<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Pollamót etc. 

Jæja þá er helgin búin og næsta að ganga í garð. :) Síðasta helgi var löng og viðburðarík og aðeins hægt að stikkla ár stóru! Á miðvikudags kvöldinu var ekið norður til Akureyrar þar sem Pollamót Þórs fór fram. Við gistum í heima húsi og héldum svo galvaskar í veiði í sveitina á fimmtudags hádeginu, aðeins nokkrum tímum á eftir áætlun því það var svo gaman að koma til Akureyrar að við slepptum af okkur beislinu smá. Veiðin var dræm enda án mórauð. Eftir góðan tíma hittum við svo hinn helminginn af liðinu, sem býr fyrir norðan. Spiluðum saman í fyrsta skipti og svo, svo bara man ég ekki meir þar sem bjórin var teigaður vel alla helgina! ...Tala ég um þetta eins og ég hafi verið að spila, sem ég gerði ekki sökum aldurs því ég var víst of ung fyrir pollamótið. Í staðin tók ég mótið upp. Það eina sem ég sé eftir að hafa ekki gert og er hálf skömmustulegt en það er að telja kirkjutröppurnar. En það er fjölskylduhefð! :p ...en kannski sleppur þetta því ég var ekki með fjölskyldunni! Síðan helgin kláraðist hef ég sko bara verið að vinna því viku fríið sem varð að tvem er búið og nú heldur dæmið áfram fram yfir ágúst! Svo það er nóg að gera! :) Ætli það verði þá ekki bara sem minnst skrifað hér það sem eftir er því mér finnst ekki áhugavert að deila með ykkur sögum úr vinnunni! :)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?