<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, desember 04, 2003

Meðgangan 

Jahú ég er búin að vera hérna í 3 mánuði og nú byrjar þunglyndið. Ég var búin að bíða og bíða eftir því að 3 mánuðurinn kæmi, fannst eitthvað ákveðið unnið eftir það. Fyrstu mánuðurnir voru æði, allt eitthvað svo framandi og nýtt. Svo komst þetta upp í vana, eitthvað sem varir í smá tíma en er samt í rauninni langur tími. Næstu dagar gætu verið erfiðir, jafn vel næstu vikur eða mánuðir. En held fyrir mína parta að ég sigrist fljótt á þessari niðurlægð. Þessi aðstaða verður bara venjuleg. Svo þegar tímbilið er hálfnað verður viss léttir, þetta er allt að koma. Og svo þegar ég á bara 3 mánuði eftir verður gleði en allveg gríðarleg sorg. Þetta er að verða búið, ég er að komast heim. En jafnframt er ég að fara og skilja allt þetta æðislega og framandi eftir. Svo þegar þetta er búið verð ég í skýjunum yfir að þetta sé búið og loksins kom heim í same old same old. Og eftir nokkra mánuði í þessu same old same old langar mig að fara aftur! :)

|

...áfram 

já pirringurinn heldur áfram, aðalega í mér... sé til eftir hádegi hvernig krakkarnir verða. Held að það sé líka að því að ég sé þreytt en afhverju er ég þreytt veit ég ekki. Síðustu 2 daga hef ég lagt mig með stráknum og uss uss uss hvað ég verð ringluð þegar ég vakna, er varla áttuð á stað og stund. Veit varla hvaða dagur er í dag. Og það sem gerðist í gær er eins og það hafi gerst í síðustu viku. Annars hef ég ekkert spes að segja. Ætla að kíkja niður í bæ eftir vinnu, það er nefnilega jólamarkaður í bænum! :)
...og Stuðmanna-veislan heldur áfram...

Tilvitnun dagsins;
,,Það verður sko enginn helvítis rúta heldur langferðabíll."
,,Föttuð´ðið þetta strákar?"



|

miðvikudagur, desember 03, 2003

crazy 

úff... dagurinn er búinn að vera hálf kreisý! eða seinniparturinn, allir allveg ógeðslega fúlir. Vá hef bara aldrei séð krakkana svona pirraða. Ætli það sé ekki bara veðrið, engin sól, skýjað og allt grámyglulegt :(fer frekar í skapið á fólki! Þeink god bara 2 dagar eftir af vikunni!

Tilvitnun dagsins:
,,Mundu bara hver átti hattinn. Fyrst Kriss og svo STINNI."

|

same old - same old 

já hef nú ekki mikið að segja... nema að ég er búin að vera ýkt dugleg að duppa upp á heimasíðuna! ;)
ah já lenti í því líkri New York umferð í dag. Var að keyra niður í bæ og ók allaleiðina á 20, þetta silaðist áfram. En það var samt ekkert brjálað fólk að flauta og öskra út um gluggan. En samt hræðilegt!

Tilvitnun dagsins:
,, Ef ég sé með hattin kemst ég öruggulega í stuð"

|

sunnudagur, nóvember 30, 2003

Skil ekki þetta með að dansa á skemmtistöðum. Skil ekki þessar gellur sem reyna að dansa eggjandi á skemmtistöðum. Þetta er svo asnalegt. Þær lýta svo asnalega út. Takandi dansspor eins og þær væru í danskeppni hjá Hermanni Guðmundssyni. Hvernig getur nokkrum manni fundist þetta flott? Hvernig getur nokkrum manni dottið í hug að dansa svona, jú þessar gellur sem eru að reyna að húkka upp stráka en ég myndi halda að þetta væri versta turn off sem hægt er að gera...

Tilvitnun dagsins;
,,Vertu ekki að skipta þér að því sem þér kemur ekki við."

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?