<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Þurrt 

Æi, ég biðst innilegrar afsökunar þetta með geisladiskinn. Það var svolítið leiðinlegt og þurrt. Fræðsla og blogg eiga ekki samleið í mínu ríkidæmi. En guð er svo góður. Í gærkvöldi gaf hann mér himnasendingu og nú er ég komin með ársbyrgðir af frábærum myndum fyrir liðinn ,,mynd vikunnar". Og ég er bara að hugsa um að deila þessu með ykkur bræður og systur.
Þessi mynd er sett hér í tilefni þess að mælar landsmanna hafa verið fyrir neðan núllið nokkuð oft upp á síðkastið. Og það hefur þótt gott að eiga húfu, trefil, vettlinga og úlpu! En enginn skartaði þessu. Kannski þetta sé nýja jólagjöfin í ár! :) þessu með ykkur bræður og systur strax í dag.

|

Myndband vikunnar 

Það gleður mig að kynna með miklu stolti myndband vikunnar en þar má sjá stór sniðuga stráka sparka/kassta dósum í ruslatunnur, og hitta! Þetta er ekkert grín, þetta er satt og hreint ótrúlegt!

|

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Mynd og fræðsla vikunnar 

Að þessu sinni ákvað ég að bæta inn smá fræðslu í mynd vikunnar! Hugmyndin spratt í gær þegar ég var að leita að lagi á netinu og datt inn á uppáhaldið mitt. Wikipedia síðuna stórkostlegu :p Það þekkja allir orðið CD. En hvaðan kemur það o.s.frv.
A Compact Disc (CD) is an optical disc used to store digital data, originally developed for storing digital audio. The CD, introduced in 1982, remains the standard physical medium for commercial audio recordings as of 2006. An audio compact disc consists of one or more stereo tracks stored using 16-bit PCM coding at a sampling rate of 44.1 kHz. Standard compact discs have a diameter of 120 mm or 80 mm. The 120 mm discs can hold approximately 80 minutes of audio. The 80 mm discs, sometimes used for CD singles, hold approximately 20 minutes of audio. Compact disc technology was later adapted for use as a data storage device, known as a CD-ROM, and to include record-once and re-writable media (CD-R and CD-RW). CD-ROMs and CD-Rs remain widely used technologies in the personal-computer industry as of 2006. The CD and its extensions have been extremely successful: in 2004, the annual worldwide sales of CD-Audio, CD-ROM, and CD-R reached about 30 billion discs.

Og svo er hægt að lesa fleira hér.

|

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Best í heimi 

Hvað ætli fólk hugsi þegar það kemur til Íslands? Hvað ætli fólk hugsi þegar það flytur til Íslands? Hvað ætli fólki finnist um Ísland og Íslendinga? Best í heimi er leikrit sem ég sá í gær. Hópinn skipa 4 útlendingar sem allir hafa búið mis lengi á Íslandi. Leikritið byggist á nokkrum stuttum sögum um lífið á Íslandi og nokkrum í flugvél sem er á leið til Íslands. Verkið og sviðsmyndin, sem er einföld, flæða vel saman og ekkert fer framhjá neinum og ef maður skilur ekki alveg þá er texta varpað á vegg fyrir þá sem skilja ekki alveg íslensku eða ensku. Sögurnar sem segja frá lífi og samskiptum Íslendinga og útlendinga eru mis gaman saman og mis alvarlegar. En í heildina er þetta spreng hlægilegt leikrit sem leikararnir leysa afskaplega vel af hendi. Best í heimi er best í heimi og mæli ég með því að allir sjái það. Það ættu allir að geta tekið sér kvöldstund yfir helgi, skellt sér í betri fötin, og notið góðrar stundar, burtu frá ysi og þysi hversdagsleikans og hlegið aðeins. Mér finnst líka einnig sýningar formið gott. Sýningin er 1 1/2 tími án hlés, svo það er ekki langt liðið á kvöldið og tóm fyrir eitt og annað ef fólk vill áður en haldið er heim í hvundaginn.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?