fimmtudagur, september 08, 2005
Latibær
Kíkti með skólanum í Latabæ í gær, fyrradag. Það var rosalega flott. Fórum inn í svaka flott fundarherbergi með einhverjum gutta úr framleiðsludeildinni. Hann sagði okkur upp og ofan af ferli Latabæs frá byrjun og til dagsins í dag. Síðan fórum við í smá skoðunnarferð um húsið, sáum klippiherbergið, og hljóðvinnsluherbergið og þaðan í stúdíóið þar sem starfsmennirnir voru með badminton mót, og Maggi Skef náttúrulega þarna. Geggjað flott stúdíóið hjá þeim og green screen-ið þeirra. Risa stórt, hátt og langt, sáum síðan allt proppsið, settið og brúðurnar. Ekkert smá dót þarna. Og þegar við vorum að kveðja var Maggi á leið í sturtu svo hann sást þarna hinu megin á ganginum með handklæði um sig miðjan, ferlega flottur ;)
Fór síðan í strætó heim í gær eftir stjórnarfund. Það er nú hvort tveggja svo sem ekkert frá sögu færandi nema það að það vanntaði fjarstýringuna í vagninn svo strætó fór bara hluta af leiðinni milli Engja og Borgarholts hvefis. Það er hlið þarna hjá Borgó sem strætó þarf að opna, ferlega glatað... Fyrst byrjaði kallinn á að spyrja hvort einhver ætlaði í Engjahverfið, og einn svarði játandi. Svo hann fór og pikkaði upp skrítnu, þybbnu konuna sem ég hef nýlega orðið vör við í strætó. Svo fer hann að snúa við á þessu í-ný mí-ný svæði við hliðið sem hann gat ekki opnað. Og konan byrjar að skipta sér af... uss uss... þessi bílstjórar... :p
|
Fór síðan í strætó heim í gær eftir stjórnarfund. Það er nú hvort tveggja svo sem ekkert frá sögu færandi nema það að það vanntaði fjarstýringuna í vagninn svo strætó fór bara hluta af leiðinni milli Engja og Borgarholts hvefis. Það er hlið þarna hjá Borgó sem strætó þarf að opna, ferlega glatað... Fyrst byrjaði kallinn á að spyrja hvort einhver ætlaði í Engjahverfið, og einn svarði játandi. Svo hann fór og pikkaði upp skrítnu, þybbnu konuna sem ég hef nýlega orðið vör við í strætó. Svo fer hann að snúa við á þessu í-ný mí-ný svæði við hliðið sem hann gat ekki opnað. Og konan byrjar að skipta sér af... uss uss... þessi bílstjórar... :p
sunnudagur, september 04, 2005
Nú helgin er liðin...
Já allt tekur enda og sumt of fljótt, en þessi vika á milli heimkomu og þangað til skólinn byrjar hefur snúist á skringilegan hátt og liðið allt of hratt. Ég hef ekki gert það sem ég ætlaði mér og verið alveg ferlega þreytt. En skemmtilega dótið tekur við, skólasetning á morgun og svo byrjar skólinn hinn daginn. Versta er bara að þá þarf maður að vakna snemma.
En bissý helgi að baki, eða svona allt af því. Ég er alveg yfir mig þreytt, enþá, eftir ferðalagið mitt frá Chicago/London/RVK (eða ég held að það sé ástæðan fyrir þreytunni). En sem sagt tíminn er að leggja sína loka hönd á helgina. Nordic Baltic fundurinn var þemað þessa helgina. Sótti túrista á flugvöllinn á fimmtudags kvöldið, og þær vissu ekki hvað norðurljós voru. Hitti svo útlendinga á föstudaginn, og um kvöldið fór ég aftur út á völl að sækja útlending. Svo var vaknað snemma, aftur, í gær til þess að taka strætó (ömurlegt að þurfa að taka strætó fyrir átta á morgnanna). Og stjanað við útlendinga framm að kvöldi. Síðan var kominn tími til að fara heim og gera sig klára fyrir leikhúsferðina, fór á Kabarett. Ferlega skemmtilegt :D :D :D Og ég datt alveg í það að skoða strætó fyrir skólann svo ég nenni þessu ekki lengur. Over and out...
|
En bissý helgi að baki, eða svona allt af því. Ég er alveg yfir mig þreytt, enþá, eftir ferðalagið mitt frá Chicago/London/RVK (eða ég held að það sé ástæðan fyrir þreytunni). En sem sagt tíminn er að leggja sína loka hönd á helgina. Nordic Baltic fundurinn var þemað þessa helgina. Sótti túrista á flugvöllinn á fimmtudags kvöldið, og þær vissu ekki hvað norðurljós voru. Hitti svo útlendinga á föstudaginn, og um kvöldið fór ég aftur út á völl að sækja útlending. Svo var vaknað snemma, aftur, í gær til þess að taka strætó (ömurlegt að þurfa að taka strætó fyrir átta á morgnanna). Og stjanað við útlendinga framm að kvöldi. Síðan var kominn tími til að fara heim og gera sig klára fyrir leikhúsferðina, fór á Kabarett. Ferlega skemmtilegt :D :D :D Og ég datt alveg í það að skoða strætó fyrir skólann svo ég nenni þessu ekki lengur. Over and out...