fimmtudagur, september 23, 2004
Langt síðan við höfum sést!
Já smá bið í gangi... hef bara ekki haft list á að skrifa neitt hérna og hef ekki enn. Veit eiginlega ekki hvað skal segja. Og er ekki viss um að ég þurfi að segja neitt því ég hitti flest alla lesendur mína reglulega. Svo why? En ég er ekki allveg að leggja þessari síðu niður. Maður veit aldrei nema maður fá eitthvað skemmtilegt upp í kollinn sem manni langar að deila með fólki á netinu og mun kannski aldrei segja í beinni. En víst ég er að skrifa hérna þá langar mig að segja ykkur frá gær deginum. Það var sem sagt búið að bjóða mér í skildmenna hús, eða ég svona meira búin að bjóða sjálfri mér. Svo ég röllti í hlíðarnar eftir skóla, settist fyrir framan tölvuna og lék guð. Já, hljómar skringilega en... Það er nefnilega búið að endurgera uppáhalds tölvuleikinn minn, Sims2. Og hann er snilld. En eins og ég sagði að þá leið mér eins og guði og ástæðan er sú að í þessum leik getur maður búið til fólk. Ákveðið hvernig það lýtur út o.s.frv. Og eftir þetta er ég allveg viss um hvernig guð býr til okkur mennina. Hann situr fyrir framan tölvu í forriti sem heitir The Human body and the human face og leikur sér með hvernig hægt er að búa til fólk. En það er galli á þessu eins og mörgu sem guð skapar og það er kallað error. En þá fæðist fólk með ýmsa galla og þá er því að kenna að það kemur upp villa í forritinu, program error.
En hvað segi þið? Helgin að ganga í garð og fullt í boði. En ég er búin að binda mig... ,,Á flótta" leikur um helgina, það verður náttúrulega stuð. Svo var mér að berast 2 tilboð fyrir kvöldið í kvöld og þau hljóma mjög spennandi. Fyrsta er að fara á tónleika í Klúbbnum, hitt að fara til Fannýar í natcos og horfa á Alias (uppáhalds þáttinn minn). En svo er spurning hvort maður nær þessu öllu saman því það þarf að setja í hlutverk fyrir leikinn og hvort það gerist í kvöld eða seinnipartinn, veit ég ekki. Já þetta er ég í dag, og hverveit hvernig þetta verður á morgun. Bissý bissý bissý.
Speki dagsins:
Komst að því að húsflugur eru banvænustu skordýr í heimi. Það sem þessar littlu ,,saklausu" flugur geta ekki gert. Þær drepa heilu tugina af mönnum. Og passið ykkur, að næst þegar lítil sæt húsfluga (meinlaus eins og maður heldur því hún styngur ekki fólk) sest á matinn ykkar að henda honum. Því hún ælir á allt áður en hún borðar það... ullabjakk...
|
En hvað segi þið? Helgin að ganga í garð og fullt í boði. En ég er búin að binda mig... ,,Á flótta" leikur um helgina, það verður náttúrulega stuð. Svo var mér að berast 2 tilboð fyrir kvöldið í kvöld og þau hljóma mjög spennandi. Fyrsta er að fara á tónleika í Klúbbnum, hitt að fara til Fannýar í natcos og horfa á Alias (uppáhalds þáttinn minn). En svo er spurning hvort maður nær þessu öllu saman því það þarf að setja í hlutverk fyrir leikinn og hvort það gerist í kvöld eða seinnipartinn, veit ég ekki. Já þetta er ég í dag, og hverveit hvernig þetta verður á morgun. Bissý bissý bissý.
Speki dagsins:
Komst að því að húsflugur eru banvænustu skordýr í heimi. Það sem þessar littlu ,,saklausu" flugur geta ekki gert. Þær drepa heilu tugina af mönnum. Og passið ykkur, að næst þegar lítil sæt húsfluga (meinlaus eins og maður heldur því hún styngur ekki fólk) sest á matinn ykkar að henda honum. Því hún ælir á allt áður en hún borðar það... ullabjakk...