<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, desember 22, 2004

Jól - Jól - Jól 

Já kæra fólk þá er loksins komið að þessu. Skötufýlan mun fylla vitsmuni okkar annað kvöld og þyrstir aðdáendur hennar eiga eftir að hella sér í át á þessum fisk. Svo tekur gamanið við þegar "allir" landsmenn safnast saman í síðast sinni til þess að finna fyrir jólaþreynslaösfílingnum á Laugarverginum, eða kannski er bara ástæðan sú að losna úr skötufýlunni? Hver veit... En mín ástæða verður sú að kaupa síðustu jólagjöfina og sjá og hitta fólk. :) Nú svo rennur aðfangadagurinn mikli upp, vonandi hægt og rólega. Sofið út og horft á sjónvarpið þangað til mamma kallar og biður um hjálp, farið svo í bað og klætt sig upp fyrir kirkjuna svo maður verði hreyn og fín og sómasamlega til fara í augum annara þegar guð sveipar um mann jólunum að messu lokinni. Og það sem eftir lifir jóla er matur, nammi og konfekt, pakkar og ættingjar... :D ekkert annað en stuð og hamingja!
Og nú bara verð ég að koma með veðurhorfurnæstudaga:
Í dag: Norðvestan átt 5-10m/s -2°C/-6°C
Á morgun: sama... -6°C/-10°C og snjókoma
Ekki á morgun heldur hinn: sama... -4°C/-10°C snjókoma
Ekki á morgun ekki hinn heldur hinn: engin snjókoma, sama áttin og frost... :)
...bara smá deilingar...
Og já svo eru prófin búin loksins! segja allir! Til hamingju þeir sem voru að klára í gær, vonandi duttu þið rækilega í það! ;) Nú ég fékk einkunirnar mínar og stóð mig bara príðs vel, mjög sátt... :) fyrir utna eina einkunn sem er misskilningur og vonast ég til þess að hún lagist því þá hækkar meðaltalið mitt um miklu meira... :)
En segi þetta gott í bili!
Ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Með þökk fyrir allt gamalt og gott! :D súrt og sætt... farið og ófarið...
Jóla knús,
M


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?