<$BlogRSDURL$>

föstudagur, desember 22, 2006

aldrei of seint... 

Það er ekki seinna vænna en koma með nokkrar skemmtilegar staðreyndir um jól og hefðir og svona.
-Jóla krotið var fundið upp fyrir slysni í desember árið 1843. Þegar maður að nafni Henry Cole gleymdi að skrifa vinum og ættingjum árlegt jólabréf. Hann hafði lítinn tíma og bað því vin sinn sem var listamaður að gera mynd og prenta út á kort með einfaldri jólakveðju.
-Einu sinni voru jólatré aðeins skreytt kertaljósum síðan fór að bera á fleiri skreytingum sem voru heimagerðar og í formi pipakaka, epla, appelsína og hneta sem var algengt. Einnig festar úr poppkorni og trönuberjum. Gjafirnar héngu líka á trénu og næstum allt sem fólki datt í hug.
---
...svo komu bara jólin og ég skrifa ekki meir. En meðfylgjandi mynd er af fyrsta jólakortinu!
Gleðileg jól kæru vinir nær og fjær, til sjávar og sveita! :)

|

miðvikudagur, desember 20, 2006

Mynd vikunnar! 

Jæja þá er ekki seinna vænna en að skella inn mynd vikunnar! Og sérstaklega þar sem ég gleymdi því algjörlega í síðustu viku! :( ...sorry!
Svo hér kemur ein skemmtilegt! :)
Ég verð nú að segja að til einkunn minnihluta hópa hefur farið á mis hjá mér við innsetningu síðustu mynda! En þessi er tileinkuð því í staðinn barna-perrum. Og svo enginn misskilji orðið þá er það hér notað fyrir börn sem eru perrar eins og þessir ungu piltar!
Lifið heil og njótið dagsins! :)


|

þriðjudagur, desember 19, 2006

Karma 

Og þannig fór nú það...
Það kannast margir við þáttinn My name is Earl en hann fjallar um karma. Mér hefur þótt mikið til þess koma og áhugavert efni. Í gær rann það upp fyrir mér að þetta er án efa hluti af lífi mínu. Ástæðan fyrir því að ég er að segja ykkur frá þessu er eftir aftan á keyrslu sem ég varð fyrir í gær. Sem betur fer er bílinn okkar allt í lagi en sá sem olli árekstrinum er á óökuhæfum bíl. Þetta var ekki mér að kenna eins og fyrridaginn. Og ég er með kenningu. Allt frá því ég kom heim úr fríinu mínu frá Chicago hefur ýmislegt verið á afturfótunum. Og ég kenni því atburð sem ég varð vitni að á matsölustað í London. Ég er á leiðinni á hótelið mitt þegar ég stoppa rétt fyrir utan matsölustað. Þar fyrir innan sé ég unga menn standa aftan við konu sem situr með manninum sínum og eru niður sokkin í mat og spjall. Annar þeirra gerir sér lítið fyrir og rænir töskunni hennar, fyrir framan alla. Nema ég var sú eina, að ég viti til að sjá þetta. Og svo ganga þeir út! Og sá sem stal var greinilega að gera þetta í fyrsta skipti. Fékk klapp á bakið og allt. :p ...Ég hefði getað stöðvað þetta, sagt frá... En ég var bara svo hissa að ég gerði ekki neitt, og hrædd. Svo ég gekk bara burtu. Ef ég hefði nú gert eitthvað hefði ég kannski ekki lent í öllum þessum óhöppum sem dunið hafa á. Fyrst að velta og rústa fjölskyldu bílnum, skera mig á hundatönn og eftir á sýnist mér að ég hefði átt að sauma og síðast í gær að verða fyrir aftan á keyrslu og fá aftur í bakið. Ætli ég kíki ekki til læknis í dag... Þetta er nú meira bullið. Svo kæra fólk, þetta er víti til varnaðar. Karma er málið :p ,,Komdu fram við náungan eins og þú vilt að hann komi fram við þig" ...Ég hefði viljað ef ég væri konan að ég mindi láta vita. Kannski var eitthvað mjög persónulegt í töskunni, hún átti afmæli eða bara hjón að nóta matar og drykkjar saman. Þetta eyðilagði allt fyrir þeim.

|

mánudagur, desember 18, 2006

jola hvað? 

Jæja þá er ég farin að klippa fyrir stöð2. Þetta verður bara gaman. Sit þar núna og er að bíða eftir að tölvurnar komist í lag. Það er eitthvað verið að fikta og yfir fara.
Síðustu daga hef ég verið að velta því fyrir mér hversu litlu jólaskapi ég er í. Ég hef nú ekki komst að hvers vegna en velt því fyrir mér, að því kringlan skreytti 9 dögum seinna en í fyrra? Ikea er flutt og því engin jólaljós á stóra húsinu við sundin? Lítið um jóla auglýsingar í sjónvarpinu? Fjölmiðlar ekki búnir að ýkja allt upp eins og fyrr? Ég er bara búin að baka eina sort? Ekki búin að kaupa neinar jólagjafir nema 1/3 í einni gjöf? Ekki búin að skrifa jólakort? Það er svona ýmislegt sem hægt er að telja upp en hvort það skipti einhverju máli eða ekki veit ég ekki. Kannski vanntar bara snjóinn? ...og þó! Kannski er ég bara að breytast. jólaskapið og andinn orðinn allt öðru vísi og ég kemst ekki í gírinn fyrr en klukkan slær 18:00 á aðfangadagskvöld og við setjumst að borðum og njótum þess að vera saman öll fjölskylda og gleðja hvort annað með litlum og látlausum gjöfum. En það er náttúrulega óneitanlega skemmtilegt að gleðja aðra og vera gladdur. Vitandi að það er hugur að baki hvers og eins. Það er þetta litla sem skiptir máli og verður síðan svo stór hlutur þegar gefinn er. Kærleikur! :)
Hvað get ég sagt meira!? Held að ég býði bara og sjá læt jóla andann líða hægt yfir mann.
En búin að komast að því að ég get haldið áfram að vinna! :) Var svo mikill klaufi áðan að ég þarf að vinna upp klukkutíma! :)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?