sýkladrepandi klútur. Mér finnst þetta nú heldur mikið. Svo í einu tíma sem Jack fer í þá sé ég eina mömmuna alltaf taka svona sótthreynsandi gel (sem er í túpum á staðnum) og þrýfa hendurnar á sér og krakkanum eftir hvern tíma. Sko fólk hefur nú lifað í 1000-undir ára með fult af sýklum og bakteríum án þess að hafa orðið mjög meint af... finnst þetta bara svo mikil geggjun...

Saga 103/203
Var um daginn að hanga með stelpunum hérna sem ég hangi alltaf með, 2 frá þýskalandi og ein frá Eistlandi. Nú við vorum eitthvað að ræða um sögu landsins okkar og WW 2. Og þýsku stelpurnar voru geggjað hissa á hversu mikið við vissum um sögu landsins okkar og bara yfir höfuð því þær vissu bara ekki neitt og gátu sagt frekar lítið. :p Heee... ekki það að ég sé góð í sögu. En ég vil koma þakklæti til FÁ og fjölskyldunar fyrir að hafa kennt mér sögu svo ég hafi getað virst klár þarna um daginn ;)


|

worst day ever...  

já úff... allveg fór ég vitlausu meginn fram úr í morgun því ég hef ekki verið í skapi til þess að hrópa húrra yfir... :( Nú svo til þess að toppa daginn fór ég á Mcdonalds með Jack og við fórum í drive through það vildi svo ekki betur til en það að þegar ég var að keyra út af bílastæðinu þá bara bamm datt kókglasið mitt niður og allt gólfið í bílnum flótandi í kóki! Svo ég lagði bílnum til þess að henda nokkrum klökum út og reyndi að þurka upp með þurkum. Það dugði ekki til svo ég brunaði á næstu bensínstöð og reyndi að ryksuga restina! Já þetta toppaði daginn, svo var eitthvað annað sem kom fyrir en ég man ekkert hvað það var. Kannski bara ágætt. Og hvernig var svo dagurinn hjá þér? Ég bara verð að skella mér í ræktina eftir vinnu og losa mig við þessa neikvæðu orku. Taka smá jóga stellingar í átt að sólinn og bæta úr þessu... Því veðrið hérna er allveg himneskt. Sól og gott veður, smá rok en samt allveg yndislega hlýtt! Íslenskt sumarveður ;)

Tilvitnun dagsins; (Oasis)
,,To day is gonna be the day when I´m gonna throw it back to you." eða einhvern veginn þannig

|

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Bara bull svona...  

Svona þar sem ég hafði ekki mikið að gera í gær fór ég á persona.is og tók nokkur stór skemmtileg próf. Ég ath. hvort ég drykki of mikið og komst að því að síðasta árið hef ég verið að drekka heldur ótæpilega og ætti að leita mér aðstoðar hjá SÁÁ eða Vogi. Ég hafði ekki hugmynd um að ég ætti við vandamál að stríða... ;p Nú svo tók ég próf til þess að ath. hversu mikið ég vissi um svefn. Og ég bara veit ekki neitt, ég sem er búin að sofa helminginn af æfi minni! Svo eftir það tók ég próf um hvernig persóna ég er og auðvitað komst ég að því að ég er mjög góð, dugleg, fyndin, hugmyndrík, gáfuð og skemmtileg persóna, sæt og bara allt það sem prýðir góða manneskju!;) Og svo síðast en ekki síst tók ég greindarvísistölupróf sem ég koll féll í, en það kemur ykkur náttúrulega ekkert á óvart? neeeeeeeeeee ekki allveg er bara svona meðal manneksja í rökhugsun... ekkert of mikið því ég er ekkert að nota gáfurnar mínar of mikið, maður verður að spara sko.

|

sunnudagur, apríl 25, 2004

Myndir 

já steyngleymdi. Tók vélina með mér svo það eru nokkrar myndir frá því í kvöld á netinu, ath. DJAMMIÐ!!!!!!!!!!!!!!!!

|

Kvennaklósett 

já maður getur orðið vitni af ýmsu áhugaverðu inn á kvennaklósettunum eins og margur veit. En ég sá það besta ever í kvöld. Það var einhver gella nefnilega að laga G-strenginn sinni fyrir framan alla! Lifti bara upp þessu litla sem var af pylsinu sínu og bara go for it... :p hehe... heyrði síðan að hún hafði keypt G-strenginn í Victoryu í dag og hann var aðeins of lítill, æi æi æi... :p
Speglar eru merkilegt fyrirbæri. Tók eftir því í kvöld þar sem ég sat við speigil að flest allt fólkið sem labbaði framhjá leit ósjálfrátt í spegilinn, bara svona til þess að ath. hvort það væri nú ekki þarna og tékka hvort það kannaðist ekki við liðið... :p ne... segi svona... ég geri þetta án þess að ætla mér það... Það er bara svo gaman að horfa á sig í seglinum og minna sig á hversu sætur maður er ;)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?