fimmtudagur, mars 15, 2007
konstantly
Ég bara verð að fá að deila þessu með ykkur í vonu um að það reynist einhver draumspár, eða svona manneskja sem ræður drauma. En ef svo reynist ekki, þá bara til þess að losna við þetta.
Í fyrri nótt dreymdi mig nefnilega frekar ógeðslegan draum, sem byrjaði reyndar sakleysislega. Ég var á ferðalagi með þrem vinkonu mínum. Við enduðum á hótelherberginu okkar og ég fer að sofa. Þegar ég er að leggjast niður sé ég ógeðslega flugu sveima við myndaramma á náttborðinu. Flugan var svona lítil og ljós brún. Ég vakna um nóttina við öskur í Þóru. Þá sendur hún inn á baði og er að vesenast í sári sem hún er með á hendinni. Ég hafði líka fengið sár og fer að líta á það. Sárið var á framhandleggnum og við olnboga hafði myndast einhver glær hjúpur, svona storknaður vessi, sem kom út í totu og á enda hennar voru þrjú oggulítil göt (svona eins og einhver hefði stungið þarna í. Mér fannst þetta frekar skrítið og brýt þetta. Þá blasir við mér sama sjón og Þóru. Þetta var vibbi. Það var ekki bara gröftur í sárinu heldur bara svona ormar og ógeð sem voru að nærast á því. Sem sagt mér. Ég byrjaði að þrífa þetta en varð svo um að ég vaknaði. Síðan þá er ég búin að vera að reyna að hugsa ekkert um þetta.
Kannski er þetta martröð að því ég fékk mér bita af kjúkling áður en ég fór að sofa. Kannski merkir þessi draumur eitthvað. Ég veit það ekki.
Annars er svona minnst að frétta af mér. Þessi vika mín hefur verið helguð Rauða krossinum þar sem frá mánudeginum og fram á mánudag er ekkert nema Rauða kross fundir eða á flótta. Síðan fæ ég einn dag frí, þriðjudag í næstu viku, og næsta dag er fundur. En þá held ég að þetta sé búið í bili.
Svo get ég ekki beðið eftir því að fara norður um helgina. Á Flótta er í Skagafirðinum, og framundan er hörku leikur. Trúi ekki öðru en það verði gaman! :)
Annars sit ég bara og bíð og bíð, er að skrifa dvd, og þetta ætlar að taka einhvern mega langan tíma. Ég er gjörsamlega lost í þessu dæmi hérna. Búið að vera vandamál ofan á vandamál og allt í tímaþröng. Ég vona bara og óska þess svo innilega að þetta klárist.
Segjum það bara í bili.
|
Í fyrri nótt dreymdi mig nefnilega frekar ógeðslegan draum, sem byrjaði reyndar sakleysislega. Ég var á ferðalagi með þrem vinkonu mínum. Við enduðum á hótelherberginu okkar og ég fer að sofa. Þegar ég er að leggjast niður sé ég ógeðslega flugu sveima við myndaramma á náttborðinu. Flugan var svona lítil og ljós brún. Ég vakna um nóttina við öskur í Þóru. Þá sendur hún inn á baði og er að vesenast í sári sem hún er með á hendinni. Ég hafði líka fengið sár og fer að líta á það. Sárið var á framhandleggnum og við olnboga hafði myndast einhver glær hjúpur, svona storknaður vessi, sem kom út í totu og á enda hennar voru þrjú oggulítil göt (svona eins og einhver hefði stungið þarna í. Mér fannst þetta frekar skrítið og brýt þetta. Þá blasir við mér sama sjón og Þóru. Þetta var vibbi. Það var ekki bara gröftur í sárinu heldur bara svona ormar og ógeð sem voru að nærast á því. Sem sagt mér. Ég byrjaði að þrífa þetta en varð svo um að ég vaknaði. Síðan þá er ég búin að vera að reyna að hugsa ekkert um þetta.
Kannski er þetta martröð að því ég fékk mér bita af kjúkling áður en ég fór að sofa. Kannski merkir þessi draumur eitthvað. Ég veit það ekki.
Annars er svona minnst að frétta af mér. Þessi vika mín hefur verið helguð Rauða krossinum þar sem frá mánudeginum og fram á mánudag er ekkert nema Rauða kross fundir eða á flótta. Síðan fæ ég einn dag frí, þriðjudag í næstu viku, og næsta dag er fundur. En þá held ég að þetta sé búið í bili.
Svo get ég ekki beðið eftir því að fara norður um helgina. Á Flótta er í Skagafirðinum, og framundan er hörku leikur. Trúi ekki öðru en það verði gaman! :)
Annars sit ég bara og bíð og bíð, er að skrifa dvd, og þetta ætlar að taka einhvern mega langan tíma. Ég er gjörsamlega lost í þessu dæmi hérna. Búið að vera vandamál ofan á vandamál og allt í tímaþröng. Ég vona bara og óska þess svo innilega að þetta klárist.
Segjum það bara í bili.