<$BlogRSDURL$>

laugardagur, janúar 01, 2005

Takk fyrir það gamala 

Kæru vinir! Takk fyrir árið sem er liðið þó það hafi nú verið heldur stutt...
Áramótin voru ágæt og í partýinu var planað að fara í smá jeppaferð... svo eftir 4 tíma svefn skelltum við okkur á Lingdalsheiðina ;p
Var að setja inn myndir frá gamlárskvöldinu og ferðinni! :)
Vona að allir hafi átt góð og skemmtileg áramót! :)

|

föstudagur, desember 31, 2004

Ó-TRÚ-LEGT! ÓTRÚLEGT!  

Trúi þið þessu? Síðasti dagur þessa árs er runninn upp! Það er eins gott að síðasta ár hafi farið vel því nú er ekki aftur snúið. Nema, gefa sjálfum sér/lofa góðu nýárs heiti. Og þar að leiðandi bæta upp tapaðan tíma á liðnu ári! Nú og svo má ekki gleyma áramótaskaupinu í kvöld en ég bíð spent eftir því, að vandan, og hlakka til hverskonar snilld grínistar þjóðarinnar hafa samið fyrir kvöldið! Okkur til ánægju og tala auka. Því næsta mánuðinn á eftir skaupinu verður aldrei leiðinlegt innan um fólk því það er alltaf hægt að bridd upp á áramótaskaupssamræðum. Eins og; ,,Hvernig fannst þér skaupið í ár?" ,,Finnst þér skaupið yfir höfuð sniðugt?" ,,Er skaupið nokkuð fyndið fyrr en nokkrum árum eftir að það er sýnt, svona þegar íslendingar eru loksins búnir að melta pólitíska ástandið." Og svo þegar líða tekur á mánuð um talsins um áramótaskaupið allt umtal orðið heldur þurrt þá er hægt að brydda upp á ,,Alveg ótrúlegt hversu mikið fólk getur talað um þetta skaup."
En kæru vinir! Ég óska ykkur gleðilegs nýs árs og þakka það gamla! Með vonir um velfarnaðar á ármótunum...
Gangið hægt innum gleðinnar dyr.

|

fimmtudagur, desember 30, 2004

Kaldhæðni 

MÚ HA HA...
Fékk Visa reikninginn minn í dag, eins og svo margir aðrir. Og utan á umslaginu stendur ,,Gleðileg jól" (og seinna í dag sá ég auglýsingu frá vísa um ósk um gleðileg jól og farsælt ár). Jú jólin voru gleðileg þangað til #$%=)"=&)"= vísa reikningurinn kom! Og árið endar ekki farsællega, með skuldahalan á eftir sér svo maður geti átt "mannsæmandi" jól. Átt jólagjafir handa hinum og þessum. Uss, gleðileg jól!
og jóla andinn fauk út í veðrið, eða kannski drukknaði hann bara í öllum pappírnum sem fyldi vísa reikningnum.
Jóla hvað?

|

miðvikudagur, desember 29, 2004

Nýtt-Nýtt-Nýtt!!! #2 

jæja fl. nýtt... var að bæta við Lilju vinkonu sem er komin með nýtt blogg og Anna systir er farin að blogga. Svo núna þarf ættin ekkert að talast við nema í bloggi! :Gaman að þessu þrefaldatvöfaldavaffi.

|

þriðjudagur, desember 28, 2004

Nýtt-Nýtt-Nýtt!!! 

Jæja var að setja inn myndir síðan á annan í jólum. Skemmtið ykkur :D

|

sunnudagur, desember 26, 2004

Jólin sem mandlan hvarf!  

Jæja gott fólk, þá er annar dagur jóla senn á enda og ágætt að þessi tími matar og konfektsáts er að verða búin. Nei djók hvernig læt ég, það er til heill hellingur af afgöngum! Úff já... en það er allt í lagi því maturinn er svo góður. Nú í dag skellti ég mér í eitthvað annað en sparifötin, enda orðið heldur þreytandi að vera svona fín heila 2 daga í röð! En tilefnið var þess að ég fór í vinnuna, og þegar ég skellit mér í gallabuxurnar var ég allveg viss að ég hafði bætt á mig svo sem 2 kg. :( en ég vonandi náði því af mér í vinnunni við burð og boranir. :D Og ég lærði að gera við kló :D og er nokkuð stolt af sjálfri mér! En já jólin eru ekki búin... ó nei, slatti af dögum eftir og nóg að gera í letinni, það er að finna sér eitthvað allt annað að gera en að gera. ;) En jólin voru afskaplega skemmtileg. Gott að fá íslensk jól aftur. Að vanda var haldið í Grafarvogskirkju til þess að taka á móti jólunum, þar var margt manna og sat fræga fólkið í kirkjunni fremst. Svona til skíringar þá var það Egill Ólafsson sem sá um söng á Ó helga nótt og Árni Vigfússon og Marikó en Árni er sonur prestsins. Svo var margt annað og gott fólk þarna eins og ég og fjölskylda mín og svo glitti aðeins í Pálma eitthvað leikara... og það er nú svona það helsta sem ég man eftir úr þessari messu. Því prédikunin er alltaf jafn leiðinleg og ekki bætti úr skák að presturinn var með hálsbólgu og lasinn :( greyið! Svo var nú bara haldið heim á leið þegar búið var að innbyrgða jólin og gæddum við okkur á hamborgarahrygg (sem útlistist á ensku sem hamburgerridge) Möndluleikurinn átti sér svo stað í ísnum sem var eftirmaturinn. Mikil spennaríkti að vanda en var allveg sérlega mikil í ár þar sem enginn vildi kannast við að vera með möndluna. Ísinn var kláraður og hver og einn þurfti að skafa sinn disk og ísbakkinn líka. Farið var inn í eldhús og leitað en ekkert fannst og enginn kannaðist við að hafa fengið hana. Allir voru nú samt sammála um að ég hefði fengið hana og væri nú að stríða þeim rækilega. En svo var ekki. Mandlan var bara horfin! Og aumingjans möndlugjöfin var á borðinu. Svo við drifum til ókristilegs ráðs, tókum upp spilastokkinn sem ég fékk í indjána spilavíti í Seattle og dregið. Sá sem fékk hæðsta spilið átti svo möndlugjöfina, og það var ég:D Svo leið og gjafir opnaðar og skoðaðar, kaffi og spjall. Jóladagurinn fór svo í meira át, fjölskyldustund og gleði! :D
Já svon´ eru jólin...

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?