fimmtudagur, september 29, 2005
allt er fallt
...þegar auðvelduð verður leitin á netinu...
Hef ekki hugmynd um hvernig fimmtugt kanadískt ljóðskál fann heimasíðuna mína, en mér finnst það heldur krípí... mundi svo allt í einu eftir því að núna er bara ekkert mál að leita á netinu, hvort google hafi ekki opnað bara fyrir leit á öllum bloggsíðunum, don´t know... svo frá og með deginum í dag fara engar myndir af vinum og vandamönnum á vefinn... sendi ykkur þær bara í pósti ef mér finnst þið þurfið endilega að sjá þær ;)
Remember, stay open minded... :)
|
Hef ekki hugmynd um hvernig fimmtugt kanadískt ljóðskál fann heimasíðuna mína, en mér finnst það heldur krípí... mundi svo allt í einu eftir því að núna er bara ekkert mál að leita á netinu, hvort google hafi ekki opnað bara fyrir leit á öllum bloggsíðunum, don´t know... svo frá og með deginum í dag fara engar myndir af vinum og vandamönnum á vefinn... sendi ykkur þær bara í pósti ef mér finnst þið þurfið endilega að sjá þær ;)
Remember, stay open minded... :)
Keppni
...í heppni!
Hver veit hvað þetta orðatiltæki þýðir?
,,Að hafa borð fyrir báru"
|
Hver veit hvað þetta orðatiltæki þýðir?
,,Að hafa borð fyrir báru"
miðvikudagur, september 28, 2005
skurt og krafað...
já já... gæti alveg orðið mega leiðinleg og byrjað að telja enn einu sinni upp það sem ég gerði yfir helgina en svoleiði efni finnst mér ekkert alltaf mjög skemmtilegt að skrifa og sérstaklega ekki í dag... það vita líka flestir hvað ég var að gera svo... ég er svona búin að vera að leggja höfuðið í bleiti og uppskar ágætis hagvöxt því nú hef ég ýmislegt til þess að velta mér upp úr. Og mig langar að byrja á Britney Spears. Þið hafið eflaust tekið eftir því að Britney bíður núna með manni eftir strætó. Það er afskaplega gaman að hafa svona lögulega stelpu sér við hlið og ágætt að það geti einhver klæðst kjól í þessum #"$"#%! kulda! :) Nú mér var svona litið á hana í dag á meðan við biðum saman eftir 6-unni og þá tók ég eftir því að hún er bara ekkert með nein brjóst. Það er eins og sílíkon barmurinn hafi verið flattur út og hún stendur eftir með risa stóran brjóstkassa. :p Ekkert sérlega kvennleg svona þegar maður fer að skoða myndina.
Langar síðan að segja ykkur litla sögu. Datt inn á bloggið hjá Hillu áðan og þar fór hún að tala um umferðina. Ég tek ekkert sérlega mikið eftir henni nema þessi örfá skipti sem ég ek og þá bölva ég þeim í sand og ösku sem keyra undir eða ákkúrat á hámarkshraða á vinstri akgreininni eða þeim sem geta ekki fylgst með þegar grænaljósið kemur og fara afstað á réttum tíma! Ený veis þá ferðast ég mikið í strætó og ég sver það að eftir að strætó breyttist eru bílstjórarnir allt öðruvísi... Betra kerfi - verri bílstjórar, jamm sammt er þetta nú bara allt slæmt. En sem sagt þá var stelpa með mér í skólanum í strætó um daginn. Hún sat í sínu sæti og var að lesa þegar strætóbílstjórinn snarhemlar (eins og þeir gera all oft). Hún baðar út höndunum, nær ekki að grípa neitt og skellur í gólfið. Rís snögglega upp og segir ,,allt í lagi með mig..." Þá kemur kona að henni og bendir á hana og segir ,,ég held þú þurfir að sauma" Stelpan fer beint á slysó (btw strætóbílstjórinn tók ekki eftir neinu). Tvem tímum seinna er hún svo komin heim eftir smá saum á ennið. Það gerist ekkert annað en það að henni verður rosalega óglatt og byrjar að æla. Hún fer því aftur upp á slysó og er þar til tvö um nóttina með heilahristing. Ferleg strætóferð það...
|
Langar síðan að segja ykkur litla sögu. Datt inn á bloggið hjá Hillu áðan og þar fór hún að tala um umferðina. Ég tek ekkert sérlega mikið eftir henni nema þessi örfá skipti sem ég ek og þá bölva ég þeim í sand og ösku sem keyra undir eða ákkúrat á hámarkshraða á vinstri akgreininni eða þeim sem geta ekki fylgst með þegar grænaljósið kemur og fara afstað á réttum tíma! Ený veis þá ferðast ég mikið í strætó og ég sver það að eftir að strætó breyttist eru bílstjórarnir allt öðruvísi... Betra kerfi - verri bílstjórar, jamm sammt er þetta nú bara allt slæmt. En sem sagt þá var stelpa með mér í skólanum í strætó um daginn. Hún sat í sínu sæti og var að lesa þegar strætóbílstjórinn snarhemlar (eins og þeir gera all oft). Hún baðar út höndunum, nær ekki að grípa neitt og skellur í gólfið. Rís snögglega upp og segir ,,allt í lagi með mig..." Þá kemur kona að henni og bendir á hana og segir ,,ég held þú þurfir að sauma" Stelpan fer beint á slysó (btw strætóbílstjórinn tók ekki eftir neinu). Tvem tímum seinna er hún svo komin heim eftir smá saum á ennið. Það gerist ekkert annað en það að henni verður rosalega óglatt og byrjar að æla. Hún fer því aftur upp á slysó og er þar til tvö um nóttina með heilahristing. Ferleg strætóferð það...