<$BlogRSDURL$>

föstudagur, október 27, 2006

,,Boðið til ,,jarðarfarar"" 

... er hluti af fyrirsögn á frétt á vef mbl.is, alls hljóðar hún svo ,,Boðið til ,,jarðarfarar" náttúru Íslands og Trínidad og Tóbagó."
Ég fæ bara alltaf svo fyrir hjartað og vöknar um augu þegar ég les fréttatengt efni. Þetta er mér svo mikil skömm og rauninni allri þjóðinni. Ég vona bara, eða óska, að við breytum rétt næst og látum ekki vaða svona yfir okkur og það sem stendur okkur kærast af náttúrunni.

...sló inn álver á google undir myndum og þá sé ég bara fullt af fólki sem heitir Alver. Svo ég legg til að allir innflytjendur sem vinna á Íslandi fyrir Álverið fyrir austan taki þetta upp sem "nýja" nafnið sitt. ...en þetta þýðir álfa á útlensku, sem er nú bara kaldhæðsnislegt.

Kárahnjúkar - Stífla

Fór í Borgarleikhúsið í kvöld en URKÍ-R var boðið að sjá Amadeus. Ég sé nú ekki eftir að hafa þegið boðið því í heildina fannst mér sýningin góð og áhugaverð. Upphafs atriðið finnst mér þó heldur langt og leiði gjarnt og allar mónalogs senurnar og stundum datt leikurinn út. En það var ungur og splúnku nýr leikari sem fór með hlutverk Amadeusar (Víðir) og finnst mér hann algjörlega sanda upp úr í sýningunni. Og eins og mamma sagði; ,,hinn þögli sigurvegari sýningarinnar". Hann fór á kostum og hefði ég viljað sjá meira af honum. Mér fannst hann ná svo vel tökum á túlkun sinni og sveif á fallega mjúkum flauelis þræði. Meðan t.d. Hilmir var heldur grófgerður, sviplaus og næstum tilgerðarlegur. Þó hann hafi staðið sem með ágætum. Lög Motzarts lífguðu heilan helling upp á verkið og gaman að rifja upp lögin hans, þau hljómuðu sem kynningar stef. Sviðsmyndin fannst mér ekki nógu góð þar sem hún lokuð til endana og sannar algjörlega að það er gott að sitja fyrir miðju. Fyrir hlé var ég næstum farin að veifa að ,,Amadeusi" bara svo hann mindi snúa sér til okkar því mér fannst hann horfa of mikið í eina átt. En það breyttist eftir hlé, sem var gott. Svo er svo ótrúlega margt sem maður getur samsamað með sér, persónulegir hlutir, fær hluti í kringum sig í nýtt ljós og eða bara nýja sýn á verk og líf Motzarts eftir þessa sýningu. Að ég mæli nú með henni. Ég er ekkert gáfnaljós í þessum fræðum, en gef henni *** stjörnur. ;p

Og nú er kominn tími á svefn! :D


|

þriðjudagur, október 24, 2006

Bara fyndið 

Hvað er betra en að eyða tímanum sínum í að horfa á fólk í fyndnum aðstæðum. Kvikmynd.is stendur nú fyrir sínu og þar sem ég hef lítið sem ekkert að gera þá langar mig að deila bullinu með ykkur. -Klikkið bara á linkinn- ;)
Vatnadans
Óheppilegt
Þetta er nú ekki fyndið en alveg hreint lýgilegt. Hvernig ætli það sé að eiga smábarn ,,for ever"?
Áhættu atriði
Hálka
Gott módel
Og svo er það uppáhaldið mitt! :)
Óheppin mamma
Rennislys

|

mánudagur, október 23, 2006

Helgin og Mýrin 

Get nú ekki sagt að helgin hafi byrjað neitt svakalega vel nema að því leiti að við sáum Eldhús eftir máli sem er alveg frábær sýning. En það sem gerðist eftir það gerir það að verkum að sýningin gleymist seint og hvað þá kvöldið, eða nóttin öllu heldur.
Laugardagurinn er nú ekki til frásögu færandi þar sem hann fór fram hjá mér í "móki" þar sem ég var ferlega þreytt. Og datt út öðru hvoru þar sem ég stóð mig af því að endur vekja kafla liðinnar nætur. En held ég geti þó alveg sagt frá því sem gerðist á vinnudegi stjórnar. Það var svo löngu planað hjá mér og Unni að gera eitthvað um kvöldið og um tíu leytið hittumst við á Ölstofunni og Sverrir líka. Eftir bjór á Ölstofunni förum við á Næsta bar því við vorum ekki sátt við að þurfa að sitja undir tónlist á staðnum. Sem er nú oft ástæðan sem við förum á Ölstofuna, engin tónlist bara skvaldur og tóm til að tala. Næsti bar varð fyrir valinu því við vissum fyrir víst að það væri alsengin tónlist þar, sem reyndist rétt. Eyrún var búin að boða komu sína á Ölstofuna og á sama tíma og við göngum þar út kemur hún askvaðandi í fylgd vinkonu sinnar. Og þá mundi ég eftir því að ætlaði að hringja í hana. En held að tónlistin hafi alveg ruglað mig í rýminni svo ég gleymdi áætlunum mínum í að hringja í hana og láta vita af staðarbreytingum. En þökk sé henni að koma á "réttum tíma" þá fór þetta vel. :) Næsti bar stóð fyrir sínu og skemmtum við okkur konunglega þar yfir bjór. Ég átti líka endurfundi þar sem ég hitti Sigrúnu, stelpu sem ég kynntist við tökur á lokaverkefni Brynjars Þórs. Við klikkuðum ótrúlega vel saman í vor og duttum í það í miðri viku rétt áður en ég fór í óperuna með Þóru :p hehe... en ég týndi símanr. hennar og hún mínu en nú er allt komið í samt aftur og stefnum bara á hitting. Hitti líka fyrir uppáhalds kennarann minn og lennti á smá spjalli við hana og Björk Jakobs. Mikki danski varð líka á vegi okkar með félaga sínum, og ég bullaði í einhverjum guttum á barnum. Ég verð greinilega litblind eftir nokkra bjóra þar sem ég hélt að gaurinn væri í bleikri skyrtu, en hún var víst appelsínu gul. :p
Nú svo rann sunnudagurinn upp og Bíódagar hópaðist ásamt tugi annara Íslendinga á Mýrina. Alveg hreint stórkostleg mynd og mjög góð. Myndataka iðulega góð og fallega innrömmuð. Það er þó eitt sem böggar mig við myndatökuna og það er þegar myndavélin er persónan sem er að hlaupa. Það hrisstist allt og ekkert sést. Þetta er eins og þegar maður er fullur og enginn fókus til staðar. Eitthvað sem mér finnst ekki gaman að horfa á. Yfirlitsmyndirnar voru ótrúlega fallegar en mér fannst þó stundum óþægilegt hvað það vanntaði fókus á þær. Leið stundum eins og ég væri með störu á "eitthvað". En í heildina var hún góð. Mér finnst líka lítið hægt að setja út á leikinn og mörg móment sem hefðu getað orðið vandræðaleg urðu það alls ekki. Og á kvöflum var hann vel gerður og ótrúlega fyndinn. Klippinginn var auðvitað framúr skarandi þar sem Elísabet Rónalds sér um hana og hún er nú bara uppáhaldið mitt. Fyrrum kennari og alveg frábær! Svo ég mæli með að þið takið ykkur kvöldstund og styrkið ekki bara íslenska kvikmyndagerð heldur lífgið upp á lífið og sjáið frábæra íslenska mynd! :)
Langar svo í lokin að hrósa Eyrúnu fyrir að halda úti heimasíðu Bíódaga en þar skrifar hún pistil eftir hvern viðburð ásamt öðru sem tengist klúbbnum.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?