<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, maí 18, 2003

Já þá er helgin senn á enda og alvara lífsins tekin við. Vinnudagur á morgun og svona skemmtilegt! Þetta var nú bara hin ágætasta helgi. Fór á Nasa í brjálað upphitunarpartý fyrir Eurovission. Páll Óskar á skífunum og svo tók hann nokkur lög í leðurdressinu, hann er ekkert smá flottur í þessu átfitti. Svo kom Helga Möller og tók lagið með honum, þjóðsönginn eins og þau kölluðu það en meintu náttúrulega Gleðabankann. ;) Síðan endaði kvöldið í léttri stemmningu á Ara í Ögri þar sem frábær trúbadúr sló á létta strengi. Mæli með þeim stað í létta stemmningu. Svo var bara slappað af í rólegheitunum framan af laugardagskvöldinu og svo fór ég í smá aukavinnu sem miðasölukona á kjallaranum ;) sem var bara ágætt!

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?