laugardagur, desember 30, 2006
Mynd vikunnar
Betra er seint en aldrei ;) ...eins og margir hafa sagt svo oft áður, meðal annars ég.
En aldrei að segja aldrei ...og þar fór það...
Mynd vikunnar að þessu sinni er fyrir minna hlutahópnum, komandi kynslóðir á nýja árinu sem er að ganga í garð. Megi þau læra að lesa fleira en PlayBoy.
|
En aldrei að segja aldrei ...og þar fór það...
Mynd vikunnar að þessu sinni er fyrir minna hlutahópnum, komandi kynslóðir á nýja árinu sem er að ganga í garð. Megi þau læra að lesa fleira en PlayBoy.
föstudagur, desember 29, 2006
pælingin
Ég er að lesa bók. Ég er að lesa bók sem ég get ekki sagt ykkur frá að því ég veit ekki alveg um hvað hún snýst. Jú ég gæti sagt ykkur það en þá væri ég ekki að segja ykkur satt. Ég er að lesa bók sem ég er ekki búin með, augljóslega þar sem ég er að lesa bók... En þegar ég klára hana verða ég samt en þá að lesa hana því þá þarf ég að ,,vinna úr henni". Ég veit að ég verð að lesa hana aftur en til þess þarf ég að lesa aðra bók sem ég hef þegar lesið og hef miklar mætur á. En bókin sem ég er að lesa núna er einstök og áhugaverð. Og það besta við hana er að hún verður ekki búin þegar hún er búin. Þetta er bók sem fylgir mér og ég fæ að pæla í. Það eru ekki allar bækur þannig, en þannig bækur finnst mér skemmtilegastar. Jú, auðvitað er gaman að lesa bók og svo bara búið. Sagan ein og sér stendur eftir. En þessi bók hefur meira en bara söguna, augljóslegan og óaugljóslegan undirliggjandi og áhugaverðan boðskap. Sem mér finnst t.d. vera aðal málið. Þetta er t.d. eins og kvikmyndir. Sumar eru bara myndir aðrar eru meira.
...ekki misskilja mig, ég hef dálæti á öllu þessu hvort sem bókin eða myndin skilur bara sögun eftir eða meira. Hitt, að hafa djúpstæða merkingu, finnst mér bara skemmtilegra...
Að lesa góða bók, horfa á góða mynd, virða fyrir sér skemmtilegt málverk eða borða góðan, drekka gott vín eða kaffi. Þetta er allt eins. Það er hægt að fá bara venjulegt braga kaffi sem er fínt, en það er líka hægt að fá sér unnið að alúð kaffi og vel vandað og það er betra.
Hversdagsleikinn og tilbreytingin. En hvers vegna ekki bara að brjótast upp úr því öllu og... hvað er það þá?
(það er til dæmis hluti af umfjöllunar efni bókarinnar)
|
...ekki misskilja mig, ég hef dálæti á öllu þessu hvort sem bókin eða myndin skilur bara sögun eftir eða meira. Hitt, að hafa djúpstæða merkingu, finnst mér bara skemmtilegra...
Að lesa góða bók, horfa á góða mynd, virða fyrir sér skemmtilegt málverk eða borða góðan, drekka gott vín eða kaffi. Þetta er allt eins. Það er hægt að fá bara venjulegt braga kaffi sem er fínt, en það er líka hægt að fá sér unnið að alúð kaffi og vel vandað og það er betra.
Hversdagsleikinn og tilbreytingin. En hvers vegna ekki bara að brjótast upp úr því öllu og... hvað er það þá?
(það er til dæmis hluti af umfjöllunar efni bókarinnar)