<$BlogRSDURL$>

laugardagur, janúar 03, 2004

Allt búið... 

Já nú eru jólin búin og allt voða sorglegt. Jólaskrautið komið niður í kassa og jólatréð á leiðinni á haugana. Verst að það er ekki hægt að endursetja ´ða í jörðina :s Þá myndi jörðin ekki missa svona mikið af trjám á hverju ári ;)

Country club
Fór á svona sveita klúbb í borginni í gær. Familían hérna eru meðlimir. Þetta er allt voða fensý, bara svona eins og svona klúbbar eru. Það er hægt að stunda þarna hvaða aktivitý sem mann langar, nema golf. Við fórum í sund, og ég þurfti bara að taka sundbollinn með mér því allt annað var á staðnum. Handklæði, sjampó, sápa, greiða, blásari, lotion o.fl. Þetta var geðveikt flott. Kvennaklefinn var geðveikt stór, með heitumpotti, gufubaði risastórum stað til þess að greiða sér og snyrta, svo var hægt að fara í nudd, fótasnyrtingu og handsnyrtingu og bara allskona snyrtingu. Mér leið eins og Jókim aðalönd... var rík í einn dag, nema ég er ekki eins nýsk! ;)

Tilvitnun dagsins;
-Bank bank-
,,Antré"
,,Nei þetta er ekki Andri, þetta er ég Bóla"

|

fimmtudagur, janúar 01, 2004

GLEÐILEGT NÝTT ÁR! 

Í dag sameinast umheimurinn í einni stórri alsherjar þynnku. Fólk fyrir framan imban með pizzakassan og afréttarann að reyna að muna hvert áramótarheitið var. Drekka minna. Hætta að reykja. Grennast. Verða betri manneskja. Vakna fyrr á morgnanna o.s.frv.
Hjá mér var gamlársdagurinn ekki upp á marga fiska. Maginn ekki enþá komin í lag eftir veikindin en ég reyndi að troða í mig pizzu og drakk hálfan bjór, that´s bout it. Langt síðan ég hef drukkið svona lítið á gamlárs. Mér fannst þetta alltsaman hálf sorglegt hjá mér því fjölskyldan heima hafði verið að borða humar, nautalundir og ís ummmm... Svo var bara glápt á sjónvarpið þangað til það væri tími til þess að taka lestina niður í bæ og horfa á flugeldasýninguna og fagna nýja árinu. Þetta var besta flugeldasýning sem ég hef séð. 15 mín. prósess og eins og það á að vera þá varð allt brjálað í endan. Svo var bara hangið á uppáhalds kaffihúsinu, Pick me up. Eini staðurinn sem við vissum um sem er ekki með aldurstakmark! :D Svo var bara farið snemma í háttinn, svona miða við að þetta var gamlárskvöld. En verð nú bara að segja að það sem toppaði kvöldið og gerði það skemmtilegt var að familýan hringdi og Hilla ásamt fl. fólk en þar sem sambandið var mjög slæmt heyrði ég því miður mjög lítið. Talaði ég ekki líka við Ara, og heyrði ég ekki í Þóru hlægja?
En ég vona að þið öll, kæru vinir, byrjið nýja árið á þynnku því þá hafi þið skemmt ykkur vel! :)
Hafið það ofboðslega gott! GLEÐILEGT NÝTT ÁR!!!! og takk fyrir allt gamalt og gott. Hlakka til að sjá ykkur eftir 8 mánuði. :) Miss ya!!!! :)

Tilvitnun dagins;
,,Ég vilid ég væri Pamela í Dallas."

|

mánudagur, desember 29, 2003

Jólin! 

Já ætli maður verði ekki að deila með lesendunum hérna amerískum jólum ;) Þetta var alltsaman ósköp notarlegt. Ég fékk langt jólafrí :) Á Þorláksmessu fór ég á jólatónleika með sinfóníuhljómsveitinni hérna og það var kór, dansarar, jólasveinn, leikið og gert grín. Tónleikahúsið sem ég fór í er örugglega stærsta tónleikahús sem ég hef farið í á ævinni. :p Svo á aðfangadag skellti ég mér í messu. Og þegar ég kom heim eldaði ég jólagrautinn og við vorum með möndluleikinn! :) Geggjað stuð, nákvæmlega sama spennan og heima (þ.e.a.s. bleik með gulu doppum ...hehehe... neinei smá djók). Allir voða spenntir yfir að vita hver var með möndluna. Svo var bara slappað af. Glápt á imban og svona rólegt. Jóladagurinn byrjaði snemma. Ég var vakin rétt fyrir átta því krakkarnir voru svo spenntir að vita hvað væri í sokkinum. Svo ég röllti upp myglaðari en nokkur myglu ostur getur orðið og kýkti í sokkinn. Ég fékk gjafakort í bíó og á Starbucks, nammi o.fl. Svo borðuðum við morgunmat og eftir það var farið í að opna pakka sem var um 2 klukkustunda prósess. Það er sko ekkert smá sem þessir krakkar fá af dóti í jólagjöf. Jack er búin að fylla stofuna af nýju dóti. Svo fórum við um eftirmiðdaginn í meira pakkastand og kvöldmat til "ömmu". Annar í jólum var nú ekki mjög skemmtilegur. Við vorum að fara í ferðalag til pabba Mick´s. Og síðustu 2-3 dagana eru allir búnir að vera veikir. :( Ekki mjög skemmtilegt það.
Allavegana þá veit ég ekki hvað ég get sagt meira um Amerísk jól nema ég skemmti mér konglega!

Tilvitnun dagsins; (fyrir Íslendingana sem eru að frjósa úr kulda og kafna í snjó).
,,Passaðu að það sláist ekki um þig þú gætir forskalast!"

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?