fimmtudagur, maí 11, 2006
vinna
jæja þá er maður bara að vinna næstu dagana... fór niður á pegasus og í fyrra dag og fljótlega fékk ég bara vinnu! :) Verð að vinna fram yfir helgi. Þetta er bara smá djobb í auglýsingu fyrir orkuveituna! Svo er bara að vonast að eitthvað fl. gerist! :)
En ætlaði bara að láta heyra í mér...
|
En ætlaði bara að láta heyra í mér...
þriðjudagur, maí 09, 2006
Komment
Byrti hérna komment sem ég skrifaði við pistil Þóru á sínu bloggi. (skrifað 8. maí 2006)
Endilega lesa það, bara áhugaverð pæling!
,,Þokkalega sammála þér og náttúruverndar lögum. Afhverju erum við svona seinheppin, eða fólkið sem stjórnarlandinu? Afhverju þarf hvert fíbblið á fætur öðru að taka við hvert af öðru? Afhverju getur ekki umhverfisráðherrann verið náttúrusinni? Mér finnst það bara felast í starfinu! Afhverju sagði fyrrum umhverfisráðherra (nú heilbrigðisráðherra) ,,mér finnst þetta ekkert spes" þegar hún skoðaði hálendið fyrir nokkrum árum? Hvenær fær ,,minn" ráðherra að lýta dagsins ljós? Ráðherran sem hefur engra hagsmuna að gæta nema hálendisins af því hann er umhverfisráðherra!"
|
Endilega lesa það, bara áhugaverð pæling!
,,Þokkalega sammála þér og náttúruverndar lögum. Afhverju erum við svona seinheppin, eða fólkið sem stjórnarlandinu? Afhverju þarf hvert fíbblið á fætur öðru að taka við hvert af öðru? Afhverju getur ekki umhverfisráðherrann verið náttúrusinni? Mér finnst það bara felast í starfinu! Afhverju sagði fyrrum umhverfisráðherra (nú heilbrigðisráðherra) ,,mér finnst þetta ekkert spes" þegar hún skoðaði hálendið fyrir nokkrum árum? Hvenær fær ,,minn" ráðherra að lýta dagsins ljós? Ráðherran sem hefur engra hagsmuna að gæta nema hálendisins af því hann er umhverfisráðherra!"
Spæling - pæling & gleði
Það er svo erfitt að bíða, bíða eftir hinu og þessu. Bíða fregna, og bíða hins. Var alveg viss um að ég hefði fengið bréf í gær, www þjónustumiðillinn er jú svo fljótur. Aðeins nokkur klikk, samsetning af stöfum og eitt klikk í viðbót. En svona er þetta, ég verð bara víst að bíða lengur. ...enn það er smá sárt!
Var að lesa Fréttablaðið núna með morgunmatnum. Pælingin aftan á því er mjög skemmtileg, þarna í pistlinum. Okkur finnst múslima konur vera heftar og þeim misboðið af því að vera í kuflum frá toppi til táar og stundum má ekki sjást í augun. Við búum í þeim heimi þar sem nekt er alsráðandi. Hvor um sig langar mig að kenna karlaveldinu um, því það er jú ríkjandi. En ég var að tala um þetta við Önnu í gær. Og úr varð tilgáta sem ég veit ekkert hvort hefur komið fram áður. Nú hérna áður fyrr voru ýmis boð og bönn í kvikmyndum, eitt og annað mátti ekki sjást eins og hjón sáust aldrei í sama rúmi og því ekkert kynlíf og kossinn mátti ekki vera lengur en 8 sek. Það er ekkert langt síðan (sögulega séð) að þessu var breytt. Og mér datt í hug. Erum við ekki bara á útopnu eftir þetta. Kynlífs þyrsta dýrategundin, svalar þorsta sýnum eftir bann. :p
Það er alltaf gleðilegt þegar sólin er komin svona hátt á loft. Og nú er nóttin aðeins örstutt. Veðrið er afskaplega milt og gott og þar sem fátæki námsmaðurinn var að klára rauða koritið sitt en þarf samt að snattast í bæinn, og sem betur fer er veðrið yndislegt, því þá get ég bara hjólað þangað sem ég þarf að fara. :) Ég er svona þokkalega bjartsýn á afraksturinn. Ætla að gefa mér góðan tíma í þetta, og vona ég verði ekki allt of sveitt og þreytt og enginn vilji ráða mig í vinnu út af því! :p tíhí...
En tími til komin að koma sér afstað
Over & out...
|
Var að lesa Fréttablaðið núna með morgunmatnum. Pælingin aftan á því er mjög skemmtileg, þarna í pistlinum. Okkur finnst múslima konur vera heftar og þeim misboðið af því að vera í kuflum frá toppi til táar og stundum má ekki sjást í augun. Við búum í þeim heimi þar sem nekt er alsráðandi. Hvor um sig langar mig að kenna karlaveldinu um, því það er jú ríkjandi. En ég var að tala um þetta við Önnu í gær. Og úr varð tilgáta sem ég veit ekkert hvort hefur komið fram áður. Nú hérna áður fyrr voru ýmis boð og bönn í kvikmyndum, eitt og annað mátti ekki sjást eins og hjón sáust aldrei í sama rúmi og því ekkert kynlíf og kossinn mátti ekki vera lengur en 8 sek. Það er ekkert langt síðan (sögulega séð) að þessu var breytt. Og mér datt í hug. Erum við ekki bara á útopnu eftir þetta. Kynlífs þyrsta dýrategundin, svalar þorsta sýnum eftir bann. :p
Það er alltaf gleðilegt þegar sólin er komin svona hátt á loft. Og nú er nóttin aðeins örstutt. Veðrið er afskaplega milt og gott og þar sem fátæki námsmaðurinn var að klára rauða koritið sitt en þarf samt að snattast í bæinn, og sem betur fer er veðrið yndislegt, því þá get ég bara hjólað þangað sem ég þarf að fara. :) Ég er svona þokkalega bjartsýn á afraksturinn. Ætla að gefa mér góðan tíma í þetta, og vona ég verði ekki allt of sveitt og þreytt og enginn vilji ráða mig í vinnu út af því! :p tíhí...
En tími til komin að koma sér afstað
Over & out...