<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, desember 06, 2006

ég er að tala um þig... 

þig-þig-þig...
Hvað er hægt að segja í tilefni að í dag er miðvikudagur? ...ég er nú kannski ekki orðlaus, en... jújú ég skal segja ykkur sögu.
Í gær fór ung stúlka að taka til inni hjá sér. Hreyngerningarnar voru ekkert eðlilegar jólahreingerningar þar sem það er verið að kafa djúft ofan í draslið og hreinlega taka úr umferð það sem ekki er verið að nota. Nema í henni blundar mikil hagsýni og í snyrti skápnum getur hún ekki fyrir sitt litla líf hent nokkrum snyrtivörum, þó hún sé komið í annað merki, einfaldlega vegna þess ,,en ef" og þá situr við það. Hún horfir líka eymdar augum á eftir öllum blöðunum sem fara ofan í poka sem fer svo í ruslatunnuna. Hvað á maður annars að gera við þetta? Flokka, safna, og henda í sorpu? Það er búið að flokka, gerist meðan tekið er til, búin að safa þessu í allt of langan tíma og því er verið að henda þessu og það strax en Sorpa. Hún er svo langt í burtu. Svo stúlkan verður bara að horfa framhjá þessu eins og hægt er og fara með þetta í venjulegt rusl. Það er ekki endalaust hægt að safna það veldur bara rusli :( En þessi stúlka gerði sér líkan glaðan dag í gær og fagnaði degi sjálfboðaliðans. Hitti vini og kunningja hjá Reykjavíkurdeildinni sem var svo hagsýn að halda upp á daginn milli 15 og 18 svo að örugglega enginn eða fáir kæmu og þyrfti því sem minnst að kaupa inn af góðgæti. Leiðinlág svo í Kópavoginn þar sem samskonar gleði réð ríkjum, nema vill hún meina mun veglegri þar sem margt gómsætt var á borðstólunum ásamt skemmtilegum skemmti atriðum. Hún kom inn í miðjan lestur Einars Más á nýja ljóðabókinni hans og svei mér þá ef bókin fer ekki bara á óskalista yfir jólagjafir svo mikið hreyfst hún af. Kvöldið endaði svo í pólskum bjór hjá vinkonu hennar þar sem skálað var í öðrum í útlöndum en fyrsta í útlöndum hjá öðrum. Fyrsti í útlöndum verður svo tekin með vinkonunni og fleirum í kvöld :) Annars er stúlkan hálf eyrðarlaus þessa stundina og ekki alveg til í að taka til í bili. Enda er það vandasamt verk og ekki gert með hangandi hendi. Svo var hún líka að koma úr 2 tíma göngu túr með hundinum sínum og bara að róa sig eftir það brjálæði. En það var ótrúlega gott að skella sér svona út. Og að lokum á þessari sögu langar stúlkunni að deila með ykkur mynd vikunnar. En hún er tileinkuð þeim hópi fólks sem er kalt í dag! Lúmskur gusturinn gnæðir inn um rifur, glugga, hurðir og hvað eina sem hann kemst í gegnum og kælir okkur niður. Þó stúlkan væri ekki til í að vera þessi bumba þá væri hún samt til í að skella sér eitt andartak á ströndina eða bara í fullt af snjó og á skíði og prófa snjóbretti, en það er eitthvað nýtt fyrir henni. (eða þúst, hefur alveg séð það áður og allt það bara aldrei prufað).

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?