<$BlogRSDURL$>

föstudagur, apríl 15, 2005

Hugveltur um strætó! 

Var að koma frá Bínu kvöldi heima hjá Þóru og aldrei þessu vant tók ég strætó. Nú eins og flestum er kunnugt tek ég strætó mjög mikið. Og ákkúrat áðan á meðan heimferð minni lá spruttu upp þessar mjög spekingslegar hugsanir. Ég fór að pæla hvort ég ætti að reykna út hversu miklum tíma ég eyði í strætó á dag, eða viku. Svo fór ég að spá, eyða! Er það rétta orðið? Nei, reyndar ekki, allavegana ekki fyrir mig. Eyða hljómar frekar neikvætt, sérstaklega þegar talað er um strætó. Svo, ef ég ætti bíl þá myndi ég leggja 20 mínótum seinna af stað en venjulega. En hvað er ég að græða? Jú, ég græði 10 mínótna göngutúr í strætó, og nýt verðursins. Og svo fæ ég að eyða smá tíma með sjálfri mér á meðan strætóferðinni fer fram. Sem ég myndi ekki gera ef ég væri akandi því þá væri ég að hugsa um það sem væri í kringum mig. Og fengi ekki þennan göngutúr, fæ auk þess 10 mínútna göngutúr á leiðinni heim líka, svo þarna eru komnar 20 mínótur. Plús það, ég spara pening. En ég er samt ekki að segja að ég ætli aldrei að kaupa mér bíl. :) Nú, svo eyðir maður ekki aðeins tíma með sjálfum sér í strætó heldur fylgist maður með öllu hinu samferðarfólki sínu. Lærir að þessi er andfúll á morgnanna svo ekki sitja nálægt honum, þessi er svo krípý o.s.frv. En ég tek ekki bara strætó á morgnanna, tek strætó á öllum tímum dags. Og það eru tveir hlutir sem ég hef tekið eftir við fólk sem mér finnst vert að nefna því þeir eru mjög áhugaverðir. Fyrst er það að þegar fólk kemur inn í strætó, og það er slatti af lausum sætum, að þá byrjar fólk á því að setjast þannig að það sé ein röð á milli. Þegar það munnstur er uppurið sest fólk þar inn á milli. Og svo ákveða sumir að standa frekar en að setjast nálægt einhverjum. Ástæðan er kannski ekki flókinn í sjálfu sér. Við (sem fólk, ekki Íslendingar nema að vissuleyti) erum svo lokuð og viljum hafa okkar persónulega speys. Og þar sem það er mjög þröngt í strætó þá reynum við að nýta okkur eins mikið af speysinu okkar og við getum. En svo getur það líka bara verið að þetta sé fólks fælnasta fólkið í samfélaginu sem taki strætó. Fátæka og geðveika fólkið í samfélaginu. Síðan er það atferli fólks sem mér finnst merkilegast og það er að þegar einhver hringir bjöllunni, og vagninn er ekki mjög þétt setinn. Viðkomandi fer út og á sömu stoppistöð eða næstu á eftir kemur einhver inn. Þá sest sá hinn sami mjög oft í sætið sem var að losna. (náðu þið þessu) :p En hvað er það sem útskýrir þessa hegðun? Ég veit það ekki sjálf en tilgátan er sú að við leytum ósjálfrátt í sama farið og næsti var í. Fetum endalaust í fótspor annara, finnum hlýjuna sem nágunginn var að skilja eftir, alltaf gott að vera á eftir einhverjum öðrum. ;)
Jæja, þetta hljómaði allt mjög vel í huga mínu ekki svo mikið fyrir löng. En ég er orðin svo þreytt og fyrir löngu farin að sjá allt tvöfalt. Og því kem ég bara seinna með blokkar hugleyðinguna mína ;) Lifið öll heil, góða nótt :+

|

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Gaman að þessu 

Mikið er gaman að þessu. Dagurinn er orðinn lengri enn í gær, hvað þá síðustu viku eða svo ekki sé tala um fyrir mánuði síðan. :) Og svo er veðrið líka svo gott. Ég varla trúi því ekki og hef alltaf tekið með mér húfu, trefil og vettlinga (dag og í gær). Svo getur maður sagt að sumarið sé á næsta leit og meint þá að það sé á næsta leit án þess að ýkja töluvert. Ja, allavegana ef maður miðar við að sumarið byrji á sumardaginn fyrsta. Og svo kemur vorið í næsta mánuði, en samt hefur sumardagurinn fyrsti komið. Er það ekki svoldið skrítið. Sumar, haust, vetur, sumar, vor, sumar, haust o.s.frv. Og svo getur maður hugsað með hlýju til þar næsta mánuðar. Því þá er sumarið komið. Eða allavegana hjá mér, sumarið er nefnilega júní, júlí og ágúst. :) Og mikið hlakka ég til.

|

sunnudagur, apríl 10, 2005

Ég er hætt þessu!!! 

Já, ég hélt ég væri hætt að drekka. En fann smá glufu og fór á fyllerí, ókeypis reyndar. Þetta var mjög gaman, þangað til í dag :( -NB. er ekki þunn, ekki beint, bara heil helgi hefur farið til einskis og ég þurfti að borga leigar heim :( sem var alls ekki planið. En ég hitti margt skemmtilegt fólk og meðal annars, tilvonandi eiginmann minn, sem ég ákvað að bjóða bjór (Óli Egils). Við spjölluðum saman um sameiginlega kunninga (haha... virkar rosalega flott, en þetta voru aðalega kennarar) og ýmislegt, þangað til einhver gella kom og tók hann frá mér. :( Nei nei það var allt í lagi... En greyið strákurinn, og djö. er fólk ömurlegt. Það var einhver gaur þarna sem var geðveikt að bögga hann, þú ert leikari, þú ert frægur og svo var hann að rugla honum við Nóa Albínóa gaurinn... osfrv. og Óli reyndi að vera kurteis... og ég þurfti náttúrulega að skipta mér af... og sagði fíblinu bara til syndanna, Óla til mikillar ánægju ;) :p jájá... kvöldið leið og kláraðis á Dubliners, þemað í kránum var sem sagt írskt.
Og svo að lokum rasistarnir mínir, þá skuli þið tékka á þessu og reyna að koma ranghugmyndunum ykkar í burtu. ;)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?