<$BlogRSDURL$>

laugardagur, ágúst 20, 2005

Lífið og tilveran... 

Ferlegur thunderstorm just striked us... hitti Louise vinkonu mína áðan, fórum saman og fengum okkur bjór. Hún fer á morgun til Danmerkur, ferlega sorglegt allt saman, en ég er alveg að koma heim svo það er OK, þ.e. ég er að fara líka. Fórum á bar sem við used to go to... það var ágætt, vanntaði samt Iris og Katrin, og sama klósettkonan var þarna. :D ;) þessi sem réttir manni þurku þegar maður hefur þvegið sér um hendurnar og maður gefur tipps og hún er með nammi, ilmvant og annað því um líkt :p Kvöldið var ekki langt og það er langt síðan ég ef hef komið heim upp úr tvö eftir djamm. :p Nú það voru örfáir rengdropar þegar ég kom af lestarstöðinni og ég gekk í áttina að strætóskýlinu (sem er nú ekki mikið skýli bara svona bið staður) og ég heyrði og sá fullt af þrumum og eldingum, svo mikið að himinninn lýstist allur upp. Og svo allt í einu byrjaði að helli rigna. Sem betur fer var ég undir smá skýli og náði strætó áður en ég var orðin blaut. Á leiðinni lenti strætóbílstjórinn í rifrildi og ég beið bara eftir að svertinginn sem hann var að rífast við tæki upp byssu og dritaði okkur öllum niður, svona eins og í bíómyndunum. :p Þegar loksins var komið að stoppistöðinni minni hafði rigningin aukist up 100% Svo á örfáum mínótum voru göturnar fljótandi í vatni. Ég var sem betur fer með regnhlíf því það var búið að spá hellirigningu. Og á þessum tvem mínútum sem tekur mig að koma mér heim frá stoppistöðinni varð ég gegn vot í fæturnar. Hefði orðið soking wett ef ég hefði ekki verið með regnhlíf.
Sögur af ameríska frægafólkinu í Chicago. En margir þekkja fyrrum körfuboltaspilarann Michael Jordan. Ég frétti það um daginn að nágranni minni hafði verið að spila gólf með honum um daginn... því líkt og annað eins :p

|

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

flugvélar... 

so... dagurinn sem sagt bara leið áfram eins og hin ágætasti dagur. Nema hvað að eftir að hafa verið í niður í kjallara í smástund þá fór ég upp til þess að sækja póstinn sem flaut inn um lúguna. Þegar ég er að týna hann upp heyri ég líka þessar rosalegu drunur og flutt af þotum fljúga í loftinu. Mér leið eins á miðju stríð-átaka-svæði og beið bara eftir að heyra heljarinnar sprengu kvell, húsið hrisstast og stórt svart ský og ryk koma á móti mér... ,,svona er að vera í Írak" kom upp í huga mér. Mér varð svoldið um við þessi læti enda ekki vön að heyra í svona rosalegum stríðs þotum yfir höfði mér. En mundi svo fljótt eftir því að það er flugsýning í bænum á laugardaginn og þoturnar eru sennilega að fljúga í bæinn og æfa sig fyrir sýninguna. Hérna á Michigan vatni eru svo heljarinnar skip sem tengjast þessu. Kannski maður kíki á þau á morgun og hver veit nema maður sjái einhverja sæta flugmenn ;)

|

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

nice life... 

oh hvad tad er gaman og yndislegt ad vera til :) tad er svo audvelt ad gledja mann. Sit med laptoppinn uppi ad hlusta a tonlist, Erin er hja vinkonu sinni og Jack for yfir til nagranna okkar ad leika, svo eg hef sma tima ut af fyrir mig sem er mjog fint.
Tad skemmtilega gerdist svo i gaer ad eg hitti Louise vinkonu mina eftir heilt ar. Tad var rosalega gaman og vid forum a gamlar slodir, fengum okkur kvoldmat og nokkra bjora og svo i pool. Kvoldi endadi alltof seint og eg er alveg ferlega treytt i dag... :p hun fer heim a laugardaginn svo vid hofum planad ad hittast a fostudaginn og gera eitthvad skemmtilegt saman :D Hlakka mega til. Og nu a eg eftir adeins orfaa daga og langar alls ekkert ad fara heim. To eg hlakki rosalega til ad fara heim og fara i tvo stor afmaeli og byrja i skolanum, ta bara langar mig ekkert ad fara :( bu hu... ja i tetta skiptid get eg sagt ykkur afskaplega litid. Ferlega eitthvad litid ad gerast, nei djok... :p jaeja, eg er haett...

|

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Lazy Town 

Fékk að sjá alveg stórmerkilegan hlut. Varð náttúrulega ferlega stolt og gæsa húsið (gæsahúðin, fyrir þá sem fatta ekki djókið, bara fyrir þig litla systir) fór um mig alla ;) Er búin að vera að fylgjast með Nick jr. síðustu daga, eða svona í morgunsárið þar sem Disney Channel er enþá með ofvirku Ástralana fjóra The Wiggles, sem mér þykir svo óendanlega ekki væntum en eru þó betri en barnaþátturinn Dora þar sem karakterinn er ekki alveg með bestu röddina fyrir viðkvæmar morgun sálir eins og mig :s Nú síðustu daga er ég búin að fylgjast spennt með brotum úr Lazy Town eða eins og hann heitir upprunalega Latibær. Og í morgun, mér til mikilar undrunnar byrjar þá ekki bara Latibær, Maggi Skef og Stefán Karl bara mættir á skjá allra Ameríkubarnanna. Þetta var bara svona ágætis þáttur, komu tveir í röð. Ferlega gaman samt að sjá þetta. Og littla íslenska hjartað hoppaði um að hamingju og sprakk næstum úr þjóðarrembingi (langaði að hrópa og hlaupa um ,,stilla á stöð 54! stilla á stöð 54! það er íslenskur þáttur í sjónvarpinu og ég er frá íslandi (æi, þið vitið öll hvað ég er að tala um)) og ég fór að hugsa, gvöð hvað það hlýtur að vera gaman að sjá þetta ef maður er svona "einmanna" íslensk au pair eins og ég var hérna um árið. Fá að sjá kunnuleg andlit á hverjum morgni, that would make my day, every day. ;)
Og súkkulaðikakan er enþá til, verð að gera eitthvað við hana. Setja hana á fínan disk og halda áfram að fita mig á henni ásamt því að borða fullt af Oreo og fleiru amerísku gúmmelaði ;)
Og nýja Au Pairin fer bráðum að koma, kemur seint á fimmtudagskvöldið og það verður í mínu verkahring en og aftur að setja nýja stelpu í starfið. Heyrist á öllu samt að þetta sé ágætist austur þýsk stelpa (bara svona smá djók að setja út á hvaðan hún kemur svona þar sem ég er farin að þekkja þessa Þjóðverja örlítið). En það verður bara gaman. Og :D gleði fréttir dagsins. Heyrði loksins í Louise dönsku vinkonu minni, en hún hringdi í dag, kom til baka frá Florida í morgun. Ætla að reyna að hitta hana á morgun. Og hún fer til baka á laugardaginn, þannig að við munum gera eitthvað skemmtilegt á föstudaginn... :D
En enn og aftur er þetta gríðarlega löng færsla. Litla færslan um Lazy Town breyttist í heljarinnar stóra fréttafærslu. Og langar bara svona að deila því með ykkur hversu æðislegt það var að fara á ströndina í dag. Busla í stóra stóra vatninu sem fyrir augunum mínum er eins og hafið, mávar út um allt og vanntar bara sjávarlyktina. En, góða nótt... :)

|

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Jákvæða hliðin á lífinu 

Það er dýrt að lifa á þessari jörð, en það er innifalin ókeypis hringferð um  sólina á
hverju ári.
Afmælisdagar eru góðir fyrir þig - því fleiri sem þú átt, því lengur lifirðu.
Hamingjan kemur inn um dyrnar sem þú veist ekki einu sinni af að þú hefur opnað.
Hefurðu tekið eftir því að fólk sem kemur of seint er oft mikið glaðara en fólk sem
hefur þurft að bíða eftir því?
Það getur verið að þú sért stundum eina manneskjan í heiminum, en þú ert líka ef
til vill allur heimurinn fyrir eina manneskju.
Sum mistök eru allt of skemmtileg til að gera þau bara einu sinni.
Ekki gráta af því að því er lokið, brostu af því að það gerðist.
Raunverulega hamingjusamur maður er sá sem getur notið þess sem gerist þegar hann
endurtekur ferðina.
Eða eins og einn maður sagði - það að vera hamingjusamur er ákvörðun. Eigðu frábæran
dag og vittu að einhver sem þykir þú skipta máli hefur hugsað til þín í dag!
"Og þessi einhver er ég.".....
Ekki sitja ein að þessum skilaboðum.....,
sendu þau til einhvers sem er þér svo mikilvægur.... "NÚNA"..

Kveðja Ég....

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?