<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, mars 06, 2005

??? 

Erfitt stundum að hafa þessa titla veit nefnilega ekkert alltaf hvað ég á skrifa. En helgin er senn á enda og endar vel eftir langt djamm í gær. Það er nú algjör óþarfi að tína til hvert smá atriði helgarinnar en samt ágætt að renna lauslega yfir hana, svona fyrir ykkur hin :p
Það er nú ekki mikið hægt að segja um föstudaginn sem var afskaplega rólegur. Átti ánægjulegt kvöld með sjálfri mér yfir Disneymyndinni og Sims því foreldrar skruppu í leikhúsið og systirin að vinna. Tíminn leið og beið og ég fór að ath. með þvottavélina sem var að þvo sparifötin. Þá hafði hún ekki farið af stað og byrjaði heljarinnar leit að vatnsinntakinu til að fá hana afstað og loksins :) fann ég þetta. Svo leið og beið og ég lék mér í Sims, bjó til nýjan sætan kall sem byrjaði óvart með harðgiftri 5 barna móður og lét síðan fjölskylduna hennar flytja inn á hann. En þau fluttu fljótt aftur út og nú er hann orðinn einn og yfirgefin í leit að þeirri réttu á samt því að fullkomna sig sem bissness maður. Smá úti dúr. Allavegana þá endaði föstudags kvöldið á því að ég vaknaði eftir klukkutíma svefn til þess að taka úr vélinn (klukkan var þá orðin 2) sem þá var búin að vera að þvo í örugglega 4 tíma!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Upp rann laugardagur, ákaflega skýr og fagur! :) Var afskaplega lítið úti, bara heima að dunda mér við að taka mig til fyrir kvöldið, sem byrjaði reyndar kl.16:00 heima hjá Hillu. En ég var sem sagt að fara að DJ´ast fyrir Háskólakórinn. Sem var mjög skemmtilegt og gaman að djamma með því fólki. Eitthvað var um að reyna að fá mig í kórinn sökum skorts á Öltum, því ég þykist geta sungið Alt -milli himsins og jarðar. Reyndar fannst mér þær vera með flottasta skemmti atriðið svo, mar veit aldrei... En partý-ið stóð langt fram eftir kvöldi í Þjórsárveri og var ég ekki komin í bæinn fyrr en rétt að verða hálf 6. Og þá rauk ég niður á 22 til að hitta Unni og Steinunni. Um leið og ég vatt mér upp að hurðinni var lokað nokkrum sekúndum áður hafði Steinunn gengið inn og borgað 500 kr.
Hún og Unnur fóru því út því ég komst ekki inn og drifum okkur niður á Kofann þar sem Ingi vinur Unnar var svo elskulegur að hleypa okkur inn. En við höfðum ekki dvalið þar lengi þegar Ingi bauð í partý og við drössluðumst með. Hertákum rúmið hans og sófa og ég veit ekki betur en Steinunn og Unnur gistu því þegar leigubílinn kom voru þær mjög þreytulegar. En já þessi leigu bíll... Ég geng út úr dyrunum og segi nei bara heill langferða bíll fyrir okkur. Geng svo nær og þá skil ég afhverju, einhvern vegin verður leigubílstjórinn að komast fyrir. Hann var svo feitur. Og ég var næstum því búin að segja þetta upphátt en sá sem betur fer að glugginn var opinn, svo ég sagði ekki neitt. jæja held ég segi þetta bara í bili. :) knús...

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?