<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Fólkið i landinu 

Mér er nú bara brugðið. Kíkti aðeins í ,,Blaðið" yfir kaffibollanum áðan og var nú heldur betur sár. Hversu oft á að ganga á rétt kennara? Afhverju er ekki hægt að hækka laun þeirra þegjandi og hljóðalaust eins og annara. Bera ráðamenn þjóðarinnar enga virðingu fyrir þessari stétt? Kennarar sjá nú til þess að börn landsins fræðist og standi sig í að taka við því þegar þau verða eldri og hinir falla frá. Hvers vegna ósköpunum er þetta ár eftir, ár, eftir ár? Kennarar ættu að vera með þeim hæst launuðu í samfélaginu, eftirsótt staða, góð staða, mannsæmandi staða.

Minnihlutahópar
Alveg hreint frábært að hægt sé að lækna samkynhneigð. Þetta er náttúrulega svo hrikalegur sjúkdómur, fólk kvelst, þó eftir að hafa þótt það vera þvingað eða bara langað til að fá þennan sjúkdóm því samfélagið er þannig. Þetta er lauslega haft eftir manni sem var í Kastljósinu á mánudagskvöldinu. Hvað er málið með þetta lið? Enginn af þeim sem ég þekki og er samkynhneigður er tilneiddur eða finnst óþægilegt að vera það. Helst eru það þá þeir, sem kveljast, eiga fjölskyldur sem styðja ekki við bakið á þeim og gerir tilveruna erfiðari. Einstaklingurinn fær að finna fyrir því hversu öðruvísi hann er. Það að segja að samkynhneigð sé sjúkdómur finnst mér bara vera kjaftæði. Hversvegna ekki að eyða tíma, orku og peningum í að styðja við bakið og berjast fyrir réttlæti annara minnihluta hópa. Berjast fyrir rétti fáttækra barna, geðfatlaðra, fatlaðra, eldri borgara, betri spítala, meira íslenskt í sjónvarpið, minni launa mismun, jafnrétti, nýtingu landsins og svo margt fleira. ...já og meiri skilning fólks á stöðu samkynhneigðra.

Í gærkvöldi
Held ég hafi aldrei skemmt mér jafn frábærlega vel yfir Kastljósinu í gær kvöldi og þegar strákurinn sem ég man ekki hvað heitir datt í það. Að vera boðið í sjónvarpið til að keyra í ökuhermi, fá bjór, keyra aftur, fá meiri bjór og enda á því að vera svo fullur að geta ekki talað íslensku. Gaurinn var líka bara svo skemmtilegur... ...Kastljósið ætti að gera oftar svo ,,bull" þó fúlasta alvara fylgi þessu. Á tímabili var laust við því að markmiðinu með áróðrinum væri ekki náð, en allt kom fyrir ekki og ég held að margir hugsi sig um eftir ekki nema bara einn bjór. Það er greinilegt að þetta skiptir máli. Og við þurfum ekki alltaf að læra af mistökunum. Látum aðra um þau, og lærum af þeim. ...Sem sagt, taka mark á því þegar eitthvað er sagt við okkur... :)

Jæja þá er að leggja loka hönd á verk dagsins og koma sér heim, heyra nýjustu fréttir og þess háttar. :)
Með ósk um góðan dag

|

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Serdeilis sniðugt 

...komin með frábæra hugmynd fyrir öll fyrirtæki landsins...
Allir að taka þátt í byndingu og nýtingu landsins. Því ættu allir að fara að eins og hægt er að lesa hér; http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1253128 Þ.e. hvert og eitt fyrirtæki ætti að taka saman allan þann ferðakostnað sem það nýtir sér, bensíns og dísel kaup og skoða síðan hvað það mengar á ári, ásamt því að bera sig saman við koltvísýrings losun skóa landsins. Að niðurstöðum loknum ætti svo hvert fyrirtæki að styðja skórækt og hafa jafn mikið af trjám í sinni umsjón og losa við koltvísýrings notkunina. :) ...fatti þið? ...þannig að þau ,,mengi ekki neitt" :p

|

Timi 

Það má með sanni segja að það sé kominn tími á blogg. Hin sívinsæla bloggþurð hefur heltekið mig. En vegna sérstaka aðstæðna á heimili mínu í gær rifjaðist upp ágæt saga um mig, sem ég var fyrir löngu búin að gleyma. Það kom mér á óvart að ég mundi eftir þessu, og enþá meir þegar ég áttaði mig á því að ég bý enþá yfir þessari hegðun í dag. Ég hef verið svona 8 eða 9 ára og búin að eiga sama hjólið í nokkur ár. Upp á mitt eins dæmi fannst mér vera kominn tími á að fá nýtt hjól. En eitthvað varð að gerast til þess að fá nýtt hjól. Ég var búin að sjá það, að ég fengi ekki nýtt hjól, nema af ástæðu. Svo ég fór út í móa og rústaði hjólinu mínu. Ekki fékk ég nýtt hjól út á þetta, heldur var gamla hjólið sett í viðgerð og fyrir vikið beið ég í heilt ár eftir nýju hjóli. Ástæðuna fékk ég að vita í gær. Það sást nefnilega til mín við verknaðinn. Aðsjálfsögðu sagði ég í gær við foreldra mína að mér finndist framkoma þeirra heldur harkaleg, ég væri ekki vön að biðja um mikið. Jú, þau vissu það alveg. En ég gerði rangt, og fékk sko að finna fyrir því. Sérstaklega þegar maður er staðinn að verki. Þegar ég hugsa um þetta núna, væri ég alveg til í að sjá stöðu foreldra minna og vita hvað fór í gegnum huga þeirra þegar þau sáu þetta. ,,Er dóttir mín orðin klikkuð"?
...já þannig var nú það...
...sit og skrifa DVD, frekar rólegt ... við skulum bara halda því þannig...

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?