föstudagur, júlí 09, 2004
Saga úr eldhúsinu
Að elda og baka er rosalega spennandi tilhugsun. En sú list er mér ekki í blóð borin. Ég hef reynt og jú, jú fólk hefur getað borðað það. En þau slæmu atvik sem hafa hent mig í eldhúsinu standa mér svo ofarlega í minni og valda því að ég þori ekki að reyna. Vil nefnilega ekki skemma matinn fyrir hinum. T.d. ætlaði ég að baka ein jólin smákökur fyrir heimilið. Mamma nennti ekki að stand í bakstri því meira en helmingur kakana lendir í ruslinu 3 mánuðum eftir jól. En mig og systur minni langaði samt í smá smákökur svo eftir jólaprófin komum við okkur í jólaskap og byrjuðum að baka. Mamma hafði lagt uppskriftina á vísan stað og ég var "yfir" kokkur því systir mín var þá ung og óreynd í eldhúsinu. Við tókum út sykur, egg, hveiti, smjör, súkkulaði og það sem þurfti í uppskriftina. Fórum eftir henni samvisku samlega og fylgdum grænu stöfunum því mamma var búin að mæla út tvöfalda uppskrift og það voru þeir. Þegar kom að því að setja degið í litlar sætar kúlur stóðum við agndofa yfir skálinni. Þetta var eitt fljótandi drullumall. Við höfðum ekki hugmynd hvað hafði gerst. Í því kom mamma heim og var yfir sig hissa. Ég sagði henni frá a-ö hvernig við höfðum samvisku samlega sett hráefnin saman. Mamma var smá fúl, sennilega vegna þess að hún sá að eini jól-smá-köku-baksturinn í ár hafði misheppnast og það var ekki tími til að gera meira. Innst inni held ég líka að hana hafi langað í heimagerðar kökur þó hún nennti ekki að gera það sjálf. Mamma bennti mér á, svoldið pirruð, að þetta fyrir ofan grænaletrið (upprunalega uppskriftin) væri ekki tvöföld uppskrift. ,,Ó, sagði ég eins og allgjör fáviti, ég vissi það ekki." En eins og mömmu ber þá reyndi hún að gera gott úr þessu og setti drullumallið í form og bakaði sem kökubotn. Svo var farið út í Bónus og keyptar nokkrar tegundir af smákökum sem hefur verið gert síðan. Því yfir hátíðarnar ríkir jóla-smá-köku-baksturs-leti á heimilinu. Ég get nú ekki mælt með þeim, en maður fær sama fílinginn og af kökunum sem mamma bakaði í denn, helmingurinn lendir í ruslinu 3 mánuðum seinna.
|
fimmtudagur, júlí 08, 2004
Myndir
Var að setja inn myndir úr Orlandoferðinni minni í mai. Þær myndir sjást í myndir-1
|
miðvikudagur, júlí 07, 2004
I'm here...
Ég er hérna enþá... er bara... ekki... skrifandinn hefur bara ekki sýnt sig svo... :p
En það sem hefur drifið á daga mína. Humm hvað skal segja... Helgin já hún var róleg eins og stóð til. Sjúklega rakt og ömurlegt veður á laugardaginn, var að kafna... fór í bíó um kvöldið á The Terminal með Tom Hanks og zetu-jóns þarna Douglas konan. Ég mæli ekkert með þessari mynd, hún var svona allt í lagi en ekkert vera að fara að sjá hana nema þá kannski eftir nokkur ár þegar hún er komin í gamlat og því ódýr. Svo var bara farið heim því ég þurfti að vakna snemma næsta dag því við fórum til Indiana þar sem pabbi Kathy býr. Slöppuðum bara af þar allan daginn, lágum í sundlauginni í garðinum, sólbaði eða nutum þess að vera inn í þessu sjúklega stóra húsi. Þetta er sko allveg draumahúsið mitt, trommusett í kjallaranum, það var allveg endalaust mikið af hljóðfærum þarna... Svo hef ég bara verið að vinna eins og venja ber. Tvöfallt afmæli um helgina, Kathy fertug á laugardaginn og Jack 3 ára á sunnudaginn, sem sagt stuð!
Sá myndirnar Cold Mountain og Before sunrise um helgina, mæli með þeim báðum. Before sunrise er frá ´95 og framhaldið af henni er væntanlegt í bíó og heitir Before sunset (held að ég sé ekki að rugla nöfnunum). Þetta er mjög rómantísk og sæt mynd!
En þannig er það og núna er komin kvöldmatur svo bæbæ
|
En það sem hefur drifið á daga mína. Humm hvað skal segja... Helgin já hún var róleg eins og stóð til. Sjúklega rakt og ömurlegt veður á laugardaginn, var að kafna... fór í bíó um kvöldið á The Terminal með Tom Hanks og zetu-jóns þarna Douglas konan. Ég mæli ekkert með þessari mynd, hún var svona allt í lagi en ekkert vera að fara að sjá hana nema þá kannski eftir nokkur ár þegar hún er komin í gamlat og því ódýr. Svo var bara farið heim því ég þurfti að vakna snemma næsta dag því við fórum til Indiana þar sem pabbi Kathy býr. Slöppuðum bara af þar allan daginn, lágum í sundlauginni í garðinum, sólbaði eða nutum þess að vera inn í þessu sjúklega stóra húsi. Þetta er sko allveg draumahúsið mitt, trommusett í kjallaranum, það var allveg endalaust mikið af hljóðfærum þarna... Svo hef ég bara verið að vinna eins og venja ber. Tvöfallt afmæli um helgina, Kathy fertug á laugardaginn og Jack 3 ára á sunnudaginn, sem sagt stuð!
Sá myndirnar Cold Mountain og Before sunrise um helgina, mæli með þeim báðum. Before sunrise er frá ´95 og framhaldið af henni er væntanlegt í bíó og heitir Before sunset (held að ég sé ekki að rugla nöfnunum). Þetta er mjög rómantísk og sæt mynd!
En þannig er það og núna er komin kvöldmatur svo bæbæ