<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Ef líf mitt væri bíómynd... 

Það er svona þegar atvinnuleysið ræður ríkum í mans vesældar lífi. Þá hefur er mest lítið hægt að gera nema að blogga, taka til, hanga og ...Hvað ætli fólk hafi gert hér fyrr á árum og öldum þegar ekkert net var til og bjó í borgarsamfélagi og var atvinnulaust? Hékk það bara á bryggjunni allan daginn eftir að vera valið úr? Fór svo á barinn og datt í það? -Ekki slæm hugmynd, nema frekar dýrt svona...- Eða varð þá snilldin til? Kannski er ég bara svona ,,hopeless" mig dreymir alltaf bara um að búa í borg en samt ekki, þannig að núna tæki mig 5 mínútur að hoppa upp í fjall og leika mér á skíðum allan daginn. Borða ostasamloku og drekka kakó eða þá að það tæki mig 5 mínútur að ganga á ströndina og þar gæti ég baðað mig í sólskyninu og borðað ávexti og horft á sæta strandverði ;) En lífið mitt er kannski bara ömuleg bíómynd þar sem ég sit föst inn í húsi í úthverfi höfuðborgarinnar og veit ekki hvað ég á af mér að gera. Grotna niður við hvern andardrátt sem ég tek og nenni ekki út með hundinn því ég er búin að ganga göngustígana hérna ansi of oft. En hvernig væri að bæta tónlist við myndina og ath hvort það lífgi ekki upp á eitthvað! :) ...og leikurinn hefst með skemmtilegri þýðingu frá Atla sem Kristín frænka þekkir, en hún tók þetta frá honum ;)

IF YOUR LIFE WAS A MOVIE, WHAT WOULD THE SOUNDTRACK BE?
(Viltu vinur minn vita, ef líf þitt kvikmynd væri, hvurskyns músík hún bæri?)
So, here's how it works: (Soddan virkar havaríið )
1. Open your library (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc) (Opn þinn tónsarp (iTóna, alvöru pc mp3spilara, drasl mp3 spilara, iBú, o.s.frv)
2. Put it on shuffle (Lát á vanröðun)
3. Press play (Þrýst á leika)
4. For every question, type the song that's playing (Sérhverri spurningu skal fylgja það lag sem leikið er á þeim tíma)
5. When you go to a new question, press the next button (Þegar næsta spurning er tækluð, þrýstu á "Næsta" hnappinn)
6. Don't lie and try to pretend you're cool... (Berðu ekki ljúgvitni um eiginn nördaskap).

Opnunartitlar: Drive - The Cars (þetta byrjar rólega en yfirvegað með mikilvægri spurningu, kannski verður henni svarað "who is gona tell you..."

Við uppvakningu: Minn strákur brjóstsykur - Heimilstónar (nokkuð hresst í morgunsárið og stuðið byrjar strax. ástin er á næsta leiti)

Fyrsti skóladagurinn: Track 7 - kannast ferlega við þennan íslenska söngvara þetta er ´90 lag eða eitthvað og hlutinn er ,,og ég bíð í röð á rauðu ljósi á eftir hinum bílunum ..." (svo ætli ég sé ekki bara sein)

Verða ástfanginn: Jacquline - Franz Ferdinand - (og þá varð ég ástfangin ...starði á andlitið)

Slagsmálalagið: Í Dansi Með Þér - Heimilistónar (djarfur úlfur ... ætli það sé ekki bara verið að boxa hérna yfir ástinni)

Sambandsslit: Snow - Emiliana Torrini (rólegt og fullkomið, hann var þá giftur eftir allt saman)

Prom: Money For Nothing - Dire Straits (kannski ekki alveg the lagið fyrir the kvöld lífsins en örugglega sjúkleg peninga sóun þegar upp er staðið ...en söngvarinn vill bara fá sitt MTV og það er kannski bara mun skárra).

Daglegt líf: California Dreamin´- The Mamas & The Papas (þetta er sko draumurinn um daglegt líf Draumurinn um Kaliforníu).

Við andlegt áfall: Respect - Aretha Franklin (taktu bara tillit til mín, ha? OK!)

Keyra í bíl atriðið: Sparks - Coldplay (allt rólegt of fyrirvegað, sló mótíon, og svo ókstu mér í burtu)

Flassbakk: My Best Friends Girl - The Cars (dans, hitta fólk, og svo kemur hún (hann) aftur)
Ná saman á ný við kærastann: Live and let die - Guns N´Roses (hann skildi og móttó lífsins "U live only 1 time)

Brullaup: Track 4 - Tracy - (..."a plase for you in my hart", hugljúft og rómantískt við altarið þar sem við játumst að eilífu, unga daman og töffarinn sem hefur ekki munað sinn fífil fegurinn þangað til núna)

Barnsfæðing: Shiver - Coldplay (úff já mér hryllir við þessu ... en ekki vera erfitt barn)

Lokabardaginn: The Dark Of The Matinée - Franz Ferdinand (svolítið fjörugt fyrir úrskurð myndarinnar á því hver lifir og hver deyr)

Dauðasena: Drive My Car - The Beatles (þar fór þar, ég dó og fékk bara þrusu bíl og varð hetja)

Jarðarfaralag: Nothing Brings Me Down - Emiliana Torrini (ákkúrat ekki syrgja heldur bara halda áfram að halda partý og vera til!)

Lokatitlar: Darts Of Pleasure - Franz Ferdinand (og ég bara klára þetta sátt)
...og svo kom sörpræsið...
Hvað segir gagnrýnandinn um myndina; Tracy lag nr. 10 á safndisk - Byrjar allt rólega - ekki lofa upp í ermina á þér, drekktu svolítið vín, ást, ást, ást... etc.

Þannig var sú sjóferð þá!
Þetta hressti óneitanlega upp á tilveruna. ;)

|

Mynd vikunnar 

Þá er komið að því, enn einu sinni. Þessi mynd hlítur tilnefninguna mynd vikunnar vegna kuldakastins sem hefur verið hér síðustu daga.

|

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

ótrúlegar tölvusögur 

Fann þessar snilldar tölvusögur á mbl.is Ótrúlegt hvað fólki dettur í hug.

10. Missti tölvuna úr þyrlu.
Maður sem starfar hjá alþjóðlegu símafyrirtæki varð fyrir því óláni að missa fartölvuna sína úr þyrlu er hann var við störf í Mónakó.
9. Gögnin hurfu eftir sjampóþvott.
Einn farþegi, sem flaug frá London til Varsjár í Póllandi, hafði pakkað fartölvunni sinni í sömu tösku og hann setti hreinlætisvörurnar. Það vildi ekki betur til en svo að sjampóið lak yfir allt sem var í töskunni og eyðilagði harða diskinn í tölvunni.
8. Átakanlegt fyrir gamanleikarann.
Breskur gamanleikari varð fyrir því óláni að missa tölvuna sína í gólfið með þeim afleiðingum að harði diskurinn skemmdist. Það kom sér afar illa þar sem hann tapaði jafnframt 5.000 ljósmyndum, 6.000 lögum og helmingnum af bók sem hann var að skrifa. Hann leitaði til sérfræðinganna sem náðu að endurheimta gögnin fyrir hann.
7. Björguðu vísindarannsóknum.
Breskur háskóli sem stundar miklar vísindarannsóknir varð fyrir því að tapa gríðarlegu miklu magni af gögnum þegar eldur kom upp í skólanum.Reykur og vatn úr slökkvitækjum skemmdi mikið af tölvubúnaði. Það náðist þó að bjarga 30 tölvum, eða um einu terabæti af gögnum.
6. Banani á harða disknum.
Þá datt einum manni í hug að leggja gamlan banana ofan á utanáliggjandi harðan disk sem hann átti. Bananinn fór brátt að mygla og lak bananagumsið inn á diskinn sjálfan og olli skemmdum á tækinu. Skemmst er þó frá því að segja að þeim hjá Kroll Ontrack tókst að bjarga harða disknum, en það sama er ekki hægt að segja um bananann.
5. Harði diskurinn sem hraðahindrun.
Á hverju ári dúkkar upp fólk sem leggur tölvurnar eða harða diskinn í veg fyrir ökutæki. Það tókst þó að bjarga gögnum úr tölvu sem flugvallarökutæki ók yfir. Þá björguðust nokkrir utanáliggjandi harðir diskar sem voru í bakpoka sem vörubifreið hafði ekið yfir.
4. Ítarlegt forsnið.
Einn maður lét sér ekki nægja að forsníða harða diskinn sinn einu sinni eða tvisvar, heldur gerði hann það 10 sinnum áður en hann gerði sér grein fyrir því að á tölvunni væri að finna mikilvægar upplýsingar sem hann hefði átt að gera afrit af.
3. Fríinu bjargað.
Maður einn kom heim úr draumaferðalaginu frá Barbados en var svo óheppinn að hann gat ekki fundið myndirnar sem hann tók neðansjávar er hann kafaði til þess að skoða kórala sérstæða fiska. Hann hafði tekið myndirnar með nýju vatnsheldu myndavélinni sinni. Það kom hinsvegar í ljós að myndavélin var ekki jafn vatnsheld og haldið var fram í auglýsingunni. Þrátt fyrir það tókst að bjarga myndunum.
2. Úr öskunni í eldinn.
Háskólaprófessor var afar pirraður á stöðugu pípi sem kom frá harða diskinum úr nýju tölvunni hans. Hann dó þó ekki ráðalaus og ákvað að opna tölvuna sjálfur og spreyja hana með smurefni til þess að losna við hljóðið. Þetta reyndist vera hin besta aðferð til þess að losna við óhljóðið en þetta gerði jafnframt það að verkum að hann gat ekki lengur kveikt á tölvunni.
1. Illa þefjandi verkefni.
Fyrir einn viðskiptavin var gagnatapið ekki alvarlegt en ástandið varð þeim mun verra þegar hann ákvað að vefja harða disknum sínum í skítuga sokka til að verja hann gegn hnjaski, en hann sendi svo diskinn til Kroll Ontrack. Sokkarnir reyndust ekki vera sú vörn sem maðurinn hélt að þeir yrðu og því skemmdist diskurinn við flutningana. Verkefni þeirra hjá Kroll Ontrack reyndist því vera erfiðara en upphaflega stóð til. Umræddur viðskiptavinur lofaði því að framvegis muni hann nota bóluplast.

|

afstaðið 

Og ávöxtun helgarinnar er kvef (hæsi), gleði og hamingja! :D
Ég mindu nú alveg segja að það sem stendur mest upp úr helgini eru Sykurmolatónleikarnir á föstudags kvöldinu! Þetta var hreint frábært og stórkostlegt og ekkert til að missa af! Ef þú fórst ekki á tónleikana en hlustar á Sykurmolana þá misstir þú af miklu! ;) Út frá tónleikunum og upphitunnar hljómsveitinni Rass ákváðum við Hilla að stofna pönnkhljómsveit og varð okkar fyrsta lag til er við sátum að drykkju með rónum bæjarins á Næsta bar. Sem vildi nú bara þannig til að Ölstofna var troðfull og eftir Sykurmola tónleika þá hlustar maður annað hvort á meira eða ekkert. Og við völdum bæinn, barinn og ekkert.
Laugardagurinn rann svo upp hýr, fagur og rólegis dagur. Mesti viðburður dagsins var handleggs brotið hennar Önnu en skutlan únliðsbrotnaði og upp skarts mikil pína og kvöl í framhaldi þess. Nú svo kom að afmælisveislu Erlu systur Steinunnar þar sem við vinkonurnar skemmtum okkur ferlega vel við bar afgreiðslu. Eftir öll herleg heitin skelltum við okkur svo í bæinn í öllum snjónum og sátum að sumbli fram eftir öllu í "einkaherbergi" á Celtic. Við Stefán urðum svo næstum úti og veður teft í bænum en fyrir tilstilli góðvilds pabba hans sem sótti okkur fór þetta allt á besta veg! :)
Kringluferðinn á sunnudeginum var svo frestað þar sem ferðaþjónustan lagði niður allar ferðir og Ólafía komst því ekki neitt. Í staðinn fór ég bara út að moka og moka og moka... og í heimsókn til Ólafíu að prófa jeppan í snjó. Eddu hátíðin tók svo við um kvöldið og var það afskaplega skemmtilegt.
Viðburðar mikil helgi að baki og róleg vika framundan.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?