<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Popp lag í C moll 

...hljómar sennilega mjög sorglega, eða hvað?

Ætli árlega blogg stíflan sé að koma yfir mig? Mig langar ekki að skrifa um síðustu helgi, því það vita allir um síðustu helgi. Og langar bara svona almennt ekki að skrifa um hvað ég var að gera í gær eða hef verið að gera. En það er eitt þó sem mig langar að segja frá að einhverju leiti og það er það sem ég gerði í gærkvöldi. Ég kynntist Islam mun betur. Ég hitti mann sem kom í heimsókn í URKÍ-R og hann fræddi okkur heil ósköp um Islam. Og eftir þetta hugsaði ég með mér að þetta er eitthvað sem allir ættu að gera. Og ég svona vaknaði til lífsins eftir að hafa hlustað á þennan mann. Ekki lærði ég bara um Islam heldur svona almennt bara um lífið líka og fordóma sem maður hefur. En ég mæli alveg með því að fólki taki sig saman, hvort sem það hefur enga skoðun eða skoðun á Islam og skoði aðeins út á hvað trúarbrögðin snúast og hvaðan þau koma. Það er einfallt að hafa skoðun, einfaldara að hafa enga en bestast að hafa skoðun út frá raunhæfum upplýsingum.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?